Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 29
29 lækkun hjá fiskmörkuðunum miðað við sömu mánuði í upp- hafi ársins 2015. „Meðalverð hefur lækkað hjá FMÍS um 46 kr. á kíló milli ára, úr 265 kr. í 219 kr. í ár. Að baki þessu eru ýmsar ástæður; við sjáum t.d. lægra verð á hrogn- um, erfið staða á Nígeríumark- aði fyrir þurrkaðar afurðir, hausa og bein hefur talsverð áhrif hjá kaupendum og fleiri atriði skýra þetta. Það eru því ekki verðbreytingar á hefð- bundnum fiskafurðum sem hafa áhrif í þetta skiptið heldur aðallega markaðsstaða fyrir aukaafurðirnar,“ segir Örn. Bílanaust hefur hafið sölu á nýju grimmsterku húðunar- efni sem hentar víða þar sem ryðmyndun vegna seltu er þekkt vandamál. Upphaflega var efnið hannað til að húða að innan bílpalla en prófanir og áframhaldandi þróun þess hafa opnað ýmsa notkunar- möguleika. Andri Guðmunds- son, sölumaður hjá Bílanaust sér víða tækifæri til notkunar á efninu í sjávarútvegi. „Efnið heitir Raptor og framleiðandinn heitir U-Pol, heimsþekktur fyrir sparslvörur og slík efni. Raptor er þykkt og mjög sterkt efni sem sprautað er á fleti þar sem mikil áníðsla er. Því má sem dæmi sprauta á bíla og tæki, t.d. lyftara sem eru í notkun í salti og raka. Sömuleiðis er þetta tilvalið efni á ýmsa fleti í bátum og skipum. Framleiðandinn hefur gert tilraunir með viðloðun efnisins við plast, steypu, gler og ýmislegt annað og í öllum tilfellum reynist viðloðunin frábær. Efnið er hrjúft áferðar og hægt að blanda í það álkar bítum sem gerir að verk- um að áferðin verður líkari sandpappír og sem slíkt er efnið mjög hentugt á stiga, gólf eða aðra staði þar sem koma þarf í veg fyrir fallslys. Þannig væri tilvalið að nota efnið á þilför báta, gólf í vélar- rúmum, á stiga í bátum og skipum og ýmsa aðra fleti. Fyrir utan það að vera hrjúft á yfirborðinu er efnið mjög sterkt og kemur þannig í veg fyrir ryðmyndun, auk þess sem það hefur þessa miklu viðloðun. Efninu er sprautað á með svokallaðri grjótkvoðu- byssu sem tengd er við loft- pressu en því má líka rúlla út með svamprúllu þannig að það er mjög einfalt að vinna efnið við hvaða aðstæður sem er. Að mínu mati er þetta efni sem gæti hentað mörgum smábátaeigendum mjög vel,“ segir Andri. Bílanaust Nýtt og grimmsterkt húðunarefni fyrir sjávarútveginn Lyftari húðaður með Raptor. N ý ju n g a r Löndun úr togaranum Ásbirni RE. Stór hluti aflans sem fer um FMÍS í Reykjavík kemur af togurum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.