Ægir - 01.12.2016, Page 39
39
Starfsfólk Naust Marine
óskar sjómönnum og
fjölskyldum þeirra
gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs
Naust Marine ⁞ Miðhella 4 ⁞ 221 Hafnarfjörður ⁞ s. 414 8080
www.naust.is
Mynd: Helgi Kristjánsson
Nú í byrjun desember útskrifað-
ist annar árgangur úr gæða-
stjórnunarnámi frá Fisktækni-
skóla Íslands. Það var glæsileg-
ur hópur 10 einstaklinga sem
tók við prófskírteinum sínum í
Kvikunni í Grindavík. Nemend-
ur komu alls staðar af landinu,
svo sem frá Akranesi, Snæfells-
nesi, Ólafsfirði, Fáskrúðsfirði og
Grindavík.
Þörfum fiskvinnslunnar mætt
Námið er sniðið að þörfum fisk-
vinnslunnar. Gæðastjóri hefur
umsjón með uppbyggingu,
rekstri og þróun gæðakerfis og
ber ábyrgð á að gæðakerfið sé
samofið starfsemi fyrirtækisins.
Námið skiptist í tvær annir
og byrjaði í janúar 2016. Á vor-
önninni fór kennslan að mestu
fram í Fisktækniskólanum í
Grindavík, fyrirtækjum í ná-
grenninu og á rannsóknastof-
unni SÝNI. Á önninni var tölu-
vert um heimsóknir í fyrirtæki
og verkefnavinna. Kennt var í
lotum á tveggja vikna fresti, tvo
og hálfan dag í lotu. Á vorönn
öðluðust nemendur þekkingu á
starfi gæðastjóra sem þeir unnu
síðan áfram með á haustönn-
inni til að ná tiltekinni færni.
Á haustönn héldu nemend-
ur áfram að vinna með það sem
þeir lærðu á vorönninni. Þá var
mikið stuðst við ferilbækur með
skilgreindum verkþáttum og
verkefnum sem unnin voru hjá
fyrirtækinu SÝNI í Reykjavík.
Nám í gæðastjórnun gefur
nemendum góða möguleika á
að bæta enn frekar við sig
þekkingu og þar með aukna
möguleika á vinnumarkaði. Inn-
ritun fyrir vorönn er þegar hafin
hjá Fisktækniskóla Íslands en
hámarksfjöldi verður takmark-
aður við 16 einstaklinga.
Gæðastjórnendur útskrif-
ast hjá Fisktækniskólanum
Gæðastjórnendahópurinn á útskriftardegi ásamt Nönnu Báru Maríasdóttir, sviðsstjóra hjá Fisktækniskólan-
um í Grindavík.
N
á
m