Morgunblaðið - 26.07.2016, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016
✝ Ingunn Jóns-dóttir fæddist
9. maí 1916 í Botni
í Dýrafirði. Hún
lést 12. júlí 2016 á
Hrafnistu í Reykja-
vík.
Foreldarar
hennar voru hjónin
Anna Kristjana
Sigurlínadóttir
húsmóðir, f. 1882,
d. 1971, og Jón
Justsson bóndi í Botni, f. 1854,
d. 1945. Hún var sjöunda í röð
níu systkina sem öll eru nú lát-
in, þau voru Sigurlína Margrét,
Sigríður Jóna, Þórður Kristinn
Júlíus, Ragnheiður, Magnús,
Sigurlaug Jóhanna, Ingunn,
Guðmundur Garðar og Inga
Snæbjörg.
Ingunn giftist 19. nóvember
1939 Kristjáni Ágúst Lár-
ussyni, f. 3. janúar 1910, d. 1.
júní 2009, frá Hvammi í Dýra-
firði. Foreldrar hans voru Guð-
rún Helga Kristjánsdóttir, f.
ar, Ingibjargar Sigurlínadótt-
ur, f. 1879, d. 1973 og Arnfinns
Jónssonar, f. 1860, d. 1946 sem
bjuggu í Ytri-Lambadal og síð-
ar að Dröngum í Dýrafirði.
Hún lauk námi við húsmæðra-
skólann á Ísafirði árið 1938.
Ingunn var áhugasöm hand-
verkskona og hafði mikið yndi
af útsaum og handprjóni. Hún
var að mestu heimavinnandi og
annaðist uppeldi barnanna en
eftir að hún flutti suður starf-
aði hún sem saumakona fram á
efri ár. Ingunn og Ágúst byrj-
uðu sinn búskap í Efri Mið-
Hvammi í Dýrafirði. Árið 1945
fluttu þau út á Þingeyri og þar
ólust öll börn þeirra upp í góðu
atlæti. Það var síðan árið 1970
að þau taka sig upp og flytja til
Reykjavíkur á eftir börnunum
sem flest voru þá farin suður.
Þau bjuggu í Vesturbænum,
lengst á Seljavegi en síðustu
árin dvöldu þau á Hrafnistu í
Reykjavík og áttu þar marga
góða daga og ljúfar stundir.
Ingunn verður jarðsungin
frá Áskirkju í Reykjavík í dag,
26. júlí 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1869, d. 1968, og
Lárus Ágúst Ein-
arson, f. 1871, d.
1957. Þau Ingunn
og Ágúst eignuð-
ust sjö börn: 1.
Kristján Jón, f. 5.
janúar 1940,
kvæntur Ástrúnu
Jónsdóttur. 2. Jó-
hannes Jakob, f.
17. desember 1942,
kvæntur Kristjönu
Ingvarsdóttur. 3. Ágúst, f. 10.
júlí 1946, kvæntur Björgu
Hemmert Eysteinsdóttur. 4.
Guðrún Lára, f. 10. júlí 1946,
gift Nirði Marel Jónssyni. 5.
Arnbjörg, f. 28. júní 1947, gift
Ólafi Ólafssyni. 6. Jónas, f. 14.
október 1949, kvæntur Rann-
veigu Hjaltadóttur. 7. Krist-
jana, f. 20. júlí 1955, gift Guð-
mundi Hákoni Jóhannssyni.
Alls munu afkomendurnir vera
69 talsins.
Tveggja ára var Ingunn tek-
in í fóstur til móðursystur sinn-
Ég man sérstaklega vel eftir
því þegar ég hitti tengdaforeldra
mína í fyrsta skipti. Ég var frekar
óróleg hvernig þau myndu taka
mér. Þegar okkur hjónaleysin bar
að garði var frændi að vestan ný-
farinn frá þeim. Hann var ekki
vanur að taka strætisvagn og fór
víst inn í vagninn að aftan. Aðal-
áhyggjuefni tengdaforeldra
minna var hvort hann hefði ekki
örugglega borgað. Ingunni fannst
þetta samt mjög spaugilegt og við
hlógum öll dátt. Þetta lofaði
sannarlega góðu um framhaldið.
