Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Eitt af því sem gerir íslenskanáttúru kjörna til útivist-ariðkunar er að hér þrífast engin stór rándýr eða eitraðir snákar. Meira að segja pöddur, flugur og önnur smákvikindi eru upp til hópa skaðlaus. Þetta er munaður sem flestar aðrar þjóðir búa ekki við, og gerir okkur mun hægara um vik að njóta landsins áhyggjulaus. Það er þó ekki þar með sagt að engar séu hætturnar. Í staðinn fyr- ir skógarbirni höfum við var- hugaverða jökla, í staðinn fyrir eit- ursnáka er blessað og dyntótt veðrið og í stað smitberandi mosk- ítóflugna höfum við fjöll, dali og gil sem biðjast ekki afsökunar þó ferðamenn rati í villur. Sem betur fer er til þess að gera sjaldgæft að fólk lendi í mikils- háttar vandræðum við útivist- ariðkun, en þegar það gerist getur það skilið á milli lífs og dauða að kunna rétt viðbrögð. Hér gildir því sú gamla vísa að fara sér hægt og byggja upp reynslu smám saman, í stað þess að ráðast strax á garðinn þar sem hann er hæstur. Þeir sem leita til fjalla, eða í aðr- ar óbyggðir, ættu að afla sér þekk- ingar um forvarnir og viðbrögð við ofkælingu, og fara á öll þau skyndi- hjálparnámskeið sem þeir komast yfir. Þá er kunnátta í kortalestri mikilvægari en margir halda. Slysavarnafélagið Landsbjörg held- ur reglulega námskeið þar sem al- menningur getur öðlast eða bætt þekkingu sína á þessum sviðum og er óhætt að mæla með þeim. Kakóbolli í kulda Kuldinn hefur reynst mörgum ferðamanninum fjötur um fót og til eru dæmi um að fólk deyi úr ofkæl- ingu að sumri til. Besta ráðið er öflug forvörn – að kólna ekki. Öll bleyta, hvort sem hún kemur af himni ofan eða í formi svita, eykur hættuna margfalt og ferðalangar ættu því að forðast í lengstu lög að bleyta fatnað sinn og búnað. Ef hlífðarfatnaðurinn dugar ekki til getur eina ráðið verið að leita skjóls. Þegar það er ekki í boði, og við Útivist fyrir alla Starfsfólk á fjölskyldutjaldsvæðinu við Úlfljótsvatn gefur góð ráð fyrir útileguna Að bregðast rétt við aðstæðum Skátahornið Elín Esther Magnúsdóttir House“, sem er einskonar sam- keppni, en þá komum við Dana tveir inn sem skapandi teymi, en það voru fimmtíu manns sem tóku þátt. Þetta voru tíu lið og við dvöldum öll saman á ráðstefnuhóteli í Toronto í viku og unnum að okkar tillögum. Við vorum með millikynningar á þeim í miðri viku, en á lokadeginum voru þrjár tillögur valdar til að kynna fyrir viðskiptavininum, Ford. Við Dana komumst í loka þrjár í báðum tilvikum, og okkar tillögur voru síðan valdar sem vinnings- tillögurnar sem voru fram- kvæmdar.“ Húsmæður kaupa jeppana Einar segir þessar tvær aug- lýsingarherferðir fyrir Ford hafa verið ólíkar. „Það sem var nýtt í okkar framlagi með fólksbílana snerist um að gefa ímynd Ford nýtt útlit. Við notuðum Ford-lógóið stórt, með sterkum litum og höfðum bílana ágenga. Þetta var alveg nýtt fyrir Ford, að skammast sín ekkert fyrir að vera Ford. Hinn almenni borgari gat líka tekið þátt á netinu með því að velja sér bíl og hanna eigin bakgrunn á bílaauglýsingu fyrir hann, með ákveðnum formum sem voru í boði. Síðan birtist sú mynd einhvers staðar sem hluti af herferðinni. Þessi herferð fór í loftið síðastliðið haust og hún fékk verð- laun í mars, fyrir bestu samþættu (intergrated) auglýsingaherferð í bílabransanum í Bandaríkjunum.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við Dana Satterwhitekynntumst í háskóla íBandaríkjunum árið 1993,þegar ég var þar við nám í auglýsinga- og markaðsfræði, og við höfum verið bestu vinir og sam- starfsmenn síðan. En við stofnuðum ekki fyrirtækið okkar, Quiver, fyrr en árið 2014. Við gefum okkur út fyrir að vera skapandi fyrir hvers- konar fyrirtæki, við erum ekki aug- lýsingastofa í hefðbundnum skiln- ingi heldur erum við einskonar málaliðar sem vinna með auglýs- ingastofum og öðrum þegar við tök- um að okkur verkefni. Dana sér um textagerð en ég sé um útlitshönnun. En við skiptumst á og göngum hvor í annars verk, þess vegna köllum við okkur „seamless minds“. Við viljum ekki skilgreina okkur, við erum landamæralausir og neitum að láta setja okkur í einhvern kassa,“ segir Einar Örn Sigurdórsson sem bjó og starfaði í fjórtán ár á hugmynda- og hönnunarsviðum helstu auglýsinga- stofa Boston og Washington. Hann var líka hönnunarstjóri á hug- myndasviði DDB Worldwide í New York og starfaði sem hönn- unarstjóri hjá Íslensku auglýsinga- stofunni í sjö ár eftir að hann flutti heim. Dana hefur einnig áralanga reynsu að baki á sama sviði, svo þeir félagarnir eru engir nýgræð- ingar í bransanum. „Það kemur sér vel að vera með öflugt tengslanet, því við þurf- um að ráða til okkar einstaklinga í teymin hjá okkur sem sjá um kvik- myndaleikstjórn, hönnun og fleira, eftir því sem hentar hverju verk- efni,“ segir Einar og bætir við að flest verkefnin þeirra séu í Banda- ríkjunum, en eitt og eitt hér heima. Tóku þátt í Hot House Einar og Dana gerðu nýlega tvö kynningarverkefni fyrir Ford- bílaframleiðandann í Bandaríkj- unum, annað var fyrir fólksbílana sem Ford framleiðir en hitt fyrir jeppana. „Í báðum tilvikum var okkur boðið að taka þátt í svokölluðu „Hot Bræður með mismunandi mæður Þeir tóna vel saman sem manneskjur og vinna sem einn hugur. Þeir eru bestu vinir og segjast vera bræður með mismunandi mæður. Þeir Einar og Dana eiga saman sköpunarfyrirtækið Quiver, Einar býr á Íslandi en Dana í Bandaríkjunum. Þeir hafa gert tvær auglýsingaherferðir fyrir Ford- bílaframleiðandann í Bandaríkjunum, en í bæði skiptin sigruðu tillögur þeirra í samkeppni við aðra sem tóku þátt. Næsta verkefni felst í að markaðssetja í New York japanskt hrísgrjónavín. Plaköt Í herferðinni voru m.a. auglýsingaspjöld sem fóru á strætóskýli. Á góðri stundu Vinirnir og samstarfsfélagarnir Dana og Einar með dætur sínar, Shea og Unu. ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.