Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 34
34 Eskja hf. hefur gert samning við Skagann hf. og samstarfs- fyrirtæki þess fyrirtækis, Kæl- ismiðjuna Frost og Rafeyri ehf. á Akureyri um smíði og upp- setningu búnaðar í nýtt upp- sjávarfrystihús á Eskifirði sem taka á til starfa í september. Fyrirtækin þrjú hafa reynslu af samstarfi í hliðstæðum verk- efnum í Færeyjum. Byggt verð- ur um 7000 fermetra stálgrind- arhús fyrir uppsjávarvinnsluna en áformað er að uppsjávar- vinnsluskipi Eskju, Aðalsteini Jónssyni, verði skipt út þegar verksmiðjan kemst í gagnið. Tæknivæddasta uppsjávarvinnslan hingað til „Smíði búnaðar er þegar hafin en þetta er langstærsta land- vinnsluverkefnið hjá okkur á komandi mánuðum,“ segir Ing- ólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans hf. Hann segir stefnt að 7-900 tonna vinnslu- getu í húsinu en verksmiðjan verður á flestan hátt sambæri- lega þeim sem fyrirtækið hafði með höndum í Færeyjum. „Við getum sagt að við séum þarna að fara einu skrefi lengra í tækni og gera verksmiðjuna enn fullkomnari en við höfum séð áður. Það mun koma fram í öllum þáttum hennar, allt frá flokkun yfir í vigtun, við verðum með nýjar lausnir við frystana og ýmislegt fleira áhugavert verður þarna. Heilt yfir erum við að tala um meiri sjálfvirkni og auðveldari yfirsýn og stjórnun á henni. Með öðrum orðum næsta kynslóð miðað við fær- eysku verksmiðjurnar,“ segir Ingólfur. Fjölmörg önnur íslensk fyrir- tæki koma að verkefninu. Þar má nefna Þorgeir & Ellert á Akranesi, 3X á Ísafirði, Marel hf. og Style ehf. í Garðabæ, SR vélaverkstæði á Siglufirði, Verk- fræðistofuna Eflu og fleiri. Ofurkælda hráefnið stóra frétt hvítfiskvinnslunnar Þessa dagana er Skaginn hf., ásamt systurfyrirtæki sínu, 3X Technology á Ísafirði, að smíða að smíða lestar- og vinnslukerfi í nýjan togara HB Granda, Eng- ey, en hann kemur til landsins í sumar frá Tyrklandi. Búnaður- inn verður settur niður hér á landi en vinnslu- og kælikerfi skipsins byggir á ofurkælingar- tækninni sem fyrirtækin hafa þróað og komin er góð reynsla á í togaranum Málmey SK. „Fyrir fiskvinnsluna er auð- vitað stóra fréttin hve frábært hráefni ofurkældi fiskurinn í Málmey hefur reynst vera. Við höfum aldrei séð svona hráefni áður. Framhaldið hjá okkur í hvítfiskvinnslunni er að halda áfram tækniþróun í vinnslu á þessu hráefni,“ segir Ingólfur. Samið um nýtt uppsjávar- frystihús á Eskifirði Það verða mikil umsvif á Eskifirði næstu mánuði en nýja uppsjávarfrystihúsið á að komast í gagnið í september. Skaginn hf. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans hf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.