Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 25

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 25
25 S tra n d v eiða r S m á b á ta r Leyfilegur afli í strandveiðum þetta sumarið er 9.000 en hefja mátti veiðarnar þann 2. maí síð- astliðinn. Þetta er aukning um 400 tonn frá í fyrra. Ennfremur breytti sjávarútvegsráðuneytið aflahlutföllum milli svæða fyrir þetta tímabil. Þannig hækkar viðmiðun á svæði A um 550 tonn og á svæði B um 50 tonn. Á svæði C er aflaviðmiðun óbreytt en lækkar á svæði D um 200 tonn. Reglugerðin er að öðru leyti óbreytt frá síðasta sumri. Eins og áður segir var heimilt að hefja strandveiðar mánudaginn 2. maí en veiðitímabilinu lýkur þann 31. ágúst. Veiðarnar eru heimilaðar á þessum tíma frá mánudegi til fimmtudags, að báðum meðtöldum. Hver veiði- ferð má ekki standa lengur en 14 klukkustundir og er þá mið- að við tímann frá því bátur læt- ur úr höfn til veiða og þar til hann kemur til hafnar til lönd- unar. Ein veiðiferð er leyfileg á hverjum degi. Hámark afla í hverri veiðiferð er 650 kg í þorskígildum talið af kvóta- bundnum tegundum. Veiðisvæði eru sem fyrr fjög- ur talsins. Svæði A nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi að Súða- víkurhreppi, svæði B frá Strand- abyggð að Grýtubakkahreppi, svæði C frá Þingeyjarsveit að Djúpavogshreppi og svæði D frá Hornafirði að Borgarbyggð. Hvað er betra en að fá þá sem kunna til verka til að sýna hvernig gott verk er unnið? Þannig spyrja Matís og Lands- samband smábátaeigenda sem blásið hafa til samkeppni meðal sjómanna um að sýna í máli og myndum hvað þarf til svo fyrsta flokks afli berist að landi. Sam- félagsmiðlar verða nýttir til að sýna frá störfum sjómanna og munu sjómennirnir sjálfir sjá um myndir og texta. Þetta verkefni verður þannig framkvæmt að í lok hvers mán- aðar, maí, júní, júlí og ágúst verður einn sjómaður valinn sem þykir hafa skilað besta og jákvæðasta efninu. Eingöngu verður lagt mat á myndirnar og textann og mun það verða í höndum Matís og LS að velja úr aðsendum og birtum myndum. „Markmið verkefnisins er að auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skiptir að stunda vönduð vinnubrögð. Nauðsynlegt er að sýna neyt- endum með jákvæðum hætti að vel sé að verki staðið og að unnið sé með ábyrgum hætti að að sjálfbærri nýtingu okkar sameiginlegu auðlindar,“ segir í upplýsingum frá Matís um verk- efnið. Aflamark í strandveiði aukið um 400 tonn Matís og Landssamband smábátaeigenda Samkeppni í sumar um jákvætt efni frá sjómönnum „Nauðsynlegt er að sýna neytendum með jákvæðum hætti að vel sé að verki staðið,“ segir í upplýsingum frá Matís um samkeppnina.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.