Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 31
31
Næstu fjögur árin þar á eftir fór
vísitalan lækkandi og mældist
nú svipuð því sem verið hefur
frá 2010.
Lengdardreifing ýsunnar
sýnir að 30-58 cm ýsa er undir
meðaltali í fjölda, en stærri ýsa
er yfir meðaltali. Lengdardreif-
ing og aldursgreiningar benda
til að árgangurinn frá 2014 sé
sterkur, en hann kom í kjölfar
sex lélegra árganga. Fyrsta
mæling á árgangi 2015 bendir
til að hann sé undir meðal-
stærð. Ýsan veiddist á land-
grunninu allt í kringum landið
en meira fékkst af ýsu fyrir
norðan land en sunnan. Breyt-
ing varð á útbreiðslu ýsunnar
fyrir rúmum áratug, en árin
1985-1999 fékkst alltaf meira af
ýsu við sunnanvert landið.
Meðalþyngd ýsu eftir aldri
hefur farið vaxandi á undan-
förnum árum og mældist nú
um og yfir meðaltali.
Magn fæðu í ýsu var minna
en undanfarin ár. Loðna var
rúmlega helmingur af fæðu
stærstu ýsunnar, en smærri ýsa
étur minna af loðnu en hlut-
fallslega meira af botndýrum
svo sem slöngustjörnum og
burstaormum.
Gullkarfi og steinbítur í sókn
Gullkarfi fékkst víða en mest
djúpt út af Faxaflóa, Breiðafirði
og sunnanverðum Vestfjörð-
um.
Vísitala gullkarfa í marsralli
hefur farið hækkandi frá 2008
og mælingar síðustu sjö ára
hafa verið þær hæstu frá 1985. Í
seinni tíð hefur sífellt minna
fengist af smákarfa undir 30
cm.
Stofnvísitala steinbíts hefur
hækkað síðustu þrjú ár eftir að
hafa verið í lágmarki árin 2010-
2013. Fjöldi 15-65 cm steinbíts
var undir meðaltali en magn
steinbíts stærri en 65 cm var
hins vegar yfir meðaltali. Stein-
bítur fékkst víða, en mest á
Vestfjarðamiðum eins og oftast
áður.
Smálúða vaxandi
Vísitölur langlúru og þykkva-
lúru fóru lækkandi fyrstu árin í
marsrallinu en hækkuðu á ár-
unum eftir aldamót. Vísitala
langlúru mældist svipuð og
undanfarin fimm ár en vísitala
þykkvalúru hefur verið sveiflu-
kennd og lækkandi frá árinu
2006.
Vísitala lúðu í stofnmæling-
unni hrundi á árunum 1986-
1990 og hefur haldist lág síðan.
Mjög lítið fékkst af lúðu í mars-
ralli árin 2008-2014 og stofn-
vísitalan þessi ár var um 20
sinnum lægri en árin 1985-
1986. Síðustu tvö ár hefur orðið
vart við vaxandi magn af smá-
lúðu og hækkandi vísitölu má
rekja til lúðu sem nú er 50-70
cm löng.
Stofnvísitala skarkola hefur
smám saman farið hækkandi
frá því hún var í lágmarki á ár-
unum 1997-2002. Vísitalan nú
er þó aðeins um helmingur
þess sem hún var að meðaltali
fyrstu fjögur ár stofnmælingar-
innar.
Vísitölur sandkola og skráp-
flúru hafa verið lágar í undan-
farinn áratug og svo var einnig
í stofnmælingunni ár.
Aðrar algengar tegundir
Mikið fékkst af grásleppu í
marsralli á árunum 1985-1990,
en um helmingi minna næstu
tíu árin. Upp úr aldamótum fór
stofnvísitalan hækkandi en
lækkaði síðan aftur til ársins
2013. Vísitala grásleppu hefur
síðan hækkað og mældist nú
svipuð og í fyrra.
Stofnvísitala hlýra fór hækk-
andi frá 1990-1996 en hefur
lækkað mikið síðan þá. Vísitölur
áranna 2010-2016 eru þær
Útbreiðsla þorsks í marsralli árin 1985, 1995, 2005 og 2016.
Útbreiðsla ýsu í marsralli árin 1985, 1995, 2005 og 2016.