Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016
Einar og Dana hafa starfað fyrir
mörg virt fyrirtæki og meðal
viðskiptavina sem þeir hafa
unnið fyrir saman eru:
Crown Royal (kanadískt viskí)
Stolichnaya
Lincoln Motor Co
Mercedes Benz
Krups
Toshiba
Einar Örn vann að auglýs-
ingaherferðinni Inspired by Ice-
land með samstarfsfólki sínu á
Íslensku auglýsingastofunni.
Sköpunarfyrir-
tækið Quiver
MERCEDES BENZ OG FLEIRI
erum byrjuð að kólna, skiptir máli
að borða og drekka vel, til að gefa
líkamanum eldsneyti til að halda
sér heitum. Heitur matur og
drykkur heldur ekki bara á manni
hita, hann stuðlar líka að betri
stemmingu og eykur jákvæðni.
Ljúffengur kakóbolli gæti því
verið akkúrat það sem þarf, til
dæmis þegar slóðinn er horfinn og
við finnum hann ekki aftur. Í stað
þess að æða stefnulaust áfram í leit
að kunnuglegu kennileiti er yfirleitt
betra að nema staðar, leita skjóls,
nærast og fara yfir stöðuna í róleg-
heitunum. Ef maður er ekki með
það á hreinu hvar maður er og
hvernig maður kemst aftur á rétta
slóð, er eina vitið að halda kyrru
fyrir og biðja um aðstoð.
Á vit ævintýranna
Það er, þegar öllu er á botninn
hvolft, miklu einfaldara að finna
einhvern sem er ekki á hreyfingu.
Þó að óhöppin geti alltaf gerst er
ástæðulaust að láta það aftra sér
frá því að halda út á vit ævintýr-
anna – betra er að vera vel und-
irbúinn og vita hvernig á að takast
á við fjölbreyttar aðstæður.
Höfundur er útivistarskáti,
björgunarsveitarkona og starfs-
maður Úlfljótsvatns.
Hlýtt og gott Jafnt að sumri sem vetri er mikilvægt að klæða sig vel.
Í herferðinni fyrir jeppana
voru þeir með allt aðrar áherslur.
„Þá snerist þetta ekki um útlit
bílanna, heldur meira um texta eða
yfirlýsingu. Tilfellið er að flestir
þeirra sem kaupa þessa jeppa í
Bandaríkjunum eru húsmæður sem
fara aldrei út af malbikinu. Út-
gangspunkturinn hjá okkur var að
jeppinn er hluti af fjölskyldulífi og
lykilsetningin var „Life is a sport“.
Og jeppinn er tæki til að takast á
við það sport. Veiðar geta þá snúist
um að leita að gítar í gítarbúð, eða
sjaldgæfum antíkhlut í fornsölu. Við
gáfum sportinu nýja merkingu, inni
í borginni. Við höfðuðum til raun-
verulegs notagildis jeppans en ekki
einhverrar útópíu, því fólk fer ekki
á fjall á hverjum degi á jeppanum
sínum, en það notar bílinn alla daga
í hversdagslífinu.“
Ekki öskrandi prímadonnur
Einar segir að það sé skemmti-
legt að vera sá sem leggur línurnar,
kemur með stóru hugmyndina, en
síðan er allt annað fólk sem sér um
að framkvæma og vinna úr því sem
þeir leggja fyrir. En hvernig geng-
ur að vera sammála um niðurstöðu
þegar þeir tveir vinna saman hug-
myndavinnu, takast þeir aldrei á,
vinirnir? „Við vinnum afar vel sam-
an, við erum með svipað geðslag og
hugsum á líkum nótum, hvorugur
okkar er öskrandi prímadonna. Við
erum á sömu blaðsíðu og fyrir vikið
gengur samstarfið átakalaust. Við
höfum unnið saman í meira en tutt-
ugu ár og höfum aldrei rifist, það
segir allt um hversu samtaka við er-
um. Við erum
bræður með
mismunandi
mæður,“ segir
Einar og hlær.
„Við búum ekki
til óþarfa
drama og við
eigum auðvelt
með að næra hvor annan. Hug-
myndavinna er alltaf einhverskonar
flæði, þar sem ein hugmynd fæðir af
sér aðra, og okkur tekst einhvern
veginn að setja hvor annan inn í
flæðið átakalaust. Þetta er mjög
sjaldgæft og dýrmætt. Við berum
mikla virðingu hvor fyrir öðrum.“
Eigum líf fyrir utan vinnuna
Nýjasta verkefni þeirra félaga
er á hitabeltiseyjunni Okinawa í
Japan. „Þrjár auglýsingastofur tóku
þátt í samkeppni um þetta verkefni
og við lönduðum því. Þetta er
kynningarverkefni sem snýst um að
markaðssetja í New York hrís-
grjónabrennivínið Awamori, sem er
fjögur hundruð ára gömul vara, en
ekkert þekkt á Vesturlöndum. Við
sjáum líka um að hanna útlitið á
flöskunum. Áður en Awamori-vínið
verður markaðssett í New York, þá
verður það prufumarkaðssett í
Reykjavík. Ég stakk upp á því í ein-
hverju bríaríi og það fór svona vel í
eigendur brugghússins þegar ég
sagði „frá einni eldfjallaeyju til ann-
arrar“,“ segir Einar og bætir við að
þeir Dana vinni þetta verkefni með
auglýsingastofu á Manhattan.
„Við viljum ekki vera með
mörg verkefni í einu, af því við vilj-
um njóta vinnunnar okkar og hún á
að vera skemmtileg. Auk þess vilj-
um við eiga líf fyrir utan vinnuna.
Þetta er mikil skorpuvinna, við
vinnum nánast í tuttugu og fjóra
tíma á sólarhring alla vikuna þegar
verkefni fara á fullt. Þetta er eins
og sjómennska, og við viljum hafa
góðan tíma til að anda á milli túra.“
Stórt Intergrated-herferð, eða samþætt, felur meðal annars í sér risastór spjöld sem birtast á götum úti, eins og hér má sjá með útfærslu þeirra fyrir Ford.
Focus Ein af mörgum útfærslum Einars og Dana á veggspjöldum fyrir herferðina.
„Við viljum
hafa góðan
tíma til að
anda á milli
túra.“
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Verð 34.995
stærðir 38-47
- Tepor dry filma veitir
100% vatnsheldni
- 4 mm gúmmíborði
(grjót- og sandvörn)
- Innsóli: Ortholite
- Sóli: Vibram
- Þyngd: 840 gr (í stærð 42)
Mondeox Tonale Fas
Ítalskir gönguskór
- Leður