Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 34

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 34
34 okkur í Athygli starfar hópur reyndra blaðamanna og allir munu leggjast á eitt við að skrifa fjölbreytt og fróðlegt efni um þessa höfuðatvinnugrein þjóð- arinnar undir stjórn Hjartar,“ segir Valþór ennfremur. Fjölbreyttur ferill Hjörtur hefur skrifað nokkrar viðtalsbækur við útgerðarmenn og sjómenn, m.a. ævisögu Soff- aníasar Cecilssonar og bókina Undir straumhvörfum, sögu Fiskifélags Íslands ásamt Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi. Þá sat hann í ritnefnd vegna síldarsögu Íslands, Silfur hafsins – Gull Ís- lands og ritaði einn kafla í þeirri bók. Hann hefur skrifað mikinn fjölda greina í innlend og erlend blöð og tímarit um íslenskan sjávarútveg og var um tíma rit- stjóri á Útvegsblaðinu. Hjörtur er kvæntur Helgu Þórarinsdótt- ur og búa þau í Grindavík. Daglegar heimsóknir á kvotann.is sýna hversu víðlesinn miðillinn er í íslenskum sjávarútvegi. Að undanförnu hafa þeir skip- verjar á Hafdísi SU 220 frá Eski- firði verið að fiska vel. „Þetta hefur verið mjög fínt eftir hrygningarstoppið. Þá þurftum við að sækja langt, út á 30 mílur og fiskiríið var ekkert sérstakt. Nú er það miklu betra og uppi- staða aflans er þorskur,“ segir Andrés Pétursson, skipstjóri Hafdísi. Um borð í Hafdísi er beitn- ingarvél og lagðir 17.000 til 17.500 krókar daglega. Nú leggja þeir línuna rétt við Reykjanesið, um 20 mínútna stím frá Grindavík. Andrés segir að landað sé daglega, ýmist í Sandgerði eða Grindavík yfir veturinn, en frá því í maí og fram í desember halda þeir sig fyrir austan. Fiskurinn fer að langmestu leyti til vinnslu hjá Eskju í Hafnarfirði, þar sem hann er flakaður og sendur ut- an með flugi. Veiðiferðin byrjar á því að línan er lögð og tekur það um tvo tíma. Þeir taka svo oft bauju, einn til þrjá tíma og jafn- vel lengur, áður en þeir byrja að drags línuna. Það tekur fjóra til átta tíma að draga og þá er haldið í land með aflann. „Þetta er góður bátur og góð áhöfn og útgerð og geng- ur því bara nokkuð vel. Við er- um með góðan kvóta og getum því beitt okkur nokkuð vel við veiðarnar,“ segir Andrés. Í áhöfn Hafdísar eru 6 manns, fjórir um borð hverju sinni og tveir í frí. Teknir eru 10 dagar í beit og frí eftir það í fimm. Sautján þúsund krókar í lögn Andrés Pétursson, skipstjóri á Hafdísi SU, landar afla dagsins. Myndir: Hjörtur Gíslason Kristinn Arnberg Kristinsson á krananum í lönduninni. L ín u v eiði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.