Við tengdamæðgurnar höfum
oft hlegið saman gegnum árin og
jafnvel komið okkur í vandræði
með því. Samskipti okkar hafa
alltaf verið ákaflega góð og aldrei
hefur neinn skugga borið þar á.
Það var notalegt að koma á
Seljaveginn og voru Ingunn og
Ágúst höfðingjar heim að sækja.
Börn voru sérstaklega hænd að
Ingunni enda kom hún fram af
virðingu við þau og sinnti þeim
mjög vel.
Ingunni féll aldrei verk úr
hendi, ef hún var ekki í eldhúsinu
þá var hún með einhverja handa-
vinnu.
Síðustu árin voru henni frekar
erfið. Hún hafði séð á eftir eig-
inmanninum og mörgu góðu sam-
ferðafólki. Sjónin var orðin léleg
svo hún átti erfitt með lestur og
handavinnu.
Það er ekki langt síðan Ingunn,
þá orðin 100 ára, stóð upp, rétti úr
sér og tók nokkrar leikfimisæf-
ingar fyrir okkur. Hún var líka
góður leikari og átti létt með að
herma eftir fólki.
Ég vil þakka kærri tengdamóð-
ur minni samfylgdina í nærri 50
ár. Við munum sakna sunnudaga-
heimsókna okkar á Hrafnistu.
Blessuð sé minning þeirra
hjóna, Ingunnar og Ágústs.
Björg.
Elsku amma mín er látin 100
ára að aldri, södd lífdaga eftir við-
burðaríka ævi. Hún eignaðist alls
sjö börn og ól þau upp ásamt afa
mínum, Ágústi, sem lést árið
2009, þá tæplega aldargamall.
Lífsbaráttan var hörð um miðbik
20. aldar, fyrir ung hjón með
börnin sem fædd eru á nokkurra
ára tímabili. Eitt sinn sagði hún
mér að þegar börnin hennar voru
mjög ung, sleppti hún því að hátta
sig á kvöldin, til þess gafst bara
ekki tími.
Það er óhætt að segja að amma
mín hafi verið karakter. Hún var
ákveðin í fasi, kvik í hreyfingum
og oft bara nokkuð ánægð með
sig. Hún var lágvaxin og nett, og
varð lágvaxnari með árunum.
Hún var mikil hannyrðakona, allt
lék í höndunum á henni, hún bak-
aði líka bestu flatkökur í heimi að
eigin sögn og var ekki feimin að
ræða það. Þrátt fyrir háan aldur
var hún ótrúlega skörp, ákveðin
og fylgin sér. Hún gat skipað
börnum sínum, sem mörg hafa
sjálf lokið sinni starfsævi, á bekk-
inn fyrir framan herbergið á
Hrafnistu, mislíkaði henni eitt-
hvað. En ákveðninni fylgdu þó ein
karaktereinkenni enn, glettnin og
kátínan. Einkenni sem gerðu
hana að þeirri perlu sem seint
mun gleymast. Hún gat hlegið að
ólíklegustu hlutum, og náði oft að
gera gott úr aðstæðum sínum.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu. Oft þegar við komum til
hennar var hún útafliggjandi,
eitthvað slöpp eða með verki. En
þegar við fórum frá henni var hún
orðin hin hressasta, hló og kímdi
og talaði og talaði. Minningin um
hana mun dvelja með okkur um
ókomin ár. Brosið hennar, blikið í
augum og kengurinn sem hún fór
í þegar hún hló á sinn skemmti-
lega, einstaka máta. Það hafa ver-
ið forréttindi að fá að njóta sam-
vista við hana öll þessi ár og eiga
minninguna um sterka, ákveðna
og góða konu.
Elsku amma mín, hvíl í friði.
Halldóra Jóhannesdóttir.
Þúsund sögur á heilli öld.
