Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 19
19
verkunina og ég er ekki sann-
færður um að það sé gott fyrir-
komulag fyrir okkur, ég er ekki
frá því að þetta hafi leitt til
verðlækkunar á hrognunum.
Vissulega hafa Grænlendingar
komið í auknum mæli inn á
markaðinn á undanförnum ár-
um og það hefur sitt að segja
en hins vegar má segja að þeir
hafi komið inn á markaðinn í
stað veiðanna við Nýfundna-
land, sem hafa lagst af. Veiðarn-
ar hjá okkur hafa gengið mjög
vel núna í vor, það virðist vera
óvenju mikið af grásleppu
núna. En ljósið af þessari góðu
veiði getur auðveldlega dofnað
hratt ef veiðarnar verða það
miklar að við lendum í offram-
boði sem mögulega gæti leitt
til enn meira verðfalls á næsta
ári. Reyndar hafa í gegnum tíð-
ina alltaf verið miklar sveiflur í
þessu en vonandi tekst að
koma á jafnvægi milli framboðs
og eftirspurnar. Gallinn er hins
vegar sá að markaður fyrir grá-
sleppuhrogn hefur verið að
minnka aðeins og það hjálpar
ekki. Fyrir tíu til fimmtán árum
var heimsmarkaðurinn í hrogn-
um um 30 þúsund tunnur en
núna er hann kominn niður í
21-22 þúsund tunnur.“
Vertíðarstemning á grásleppunni
Hvað sem líður bollaleggingum
um verð á grásleppuhrognum
segir Steindór að þessi veiði-
skapur sé alltaf jafn skemmti-
legur, þetta sé ákveðin vertíðar-
stemning. Grásleppan haldi sig
að stærstum hluta á sama
svæði í Skagafirðinum frá ári til
árs en þó séu alltaf einhverjar
breytingar á hegðunarmynstri
grásleppunnar. Fyrir ekki löngu
hafi grásleppa verið merkt í
Skagafirði með merkjum frá
Biopol á Skagaströnd og það
hafi komið mjög á óvart að
tveimur vikum síðar kom þessi
sama grásleppa fram vestur í
„Við söltuðum alltaf sjálfir og seldum
síðan tunnurnar en þetta hefur breyst.
Núna sjá kaupendur um verkunina og
ég er ekki sannfærður um að það sé
gott fyrirkomulag fyrir okkur, ég er
ekki frá því að þetta hafi leitt til verð-
lækkunar á hrognunum,“ segir Stein-
dór Árnason, trillukarl á Sauðárkróki.
Óvenju mikið hefur verið af grásleppu á veiðislóð í Skagafirði á þessu
vori. Steindór Árnason telur að kunni mögulega að tengjast mikilli
loðnugengd í firðinum.