Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 30
30 Niðurstöður stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem gerðar voru nú í febrúar og mars undirstrika sterka stöðu þorskstofnsins. Stofnvísitala þorsks mældist annað árið í röð sú hæsta frá upphafi og útbreiðsla þorsks var mikil. Rannsóknir benda einnig til að árangur ýsu frá 2014 sé sterkur. Mælingarnar, sem alla jafna ganga undir nafninu marsrallið, voru nú framkvæmdar í 32. sinn en auk skipa Hafrannsóknastofnunar tóku togararnir Bjartur NK og Ljósa- fell SU þátt í þeim. Markmið með mælingum á þessum árstíma eru þau helst að fylgjast með breytingum á stærð, útbreiðslu og líf- fræðilegu ástandi botnlægra fiskistofna og hitastigi sjávar á land- grunninu. Togað var á tæplega 600 stöðvum allt í kringum landið. Niðurstöður marsrallsins eru gefnar endanlega út í júní, samhliða ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um aflamark næsta fiskveiðiárs. Meira af stærri þorski Útbreiðsla þorsks var meiri en í mörgum fyrri stofnmælingum í mars og góður afli fékkst á stöðvum allt í kringum landið. Mest fékkst af þorski utarlega á landgrunninu, frá Víkurál norð- ur og austur um að Hvalbaks- halla. Stofnvísitala þorsks mældist svipuð og fyrir ári síð- an. Vísitölur síðustu tveggja ára eru þær hæstu frá upphafi rannsóknanna árið 1985, meira en tvöfalt hærri en árin 2002- 2008. Hækkun vísitölunnar má einkum rekja til aukins magns af stórum þorski. Í ár var vísitala allra lengdarflokka stærri en 45 cm yfir meðaltali alls rann- sóknatímabilsins, en minna mældist af 25-40 cm þorski sem rekja má til lítils árgangs frá 2013. Árgangur 2014 mæld- ist stór líkt og í síðustu stofn- mælingu og fyrsta mat á 2015 árgangi bendir til að hann sé einnig stór. Meðalþyngd 5 ára þorsks og yngri mældist undir meðallagi, en um eða yfir meðallagi hjá eldri fiski. Magn fæðu í þorski var með því mesta sem sést hefur í tvo áratugi. Þar munar mestu um loðnu sem var langmikilvæg- asta bráð þorsksins eins og ávallt á þessum árstíma. Mikið var af loðnu í mögum þorsks út af Breiðafirði, Vest- fjörðum, Húnaflóa við Norð- austurland og suðurströndina. Af annarri fæðu má helst nefna kolmunna, síld, síli og ýmsar tegundir fiska og krabbadýra. Annar stór ýsuárgangur í sjónmáli Stofnvísitala ýsu hækkaði veru- lega á árunum 2002-2006 í kjöl- far góðrar nýliðunar og aukinn- ar útbreiðslu norður fyrir land. Góður þorskafli fékkst á togstöðvum í rallinu, allt í kringum landið. Þorskustofninn sterkur og vísbendingar um við- spyrnu ýsustofnsins F isk istofn a ra n n sók n ir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.