Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 14
14 auka enn frekar hlutfall ferskra afurða í framleiðslu sinni á komandi árum. Engu að síður sé markaður fyrir frystar afurðir sterkur og engin ástæða sé til að ætla annað en hann verði til staðar í framtíðinni enda mik- ið framleitt af allt kyns fiskréttum og brauð- uðum afurðum úr frosnum fiski. Gestur segir Samherja nýta sér öll tæki- færi sem gefist í flutningum frá landinu, hvort heldur er á sjó eða landi. „Frá Samherja fara ferskar afurðir á er- lenda markaði alla daga ársins. Við seljum bæði á Evrópumarkað og á Ameríkumark- að en sá síðarnefndi hefur vaxið hjá okkur síðustu ár, bæði í ferskum og frosnum af- urðum. Bæði kemur til aukinn áhugi á þess- um markaði til viðbótar við hagstæða gengisþróun á síðustu árum. Ameríku- markaður er gríðarlega stór og í gegnum árin höfum við alltaf haldið tryggð við hann þó um tíma hafi vöxturinn verið meiri í Bretlandi og á meginlandi Evrópu,“ segir Gestur. Meirihluti útflutnings ferskra afurða frá landvinnslu Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu er fluttur út með fraktskipum en einnig notfærir fyrirtækið sér siglingar Norrænu, auk bæði flutninga- og farþegaflugs. „Við fylgjumst því vel með þróun í flug- samgöngum frá landinu og skoðum öll tækifæri sem opnast með nýjum áfanga- stöðum flugfélaganna erlendis.“ Þarfir markaðarins ráða ferðinni Fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Sam- herji er þjónar eðli máls samkvæmt stórum hópi viðskiptavina erlendis á degi hverjum. „Að uppistöðu til eru þetta sömu við- skiptavinir sem við höfum þjónustað árum og áratugum saman,“ segir Gestur og legg- ur áherslu á hugtakið þjónustu í þessu sam- hengi. Hann segist líta svo á að með fram- leiðslu sinni sé Samherji að veita þjónustu á hverjum degi, vinna með viðskiptavinum og verða við þeirra óskum og þörfum um vörur. Miklu skipti að hafa allt ferlið á einni hendi, frá veiðum til lokafrágangs fiskafurð- anna. „Oft er talað um ferilinn í sjávarútvegi frá Vatnsskurðarvélin frá Völku er sú stærsta og fullkomnasta sem fyrirtækið hefur framleitt. Frosnir hnakkabitar eru einn af mörgum afurðaflokkum sem pakkað er í nýja húsinu hjá ÚA. Þetta er dæmi um afurð sem síðan fer í áframvinnslu erlendis.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.