Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 30
30
„Verkefnið er alltaf að gera góðar vélar enn betri og þá erum við að
horfa til margra þátta, bæði afkasta vélanna og getu þeirra, nýt-
ingar hráefnis, jafnframt því sem miklu máli skiptir hvernig útlit
vörunnar er þegar flökin koma úr flökunarvélunum. Þetta er þáttur
sem enn meira er horft til með aukinni vinnslu á ferskvörumark-
aði,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri fiskvinnsluvélafram-
leiðandans Curio í Hafnarfirði en fyrirtækið byggir að stærstum
hluta starfsemi sína á sölu vélbúnaðar fyrir fiskvinnslu á erlendum
mörkuðum. Curio framleiðir flökunarvélar, hausara, roðflettivélar
og brýningarvélar og var á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Bo-
ston í Bandaríkjunum í fyrsta sinn með eigin bás. Þar var nýjasta
gerð af roðflettivél frá Curio sýnd í fyrsta sinn.
Góðar viðtökur vestra
„Við fengum mjög góðar við-
tökur í Boston en við höfum
verið að auka sölu á Bandaríkja-
markaði, bæði á austur- og
vesturströndinni. Stærsta varan
okkar á þessum markaði eru
flökunarvélarnar en höfum
einnig selt hausara og roðfletti-
vélar vestur um haf og þessari
Curio í Hafnarfirði
Ný roðflettivél
kynnt í Boston
Unnið við flökunarvél frá Curio.
Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio.