Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 14
14 Hundruð tonna af fiski fara um kæligeymsluna Svölu á nóttunni þegar fiskur er á leið af mörkuðum úti á landi til fiskvinnsla á suðvesturhorni lands- ins. Á athafnasvæði sínu við Sundahöfn hafa Samskip tekið í notkun stóra kæligeymslu fyrir ferskan fisk og saltfisk. Með þessari nýju aðstöðu eykur fyrirtækið enn frekar þjónustu sína í sjávarútvegi, bæði við útflytjendur, útgerðir, fiskmarkaði og vinnsluaðila en í Svölu hefur fiskur bæði viðkomu á leið sinni frá veiðiskipi til vinnslu og einnig sem fullunnin afurð á leið til erlendra kaupenda. Segja má að Svala sé í mestu fjöri þegar stór hluti lands- manna sefur því seint á kvöldin og fram eftir nóttu koma flutn- ingabílar Landflutninga utan af landi, lestaðir fiski frá fiskmörk- uðunum og er farmurinn losað- ur inn á gólf í kæligeymslur Svölu. Snemma að morgni er fiskurinn síðan lestaður á aðra bíla og fluttur áfram til kaup- enda á suðvesturhorni landsins. Hundruð tonna af fiski geta því farið um sali Svölu á hverri nóttu. Raunar er ekki langt liðið á nóttu þegar fyrstu bílar fara lestaðir frá Svölu til fiskkaup- enda þar sem margar vinnslur hefja sína starfsemi kl. 6 á morgnana og þurfa því að vera komnar með sitt hráefni í hús þegar vinnudagurinn hefst. Kæligeymslan Svala í fullu fjöri á nóttunni! Ný þjónusta Samskipa við Sundahöfn Þ jón u sta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.