Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 28
28 „Sá vélbúnaður sem Valka þróaði og setti upp í nýrri vinnslu ÚA á Akureyri á síðustu mánuðum er á margan hátt ný kynslóð af hvít- fiskvinnslubúnaði frá okkur. Þarna erum við að stíga skrefinu lengra í tækni, vinnslumöguleikum og sjálfvirkni,“ segir Ágúst Sig- urðarson, markaðstjóri hátæknifyrirtækisins Völku ehf. í Kópavogi. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum kynnt tæknibúnað til vinnslu á hvítfiski og má segja að vatnsskurðarvél sé þar lykill að meiri afköstum á hráefni, betri nýtingu og meiri gæðum. Skurðar- vélin frá Völku sem komin er í notkun í ÚA segir Ágúst vera þá full- komnustu sem fyrirtækið hefur framleitt en auk hennar hannaði Valka og setti upp afurðaflokkun og fleiri tæknilausnir í nýju húsi ÚA. Ágúst segir umtalsverða gerjun í hvítfiskvinnslu á Íslandi um þessar mundir og hið sama megi raunar segja um löndin hér í Vest- ur-Evrópu. „Í vatnsskurðarvélinni í ÚA erum við að auka enn við afköst og nákvæmni, vélin býður upp á talsvert meiri möguleika í bitaskurði, allt eftir því hvað kaupendur vilja fá. Við getum þannig skorið flakið að vild, bæði lóðrétt og með halla. Myndgreiningarbúnaður vélar- innar er líka enn fullkomnari og til að mynda erum við með bæði leit að beinum fyrir og eft- ir bitaskurð. Vélin sker beingarð sjálfvirkt úr flaki og fjarlægir hann, auk þess hún sker svo- kallað gátubein, öðru nafni þunnildisbein úr flökunum. Það sparar vinnuþátt í forsnyrtingu, eykur vinnsluhraða og bætir nýtingu. Vélin í ÚA sameinar því margar af nýjustu tæknilausn- um sem Valka hefur þróað að undanförnu,“ segir Ágúst. Bitum stýrt sjálfvirkt í mismunandi pökkun Eins og áður segir snúast tækni- nýjungar Völku í vinnslu ÚA ekki aðeins um vatnsskurðar- vélina sjálfa heldur einnig af- urðaflokkunar- og pökkunar- kerfi sem taka við bitunum eftir skurðinn. „Frá vatnsskurðarvélinni og myndgreiningarbúnaði hennar höfum við upplýsingar um hvern einasta bita sem skorinn er, stærð hans og þyngd. Þessar upplýsingar nýtum við til að stýra bitunum inn á afurðaleið- ir. Sumir bitar fara inn á laus- frysti, aðrir í ferska pökkun, enn aðrir í umbúðapökkun og svo framvegis. Allt gerist þetta með sjálfvirkum hætti og þetta er kerfi sem hvergi er annars stað- ar að finna í fiskvinnslum. Í þessum hluta vinnslunnar, líkt Ný kynslóð vatnskurðarvéla frá Völku „Hvítfiskvinnslan að færast fram um áratugi í tækni“ segir Ágúst Sigurðarson, markaðsstjóri Ágúst Sigurðarson, markaðsstjóri Völku. Dæmi um flókið skurðarmynstur sem er mögulegt að skera í vél Völk.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.