Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 32
32 lægstu frá upphafi. Lítið fékkst af hlýra undir 50 cm líkt og undanfarin ár. Vísitala keilu hefur haldist há frá árinu 2004, líkt og var árin 1985-1992. Vísitalan í ár saman- stendur að mestu af 45- 65 cm keilu, en keila á lengdarbilinu 15-35 cm var einnig áberandi. Vísitala löngu hækkaði á ár- unum 2003-2007 eftir að hafa verið í lágmarki áratuginn þar á undan. Stofnvísitalan 2016 er há líkt og undanfarinn áratug, en lítið mældist af löngu undir 50 cm. Skötuselurinn í öldudal Magn skötusels hefur ekki mælst minna frá árinu 2002, en er samt meira en fyrstu 15 ár stofnmælingarinnar. Allir ár- gangar skötusels frá 2008 hafa mælst slakir í samanburði við árgangana frá 1998-2007 og fyrsta mæling á árganginum frá 2015 bendir til að hann sé lítill. Stofnvísitala ufsa hækkaði lítið eitt frá fyrra ári og er nú svipuð og að meðaltali undan- farinn áratug. Hækkun vísitöl- unnar í ár má rekja til óvenju mikils magns af ufsa sem er um 50 cm langur. Taka þarf vísitöl- um ufsa með þeim fyrirvara að þær ráðast oft af miklum afla í stökum togum og staðalfrávik mælinganna eru þá há. Suðlægar tegundir gera vart við sig Upp úr aldamótum fór magn ýmissa suðlægra tegunda í marsralli vaxandi við sunnanvert landið, m.a. silfurkóði, svart- gómu og litlu brosmu. Af þeim fengust aðeins stakir fiskar fyrstu 15 árin en árin 2010-2014 var fjöldi þeirra talinn í hundr- uðum. Mjög lítið fékkst af silfur- kóði í ár, en svartgóma og litla brosma virðast hafa fest sig í sessi. Hár hiti við botninn Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undan- farin ár. Í hlýsjónum við sunn- an- og suðvestanvert landið var botnhiti þó í lægri kantinum miðað við árin 2003-2014. Við Vestfirði var hitastig lítið eitt hærra en árin 2014 og 2015, en lægra en fjögur ár þar á undan. Við norðan og norðaustanvert landið var botnhiti nálægt meðaltali hlýju áranna frá 1996. Eitt af síðustu verkum Sigurð- ar Inga Jóhannssonar í emb- ætti sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra var að auka aflaheimildir Íslands í kol- munna á yfirstandandi ári um rúm 39 þúsund tonn. Það þýðir að leyfilegur heildarafli verður 163.570 tonn, sem er aukning um 30% milli ára. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins byggði fyrri ákvörðun í desember sl. um 126 þúsund tonna heildarafla Íslands á þeim fyrirvara að ráðgjöf Alþjóða hafrannsókn- arráðsins (ICES) væri fylgt af öllum þjóðunum. Haldið væri óbreyttri hlutdeildarskiptingu samkvæmt eldri samningi strandríkjanna Íslands, Evr- ópusambandsins, Noregs og Færeyja frá árinu 2006, sem auk þess geri ráð fyrir ákveðn- um hlut til Rússlands og Grænlands sem úthafsveiði- þjóða. Nú liggi fyrir ákvarðanir hinna strandríkjanna um heildarafla þeirra á árinu 2016, sem sé umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Ákvörðun Íslands um aukn- ingu aflaheimilda taki mið af þeirri staðreynd. Kolmunnakvótinn aukinn um 30% Veiðar á kolmunna eru mörgum útgerðum hér á landi mjög mikil- vægar, ekki síst í ljósi dræmrar loðnuvertíðar í vetur. F réttir Litið yfir lengra tímabil sést að ýsan hefur verið að færa sig meira norður fyrir land en áður var.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.