Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 6
6
Langur vetur er að kveðja og við tekur vor og hækkandi sól. Smá-
bátunum fjölgar nú verulega á grunnslóðinni, grásleppuvertíð
stendur sem hæst og fyrsti mánuður strandveiða er hafinn. Það er
mikill fiskur í sjónum, sér í lagi sýna mælingar að þorskstofninn er
nú sterkur og vísbendingar eru um að ýsustofninn fari aftur að rétta
úr kútnum. Smábátaútgerðin er mikilvægt útgerðarform, bæði út
frá byggðarlegum sjónarmiðum og nýtingu auðlindarinnar. Vissu-
lega gilda mörg þau sömu lögmál í þeim hluta greinarinnar og öðr-
um að markaðurinn getur miklu ráðið um hvernig gengur frá ári til
árs. Vel fiskast nú af grásleppunni annað árið í röð og eins og Stein-
dór Árnason, trillukarl í Skagafirði bendir á í viðtali hér í blaðinu, þá
kann þessi góði afli að hafa áhrif til verðlækkunnar á afurðum, of-
framboðs og þar með lakari afkomu trillukarla sem þessar veiðar
stunda. Þannig hefur þetta raunar alltaf verið og verður. Nýhafnar
strandveiðar hafa fest sig í sessi sem hluti af smábátaútgerðinni. Í
mörgum tilfellum hafa þær brúað ákveðin bil í útgerð smábáta,
styrkt grunninn og gert mörgum litlu útgerðanna kleift að lifa af.
Þegar þetta kerfi var á sínum tíma sett á var ekki laust við að ein-
hvers konar gullgrafaraæði gripi um sig. Skyndilega ætluðu allir að
róa á sjó og mokgræða, líkt og útgerð smábáts sé eitthvert smámál.
Að sama skapi heyrðist líka fljótt af mörgum sem áttuðu sig á raun-
veruleikanum. Árangur í strandveiði byggist á bæði þekkingu, drif-
krafti, útsjónarsemi, góðri aflameðferð og vönduðum vinnubrögð-
um í hvívetna. Það vita þeir sem til þekkja.
Í Ægi er fjallað um áhugavert erindi sem Þorsteinn Már Baldvins-
son, forstjóri Samherja, flutti á dögunum þar sem hann bar saman
íslenskan og norskan sjávarútveg. Hann benti á mörg atriði því til
vitnis að íslenskur sjávarútvegur sé í fremstu stöð og komst einfald-
lega að þeirri niðurstöðu að enginn geri meiri verðmæti úr fiski en
Íslendingar.
„Ísland flutti út 118.000 tonn þorskafurðum árið 2014 fyrir um 90
milljarða króna, 4,8 milljarða norskra króna á gengi ársins 2014.
Tæp 20% þess voru lítið unnar afurðir og við erum að fá um 22
krónur norskar fyrir kvótakílóið miðað við aðgerðan fisk. Það er
þriðjungi meira en í Noregi. Norðmenn fluttu út 270.000 tonn af
þorskafurðum árið 2014 að verðmæti 7,2 milljarðar norskra króna.
90% af því voru lítið unnin og fyrir vikið eru þeir aðeins að fá um 15
krónur norskar úr kvótakílóinu,“ sagði Þorsteinn.
Þorsteinn bar einnig saman skattlagningu á greinina í löndun-
um tveimur og taldi að raddir yrðu háværar í Noregi ef jafn há gjöld
ætti að leggja á sjávarútveginn þar í landi og hér. „Ég tel að við get-
um verið verulega stoltir af því að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru
að borga verulegar upphæðir til samfélagsins,“ segði hann meðal
annars og fjallaði um þátt íslensku tækni- og þjónustufyrirtækjanna
í þróun greinarinnar og fleiri þætti. Lokaorð hans voru hvatning um
að í greininni haldi menn vöku sinni og stolti. „Við eigum skilið að
njóta sannmælis stjórnmálamanna, en við verðum að vera stolt og
ánægð með okkur, kassann fram, til að aðrir verði líka ánægðir með
okkur.“
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Eigum að vera stolt af
sjávarútveginum
R
itstjórn
a
rp
istilll
Vökvakerfislausnir
Vökvadælur, vökvamótorar
og stjórnbúnaður
Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
www.danfoss.is
Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður
er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu
skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar
hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum
sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan
og skilvirkan búnað.
Út gef andi:
Athygli ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
Sími 515-5220. GSM 899-9865.
Net fang: johann@athygli.is
Aug lýs ing ar:
Augljós miðlun. Sími 515-5206.
GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Sími 515-5200.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5900 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205
ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.