Morgunblaðið - 26.07.2016, Page 16

Morgunblaðið - 26.07.2016, Page 16
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í október næstkomandi verður opn- aður nýr Hard Rock-staður í Lækj- argötu, í húsnæði sem áður hýsti bókaverslunina Iðu. Þar mun kenna ýmissa grasa og meðal annars verð- ur sérstök áhersla lögð á lif- andi íslenska tón- list á staðnum. Það eru við- skiptafélagarnir Birgir Þór Bielt- vedt og Högni Sigurðsson sem standa að opnun staðarins. Birgir Þór seg- ir að ætlunin sé að opna staðinn í aðdraganda Iceland Airwaves-hátíðarinnar og að hann verði að mörgu leyti frábrugðinn þeim Hard Rock-stað sem Íslending- ar horfðu á eftir árið 2005 en stað- urinn hafði þá verið í rekstri frá árinu 1987 hérlendis. Frumkvæðið kom að utan „Forsvarsmenn Hard Rock í Bandaríkjunum leituðu til mín þegar þeir voru búnir að kynna sér veit- ingageirann hérlendis og hvert um- fang hans væri. Þeir höfðu fylgst með mér hjá Dominos. Þegar þetta verkefni kom upp í hendurnar á mér fór mig að klæja í fingurna að komast í færi til að breyta gömlu ásýndinni á Hard Rock sem er bleikur Cadillac og allt það og hins vegar vissi ég að það væri mikil þörf á svona stað í miðbæ Reykjavíkur. Ég setti því tvö skilyrði. Annars vegar það að ég fengi að hafa puttana í því að aðlaga staðinn íslenskum aðstæðum og hins vegar það að fá gott húsnæði í mið- borg Reykjavíkur undir hann.“ Forsvarsmenn Hard Rock féllust á skilyrði Birgis. Þá hófst leit að hentugu húsnæði og hann sá tæki- færi í hinni miklu glerbyggingu við Lækjargötu. „Hard Rock er eitt best þekkta veitingahúsamerki í heiminum og er á topp tíu listanum hvað það varðar. Hard Rock er því eins konar stofnun. Það sem hins vegar hefur verið að gerast á síðustu árum er að Hard Rock hefur verið að opna hótel undir sínu nafni og þeim er beint að unga fólkinu. Fyrirtækið er því að sækja meira í yngri aldurshópa. Ég held því að það sé stór hópur gamalla aðdá- enda Hard Rock hérlendis, margir ferðamenn sem þangað vilja koma og svo unga kynslóðin hér heima. Það má til dæmis nefna að það hafa nokk- ur nemendafélög í framhaldsskólum nú þegar haft samband og leitað eftir sérsamningum fyrir nemendur. Þar er um að ræða krakka sem ekki hafa borðað á Hard Rock hérlendis. Það er nokkuð áhugavert.“ Tónleikahald í pípunum Birgir segir að á nýja staðnum verði mikil áhersla lögð á gæði í mat- argerð og góða upplifun gesta. Þá verði þriðja aðila gefið tækifæri til að opna verslun í rými sem nær yfir um helming jarðhæðarinnar. „Við ætlum að fara inn í tónleika- hald. Þegar ég var búinn að teikna staðinn upp nokkrum sinnum þá átt- aði ég mig á því að það að ætla að hafa veitingastað á þremur hæðum á 1.300 fermetrum var allt of mikið. Þannig ætlum við að byggja staðinn upp með þeim hætti að það verður verslun í óskyldum rekstri á helm- ingi jarðhæðarinnar. Okkar rými verður með móttöku og verslun og svo getur fólk valið um að fara á efri hæðina þar sem er nokkuð hefðbund- inn staður og bar. Þar verður frá- bært útsýni. Svo verður hægt að fara niður í kjallara en þar verður kokteil- bar en einnig verður þar svið þar sem verður frábær aðstaða fyrir tón- leika, uppistand og ýmislegt af þeim toga. Við ætlum að vinna ötullega að því að styðja við íslenska tónlist á staðnum. Þar liggja mikil tækifæri. Útlitið verður mun nýstárlegra en var þótt það verði nokkur klassísk einkenni til staðar.