Ég rígheld í minningabrot
þegar gleðin var við völd,
hvarma fylla tárin vot.
Þú byggðir sterkar taugar til allra átta,
kímin, kát, umvefjandi kærleik.
Þú treystir og baðst til æðri mátta
í lok ævidaga stóðst auðmjúk og keik.
Elsku góða amma mín,
með þökk og sátt í hjarta
ég kveð þig í englasýn
umvafin ljósinu bjarta.
Þín
Ágústa Guðmundsdóttir.
Nú er Ingunn dáin. Það var oft
gaman þegar við fórum á Þing-
eyri og heimsóttum ömmu fyrir
vestan, eins og ég kallaði hana
lengi vel. Eitt sinn þegar við fór-
um vestur fórum við inn í Hvamm
í berjamó og tíndum í fötur
krækiber og aðalbláber. Þegar
það var búið var farið inn í
Hvamm, eins og bærinn heitir, og
þar fékk ég að fara inn og upp á
loft og sá þar bunka af dagblöðum
bundnum saman í haug. Þessi
bær hefur verið í eyði í mörg ár.
Ingunn og Ágúst bjuggu á
Þingeyri, voru með hænsni og þar
voru líka trönur þar sem fiskur-
inn hékk. Haninn galaði og hund-
urinn gelti þegar hænsnin sluppu
öll út á tún eða stéttina fyrir fram-
an dyrnar hjá þeim hjónum, Ing-
unn hljóp út og við á eftir og
reyndum þar að ná í hænsnin og
koma þeim fyrir í netbúrunum
sínum.
Hún Ingunn hafði frá mörgu að
segja. Í fyrstu sumarvinnunni
minni hjá Pétri Snæland vann
hún á saumastofunni og ég uppi á
lofti að troða svamp í púða, þá
kom ég oft við hjá henni í mat-
artímanum og heilsaði upp á
hana. Hún saumaði mikið eins og
t.d. bútasaumsteppi og á ég eitt
slíkt eftir hana. Hún sendi mér
líka eitt sinn jólagjöf að vestan,
sem var vindlakassi, allur bróder-
aður með skeljum og kuðungum,
sem mér fannst mjög fallegur. Og
svo bakaði hún líka heimsins
bestu flatkökur á hellunni sinni
þarna heima á Skeljaveginum.
Þegar ég var að vinna á Hrafn-
istu um 2002 flutti Ingunn á
Hrafnistu og hitti ég hana stund-
um þar á göngu, þá var hún farin
að eldast, og nú er hún farin á vit
annarra ævintýra þar sem Ágúst
er. Ég kveð nú Ingunni og þakka
fyrir mig.
Stjána, Jóa, Láru, Gústa,
Böggu, Jónasi, Jónu og mökum
þeirra sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð geymi ykk-
ur.
Hildur.
Ingunn Jónsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og
samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
AXELS GUÐMUNDSSONAR,
rafeindavirkjameistara og
framkvæmdastjóra,
sem jarðsunginn var frá Akureyrarkirkju 15.
júlí.
.
Guðbjörg Tómasdóttir,
Magnús Axelsson, Stella Kristinsdóttir,
Arna Axelsdóttir, Þórður Daníelsson,
Guðmundur Tómas Axelsson, Jónína Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALMA ÁSBJARNARDÓTTIR,
áður prestsfrú í Hruna,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 18.
júlí. Útför hennar hefur farið fram í
kyrrþey skv. fyrirmælum hinnar látnu.
.
Herdís Petrína Pálsdóttir, Bragi Bjarnason,
Magnús Pálsson,
Sveinbjörn Sveinbjörnss., Ragna Guðmundsdóttir,
Páll Sveinbjörnsson, Kristín Soffía Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS Ó. SKARPHÉÐINSDÓTTIR,
Gunnólfsgötu 6, Ólafsfirði,
lést á dvalarheimilinu Hornbrekku
fimmtudaginn 21. júlí. Útför hennar fer fram
frá Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 28. júlí klukkan 14. Þeim
sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hornbrekku.
.
