Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 25
25 sómasamlega af í þessu. Það hallar víða á þá aðila sem þurfa að treysta á hráefnisöflun án þess að hafa aðgang að auð- lindinni. Nægir þar að nefna tvöfalt verðmyndunarkerfi á afla til vinnslunnar og mismun- andi aðstöðu fyrirtækja til inn- vigtunar afla. Nýfiskur kemur auðvitað úr þessu umhverfi vinnslufyrirtækja með litlar eða engar aflaheimildir á bakvið sig. Þetta er barátta upp á hvern einasta dag – við erum með ákaflega góða fótfestu á mark- aðnum en þurfum klárlega að bæta við okkur aflaheimildum til að hreinlega vera með í sam- keppninni“ Við erum að vinna á mjög kröfuhörðum markaði og ætlast er til að við afhendum fisk allan ársins hring. Það skiptir þá engu máli hvort það séu vond veður eða jól eða páskar, við verðum alltaf að vera með fisk,“ segir Þorsteinn Hillulífið mikilvægt Þegar bátur landar að kvöldi hvort sem er í Sandgerði eða fyrir vestan er fiskurinn kominn til Nýfisks um nóttina og byrjað að slægja sex á morgnana og vinnslan hefst klukkan sjö. Oft- ast verið að vinna þennan glæ- nýja fisk fram eftir degi, hve lengi fer eftir því hve mikið er að fiski. „Við skilum fiski sem var veiddur í gær upp á flugvöll í dag og hann fer af stað til meg- inlandsins síðdegis og er kom- inn í hendur kaupandans um hádegi daginn eftir og jafnvel borðaður um kvöldið. Miklu máli skiptir fyrir kaupandann að fiskurinn hafi ákveðið „hillulíf“ og til að uppfylla þau skilyrði þurfum við að gæta þess að halda kælingu eins mikilli og unnt er í öllu ferlinu frá veiðum á markað. Okkar keppikefli er að afhenda fiskinn sem næst núll gráðunum til að tryggja sem lengst hillulíf,“ segir Þor- steinn. Gríðarlega hörð samkeppni á afurðamarkaðnum En Íslendingar eru ekki einir um hituna. „Samkeppnin er gríðar- lega hörð sérstaklega á þessum árstíma, þegar fiskurinn streym- ir úr Barentshafinu inn á mark- aðina. Norðmenn eru að veiða mjög hátt hlutfall af heildar- þorskkvóta sínum í febrúar og mars. Í fyrra voru brælurnar að gera þeim lífið leitt eins og okk- ur, en núna er veðrið miklu betra og fiskflæðið eftir því. Þetta hittir okkur því verðið við þessar aðstæður lækkar veru- lega – ekki er óalgengt að sjá 20-30% verðlækkun á meðan þetta gengur yfir. Við erum líka að fá færri krónur fyrir evruna en í fyrra vegna styrkingar krón- unnar gagnvart evrunni. Við getum ekki heldur dregið úr vinnslu og framboði við þessar aðstæður, bæði vegna þess að við höfum skuldbundið okkur til að afhenda ákveðið magn ytra og getum heldur ekki sagt eigendum bátanna að loksins þegar aflabrögð verða góð, að nú viljum við ekki fiskinn frá þeim. Við verðum að gera þetta á ársgrundvelli allt saman og við þurfum því bara að þreyja þorrann og góuna. Við sjáum svo væntanlega bjartari tíma hvað varðar afurðaverðið eftir páska þegar framboðið frá Norðmönnum fer að minnka. Við stöndum skrefinu framar en Norðmenn hvað varðar alla meðhöndlun á fiski og það hef- ur skilað okkur ákveðnu forskoti á mörkuðunum það forskot dugar þó ekki til að halda upp verðinu þegar framboðið eykst svona rosalega. Það er hins vegar ekki spurning að Norð- menn eru að bæta sig hvað varðar gæðin og því mun sam- keppnin við þá bara harðna. Þeir búa nú um stundir einnig við hægstæðari þróun gengis- mála fyrir útflutninginn en við.“ Erfiður markaður fyrir aukaafurðir Þorsteinn segir stöðu mála í Nígeríu einnig hafa áhrif. „Það er svo annað, sem gerir okkur erfitt fyrir, að markaðurinn fyrir hausa og þurrkaðar afurðir í Nígeríu er nánast lokaður. Fyrir vikið hefur verð á hausum og hryggjum hrunið og það hefur bein áhrif á afkomuna hjá okk- ur. Hausarnir og hryggirnir frá okkur fara nú til nágranna okkar í Skinnfiski sem vinnur úr þeim loðdýrafóður en verðið er mun lægra en greitt var fyrir hráefnið til þurrkunar þegar þeir mark- aðir voru í lag. Ég hugsa að margir sjái nú fram á það að þurfa að farga þessu með tölu- verðum kostnaði. Allt innvols, hausar og bein hafa undanfarin ár verið að hækka verulega í verði sem hefur stutt mjög við afkomuna í þessari grein en nú hefur verðið hríðfallið. Þorsklif- ur er dæmi um afurð sem hækkað hefur verulega í verði á undanförnum fáum árum. Blik- ur eru á lofti á lifrarmörkuðun- um vegna lokunar markaðsins í Rússlandi.. Við erum því að sjá svolítið leiðinlega þróun í þess- um svokölluðu aukaafurðum núna. Iðnaðurinn hefur undan- farin ár lifað gósentíð í þeim efnum sem hefur haft mjög já- kvæð áhrif á afkomuna, en nú er að fjara undan því og þetta telur beint inn í afkomuna,“ segir Þorsteinn Magnússon. Við stöndum Norðmönnum mun framar í meðhöndlun á ferskum fiski og njótum ákveðins forskots vegna gæðanna. Glæsilegir þorskhnakkar streyma í gegnum kerfið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.