“ Hard Rock verður með nýju sniði í miðborg Reykjavíkur Morgunblaðið/Júlíus Opnun Staðurinn verður opnaður á þremur hæðum í Lækjargötu 2a nú í október. Bar og tónleikasalur í kjallara.  Áhersla lögð á lifandi tónlist á neðstu hæðinni  Verslunarrými leigt út á jarðhæð Birgir Þór Bieltvedt 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 26. júlí 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.72 122.3 122.01 Sterlingspund 159.8 160.58 160.19 Kanadadalur 92.36 92.9 92.63 Dönsk króna 17.967 18.073 18.02 Norsk króna 14.194 14.278 14.236 Sænsk króna 14.069 14.151 14.11 Svissn. franki 123.5 124.2 123.85 Japanskt jen 1.1448 1.1514 1.1481 SDR 168.4 169.4 168.9 Evra 133.68 134.42 134.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.7355 Hrávöruverð Gull 1315.0 ($/únsa) Ál 1600.0 ($/tonn) LME Hráolía 46.21 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Aðstæðum á vinnumarkaði svip- ar til þess sem var áður en fjár- málakreppan skall á samkvæmt grein- ingu Arion banka. Meðalatvinnuleysi síðustu tólf mánuði hefur ekki verið lægra síðan í árs- byrjun 2009 og mælist nú 3,5 prósent samkvæmt könnun Hagstofunnar og 2,5 prósent samkvæmt skráningu Vinnumálastofn- unar. Fyrir þau tólf þúsund störf sem töp- uðust á árunum 2008 til 2010 hafa 16.300 störf komið í staðinn. Flest störf eða 3.300 eru við verslun og viðgerðir en 3.200 störf hafa orðið til við rekstur gisti- og veitingastaða. Starfandi konum fjölgaði um 7.200 á tímabilinu 2010-2015 en starfandi körl- um yfir sama tímabil um 9.100. Störfum fjölgað um 16.300 frá hruni Fjöldi starfa í ferðaþjónustu. STUTT Sigurður Már Guðjónsson, bakara- meistari og eigandi Bernhöftsbakar- ís, hefur keypt Björnsbakarí við Skúlagötu og sameinast því tvö elstu bakarí landsins. „Ég keypti allt saman, reksturinn, tækin og nafnið og því má með réttu segja að verið sé að sameina tvö elstu bakarí landsins, Bernhöftsbakarí og hið upprunalega Björnsbakarí,“ segir Sigurður Már sem ætlar að bjóða upp á það besta úr bakaríunum tveimur. „Björnsbakarísnafnið verður ekki lagt niður en það er ekki alveg ákveð- ið hvað verður um það. Betra en í Bergstaðastræti Ný staðsetning er að sögn Sigurðar Más ekki nema 600 metra frá gamla staðnum í Bergstaðastræti en á tölu- vert betri stað. „Íbúasamsetningin er önnur við Björnsbakarí, þar sem íbúum hefur fjölgað t.d. á Lindargötunni, á meðan íbúum hefur fækkað þar sem Bern- höftsbakarí var við Bergstaðastræti vegna fjölda Airbnb-íbúða. Við feng- um kannski ágætis rennsli á morgn- ana en síðan gat verið lítið að gera yfir daginn.“ Eins bendir Sigurður Már á að ekki sé sami bílastæðavandi við Skúlagötu og í Bergstaðastrætinu. „Það var ekki orðin nokkur leið að komast að bakaríinu, m.a. vegna bíla- stæðavanda, en það verður ekki vandamál við Skúlagötu. Þá förum við líka í stærra húsnæði. Förum úr 140 fm í 232 fermetra og getum því sinnt okkar viðskiptavinum betur.“ vilhjalmur@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Brauð Sigurður Már Guðjónsson færir baksturinn um 600 metra. Elstu bakarí borg- arinnar sameinast  Bernhöftsbakarí kaupir Björnsbak- arí við Skúlagötu Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.