Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 15
15 Aukin þjónusta við sjávarúteginn Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilanda- sviðs Samskipa, segir tilkomu kæligeyslunnar Svölu auka verulega þá þjónustu sem fyrir- tækið geti veitt fiskiðnaðinum. „Við vorum í samstarfi við fisk- markaðinn í Hafnarfirði varð- andi kæliþjónustu fyrir ferskan fisk en í Svölu höfum við sam- einað í rúmgóðu húsnæði bæði geymslu á ferskum fiski sem er á leið til vinnslu og geymslu á ferskum fiskafurðum og söltuð- um á leið þeirra til kaupenda er- lendis,“ segir Guðmundur Þór en húsnæði Svölu er í raun tví- skipt; annars vegar 900 fer- metra geymslusalur fyrir fersk- an fisk og hins vegar 300 fer- metra afurðakælir fyrir saltfisk. Auk þess að reka kæli- geymsluna Svölu við Sunda- höfn ráða Samskip yfir rúm- góðri frystigeymslu á athafna- svæði sínu þar sem fiskafurðir eru einnig stór hluti þeirra vara sem þar fara í gegn. Guðmund- ur Þór segir kröfur um bætta vörumeðhöndlun almennt hafa verið hvatann að því að þjón- ustu Svölu var komið upp á svæði fyrirtækisins við Sunda- höfn. „Það eru almennt gerðar meiri kröfur til meðhöndlunar á matvælum en var fyrir fáum ár- um og þær munu vafalítið halda áfram að aukast. Með Svölu erum við að bregðast við þessum kröfum og styðja gæðaáherslur í sjávarútvegin- um. Þetta er jákvæð þróun,“ segir Guðmundur Þór. Góð reynsla af ferksfiskflutningunum Aðspurður segir Guðmundur Þór að ferskfiskflutningar séu nokkuð stöðugir hvað magn varðar milli ára. „Stærsta breyt- ingin á síðari árum er sú að við vorum að flytja mikið út af óunnum ísuðum fiski í körum til Bretlands þar sem fiskurinn fór í vinnslu. Þetta hefur nánast al- veg lagst af og þess í stað er kominn flutningur á ferskum flökum sem við flytjum út í gámum. Sem er auðvitað já- kvæð þróun því þetta þýðir að vinnslan á þessum fiski hefur þá færst hingað heim,“ segir hann. Stærstur hluti þeirra fersku fiskafurða sem Samskip flytja til Bretlands fer á land í Imming- ham, sem er fyrsta viðkomu- höfnin eftir siglinguna frá Ís- landi. Sá fiskur sem fer áfram til meginlands Evrópu fer frá Imm- ingham með flutningabílum til Bologne í Frakklandi en þar er stór dreifingarmiðstöð fyrir ferskan fisk og áframhaldandi flutningsleiðir út um alla Evr- ópu. „Ástæðan fyrir því að fiskur- inn er fluttur með þessum hætti áfram til Frakklands er fyrst og fremst tímasparnaðurinn. Fisk- ur sem fer t.d. héðan út úr hús- næði Svölu er kominn eftir fjóra til fimm daga til Frakklands. Reynslan sem komin er á fersk- fiskflutninga með kæligámum er mjög góð. Flugið hefur styttri flutningstíma fram yfir sigling- arnar en aftur á móti getum við flutt mun meira magn,“ segir Guðmundur Þór. Þó umtalsvert magn af fersk- um fiskafurðum sem Samskip flytja erlendis hafi viðkomu í kæligeymslunni Svölu þá er ekki um að ræða nema hluta af magninu þar sem Samskip hafa viðkomum á nokkrum höfnum á norður og austursvæði lands- ins og safna þannig vörum áður en haldið er beint út. „Skip okk- ar hafa viðkomu á Ísafirði, Sauð- árkróki, Akureyri, Húsavík og Reyðarfirði og taka fyrst og fremst fisk frá framleiðendum sem síðan fer þá beint til Evr- ópu. Þetta er liður í því að bjóða framleiðendum eins stuttan tíma í sjóflutningum og mögu- legt er,“ segir Guðmundur Þór. Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs Sam- skipa. www.isfell.is Hnífar og brýni í miklu úrvali Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.