Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 33
33
Athygli ehf. hefur tekið við út-
gáfu vefmiðilsins kvotinn.is,
sem sérhæfir sig í skrifum um
sjávarútveg. Ritstjóri kvótans
verður sem fyrr Hjörtur Gísla-
son en Jóhann Ólafur Halldórs-
son ritstjóri Ægis og fleiri
blaðamenn Athygli munu einn-
ig koma að skrifum inn á vef-
inn. Hjörtur mun jafnframt
skrifa viðtöl og greinar í Ægi og
Sóknarfæri sem Athygli gefur
út. Auk kvótans heldur Athygli
úti enskri vefsíðu um íslenskan
sjávarútveg, icefishnews.com.
Vilja ekki allir meiri kvóta?
„Ég er mjög ánægður með þær
breytingar sem nú eru að ganga
yfir hjá mér og þakka um leið
Ólafi M. Jóhannessyni útgef-
anda þá djörfung að ráðast í út-
gáfu kvotans.is á sínum tíma og
fá mig til liðs við sig en hann
einbeitir sér nú að glæsilegri
sjávarútvegssýningu sem hann
stendur fyrir í haust, Iceland Fis-
hing Expo 2016. Það voru
ákveðin tímamót á sínum tíma
að hefja störf við útgáfu
fréttavefjar um sjávarútveg, þó
viðfangsefnið sem slíkt væri mér
mjög vel kunnugt. Það eru líka
ákveðin tímamót að ganga nú
til liðs við öflugt útgáfufyrirtæki
og styrkir það útgáfu kvotans.is
til framtíðar að verða hluti af At-
hygli í fjölbreyttri útgáfu. Ég sé
fyrir mér að kvotinn.is muni efl-
ast og dafna í góðum félagsskap
og það þykir mér mjög vænt
um. Vilja ekki allir fá meiri
kvóta?,“ segir Hjörtur Gíslason.
Nýtt útlit á vefnum
„Það er mikill fengur fyrir okkur
í Athygli að fá Hjört Gíslason til
starfa og við ætlum okkur að
efla og styrkja kvotann.is sem
ómissandi vef fyrir alla þá sem
vilja fylgjast með í íslenskum
sjávarútvegi.
Hjörtur er að öðrum ólöstuð-
um einn reyndasti blaðamaður
landsins á sviði sjávarútvegs, en
hann hefur skrifað um útveginn
í meira en þrjá áratugi. Lengst af
var hann á Morgunblaðinu, fast-
ráðinn frá 1980 til 2008 og þar
ritstýrði hann meðal sérblaðinu
Úr verinu á árunum 1990 til
2005,“ segir Valþór Hlöðversson,
útgáfustjóri Athygli ehf.
Um leið og Athygli tekur yfir
rekstur kvotans.is fær vefurinn
nýtt útlit og efnistök verða enn
fjölbreyttari en verið hefur. „Hjá
Athygli tekur við
útgáfu kvotans.is
Hjörtur Gíslason, ritstjóri vefmiðilsins kvotinn.is
F
réttir