Valgerður Gunnarsdóttir,
Sigríður Aðalbjörnsdóttir, Frímann Ingólfsson,
Skarphéðinn Aðalbjörnsson, Helga Ólafsdóttir,
Pálmi Aðalbjörnsson, Halldóra Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR INGI SVEINSSON
húsasmiður,
Tjarnarflöt 6, Garðabæ,
lést á heimili sínu síðastliðinn þriðjudag,
19. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Garðakirkju í Görðum á
Álftanesi föstudaginn 29. júlí klukkan 13.
.
Halldóra Salóme Guðnadóttir,
Ragnheiður Katrín, Sveinn Ingi, Þórunn Inga
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNA ÖRNÓLFSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði,
verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 30. júlí klukkan 11. Blóm og
kransar afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
minningarkort Slysavarnafélagsins Landsbjargar á vefsíðunni
landsbjorg.is eða bankareikning Björgunarfélags Ísafjarðar,
0154-05-420335.
.
Jón Þ. Kristjánsson, Hjördís Ólafsdóttir,
Hildur Jósefsdóttir,
Þ. Margrét Kristjánsdóttir, Pétur I. Pétursson,
Indriði A. Kristjánsson, Carolyn Kristjánsson,
Hörður Kristjánsson, Björk Guðlaugsdóttir,
Kristján F. Kristjánsson, Guðný H. Yngvadóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR GERALD RAGNARSSON
skipstjóri,
Ægisvöllum 17, Reykjanesbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar-
heimilinu Hrafnistu, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 20. júlí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 3. ágúst
klukkan 13.
.
Guðrún Árnadóttir,
Ragnar Jónasson,
Inga Birna Ragnarsdóttir, Hrafn Árnason,
Árni Ragnarsson,
Einar Ragnarsson, Marta Guðmundsdóttir,
Albert Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
JÓNA SIGURÐARDÓTTIR
frá Urriðaá,
Borgarbraut 65a, Borgarnesi,
lést laugardaginn 23. júlí. Útförin fer fram
frá Borgarneskirkju mánudaginn 8. ágúst
klukkan 14.
.
Svandís Edda Ragnarsdóttir,
Hanna S. Kjartansdóttir, Anders Larsen,
Eyþór Kjartansson,
Haukur Kjartansson, Svanhildur Ólafsdóttir
og barnabörn.
Í minningu góðr-
ar vinkonu, hennar
Stínu, sem lést 3. júlí
sl., fer hugurinn alla
leið til unglingsár-
anna, við kynntumst í Fellaskóla
og nokkrum árum síðar lágu leiðir
okkar saman að nýju í Húsmæðra-
skóla Suðurlands á Laugarvatni.
Þar myndaðist traust og góð vin-
átta . Ferðin okkar til Vestmanna-
eyja var ávallt rifjuð upp með
miklum hlátrasköllum og þegar
kom að því að við fengjum bílpróf-
ið var Stína ávallt á rúntinum og
ekki á minni bíl en Range Rover.
Stína varð bóndakona i Flóan-
um og eiga þau Ingjaldur fjögur
börn og barnabörnin veittu henni
einstaka gleði. Þau voru höfðingj-
ar heim að sækja, mikil gleði og
umhyggja einkenndi heimilið. Þó
svo að umgangur milli okkar hafi
minnkað þá var sterk vinartaug
sem tengdi okkur öll árin.
Kristín Þorbjörg
Ólafsdóttir
✝ Kristín Þor-björg Ólafs-
dóttir fæddist 13.
maí 1959. Hún lést
3. júlí 2016.
Kristín var jarð-
sungin 9. júlí 2016.
Veikindi settu
strik i lífshlaup Stínu
en með æðruleysi og
húmor að leiðarljósi
tókst henni að halda
sinni reisn. Vil ég
senda mínar innileg-
ustu samúðarkveðj-
ur til ástvina hennar,
og kveð ég mína vin-
konu með virðingu
og þökk fyrir allt og
allt.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Björg Lárusdóttir (Böggý).