Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 9
9 „Ég er að sjálfsögðu ekki hlutlaus í því máli, en ég ætla að reyna að rökstyðja það á þann hátt að vonandi séuð þið sammála mér þegar erindinu lýkur. Spurningin er hvort við séum góð og til að svara henni hef ég ákveðið að reyna að bera saman sjávarútveginn á Ísland og sjávarútveg okkar helsta samkeppnislands sem er Nor- egur, með áherslu á þorskinn. Ég tel að sjávarútvegur á Ís- landi standi sig ákaflega vel í al- þjóðlegu samhengi. Á Íslandi er mikil samvinna milli veiða, vinnslu og markaðsmála, sem skapar okkur forskot. Ef við ber- um okkur saman við Noreg, hafa þeir náð frábærum árangri í framleiðslu á laxi og veiðum á hvítfiski, en fullvinnslan hjá þeim hefur að stórum hluta far- ið fram erlendis. Til dæmis flytja þeir út 190.000 tonn af heilum þorski og laxi til Póllands og til Kína er flutt verulegt magn af óunnum fiski.“ Hærra vinnslustig Þorsteinn Már fór yfir aflaheim- ildir, ráðstöfun afurða, verð- mæti, laun og afstöðu stjórn- málamanna í Noregi til sjávar- útvegsins, en spurði fyrst: „Viss- uð þið að Íslendingar gera meiri verðmæti úr sjávarafla en aðrir; að vinnslustig er hærra á Íslandi en í Noregi; að Norðmenn líta til Íslands þegar kemur að skipulagi veiða og vinnslu; að þorskverð til skips er hærra á Ís- landi en í Noregi; að launin í fiskvinnslu Samherja á Dalvík eru hærri en í fiskvinnslunni í Noregi; að í Noregi er engin sér- tæk gjaldtaka af sjávarútvegi eins og hér; og að umræðan um sjávarútveg á Íslandi er önnur hérlendis en erlendis?“ Þorsteinn sýndi myndband af sjávarútvegsráðherra Noregs, „sem hefur trú á sínum mönn- um. Þarna er hann að halda ræðu við opnun á fiskimjöls- verksmiðju og segir einfaldlega: „Norðmenn eru alltaf bestir. Þeir verða alltaf ofan á í sam- keppni því þeir búa yfir þekk- ingu, dugnaði og áræðni.“ „Ég vil nú meina að það höf- um við líka, en hvað er það sem hann er að dásama,“ sagði Þor- steinn Már. „Ein af mikilvægustu útflutn- ingsvörum Noregs eru sjávaraf- urðir. Þeir flytja út sjávarafurðir fyrir 1.200 milljarða á ári og fisk- eldið er stærra en sjálfar fisk- veiðarnar. En ég ætla að ein- beita mér að þorskinum, sem skiptir mestu máli í veiðum bæði Norðmanna og okkar. Ár- legt framboð af Atlantshafs- þorski er um 1,3 milljónir tonna miðað við óslægðan fisk. Norð- menn eru með 33% af því og Rússland 31% en Íslands er að- eins með 19%, svo þar höfum við enga yfirburði.“ Norðmenn selja mest óunnið Ef litið er á hvaða fisk Norð- menn flytja út er eldislaxinn langverðmætasta tegundin. Hann fer nánast eingöngu utan heill en slægður. Þar er Pólland stærsta landið. Næst kemur þorskurinn og síðan makríll. Þegar litið er á stærstu markaði Norðmanna fyrir þorsk, fer mik- ið af þorski lítið unnið eða óunnið úr landi. Portúgal er þeirra stærsti markaður. Þang- að fara 57.000 tonn af ferskum heilum fiski og flöttum. Til Dan- merkur fer að mestu leyti fersk- ur hausaður fiskur, 41.000 tonn, sem er unninn að hluta til í Danmörku og fluttur síðan til annarra landa. Bretland er í raun ótrúlega lítill markaður hjá þeim aðeins 6.000 af ferskum og frystum flökum. Til Kína fóru svo árið 2014 tæp 50.000 tonn af frystum hausuðum og slægð- um þorski. Það svarar til 60.000 tonna af aðgerðum fiski með haus, en sá fiskur kemur að mestu leyti til baka aftur inn á markaði í Evrópu og Bandaríkj- unum. Myndin af útflutningi Íslend- inga á þorski er allt önnur. Þá er Bretland með 26.000 tonn og af því eru 90% mikið unnar afurð- ir, flök, bitar, hnakkar, ferskt og frosið og svo framvegis. Til Spánar fara 26.000 tonn og Frakklands 14.000 tonn. Megn- ið mikið unnar afurðir. Þegar lit- ið er á verðmætin eru Bretland, Frakkland og Spánn að skila okkur 55 milljörðum króna á sama tíma tíma og verðmætin sem fara til þessara þriggja landa frá Noregi eru aðeins 20 milljarðar, þrátt fyrir þeir séu Stærstu markaðir Norðmanna. Aflaheimildir í Atlantshafsþorski.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.