Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 23
23
„Fyrirtækið Umbúðamiðlun ehf. fagnar á þessu ári 20 ára afmæli
en það var á sínum tíma stofnað af fiskmörkuðunum til að þjónusta
fiskmarkaði og útgerðir og halda utan um miðlun umbúðanna.
Fyrsta stóra útgerðarfyrirtækið til að leigja ker af Umbúðamiðlun
var Grandi hf. en segja má að flestar stærri útgerðir landsins hafi
leigt af okkur ker síðan þá. Það eru sárafáir í sjávarútveginum í dag
sem velja að eiga sín eigin ker því kostirnir við þetta leigukerfi eru
svo ótvíræðir,“ segir Ólafur E. Ólafsson, framkvæmdastjóri Um-
búðamiðlunar ehf. í Hafnarfirði.
Þegar fiskiker ber fyrir augu
við sjávarsíðuna, um borð í
fiskiskipum eða á fiskmörkuð-
um eru yfirgnæfandi líkur á að
þau séu í eigu Umbúðamiðlun-
ar ehf. enda á fyrirtækið 80 þús-
und ker sem það er með í út-
leigu.
„Útgerðirnar sjá þann kost
við þetta fyrirkomulag að það
er í okkar höndum að hafa eftir-
lit með keraeign þeirra og þau
geta þannig fyrirhafnarlítið ráð-
stafað sínum afla, hvort heldur
er í útflutning, til vinnslna eða á
fiskmarkaði. Við sjáum til þess
að útgerðirnar hafi alltaf að-
gang að kerum þegar þær
þurfa á að halda, rekum þvotta-
stöðvar og sjáum um að gera
við skemmd ker. Við erum
þannig á vaktinni í þjónustu
við sjávarútveginn allan ársins
hring,“ segir Ólafur.
Eykur sveigjanleika útgerðanna
Mjög náið samstarf er milli Um-
búðamiðlunar og flutningsaðila
á sjó og landi en þeir síðar-
nefndu sjá til þess að viðkom-
andi útgerð fái tóm ker í stað
þeirra sem tekin eru. Mikið
magn af fiski er flutt á þjóðveg-
um landsins á hverjum degi
milli landshluta, frá útgerðum
og fiskmörkuðum til vinnsluað-
ila. Þar sem stærstur hluti ker-
anna er losaður hjá vinnsluaðil-
um á suðvesturhorni landsins
rekur Umbúðamiðlun tvær
þvottastöðvar á því svæði; aðra
í Sandgerði og hina í Hafnar-
Hjá Fiskmarkaði Suðurnesja er ný og fullkomin þvottavél fyrir kerin, önnur tveggja keraþvottavéla sem Umbúðamiðlun rekur á suðuvesturhorni
landsins.