Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 10
10 „Í öllum aðalatriðum hefur verkefnið gengið eftir eins og væntingar stóðu til. Eins og við mátti búast í svona þróunar- verkefni hafa fengist á þessu fyrsta ári í útgerð skipsins með þessum búnaði svör við ýmsum spurningum og nýjar vaknað sem ekki sáust fyrir. En það meginatriði að gera skipið út án þess að notaður sé ís til kæl- ingar hefur gengið eftir,“ segir Gylfi Guðjónsson, útgerðar- stjóri FISK Seafood á Sauðár- króki en eitt ár er nú liðið síðan fyrirtækið breytti frystitogara sínum, Málmey SK, í ískfiskskip. Það sem frábrugðið er öðrum slíkum í flotanum er að enginn ís er notaður til kælingar um borð heldur er vinnslukerfi skipsins þannig upp byggt að fiskurinn er kældur niður í mín- us eina gráðu áður en hann fer niður í lest og þar helst hann í því hitastigi og raunar allt þar til aflinn er unninn í landi. Úr frystingu í ofurkælingu Vinnslubúnaður skipsins er hannaður og smíðaður af fyrir- tækjunum Skaganum hf. á Akranesi og 3X Tecnology á Ísa- firði og er um að ræða þriggja þrepa kælikerfi, svokallaða Ro- tex blóðgunar- og kælitanka frá 3X Tecnology og ofurkælingar- tækni sem Skaginn hefur þróað fyrir flakavinnslu á síðustu ár- um. Markmiðið með aukinni og betri kælingu hráefnisins úti á sjó er fyrst og fremst sú að auka hráefnisgæðin og skapa þannig meiri tækifæri í gæðafram- leiðslu fyrir landvinnsluna. Hjá FISK Seafood hf. á Sauð- árkróki eru að stærstum hluta framleidd léttsöltuð þorskflök fyrir Spánarmarkað en auk þess er í vinnslu fyrirtækisins unnið úr ufsaafla Málmeyjar en aðrar tegundir eru seldar á fiskmörk- uðum. Afli Málmeyjar SK var á síðasta ári 6.300 tonn, þ.e. frá því skipið hóf veiðar í byrjun febrúar eftir breytingar og fram til áramóta. Af þessum afla voru 4.300 tonn þorskur. Minna los í fiskinum „Bæði hefur aðgerðarlínan um borð virkað mjög vel, sem og kælingin á fiskinum. Hráefnið hefur verið mjög gott í vinnsl- unni, fiskurinn verið stífur og Góð reynsla af ofurkælingunni í Málmey SK Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri FISK Seafood. Ú tg erð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.