Morgunblaðið - 26.07.2016, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Að gera alltaf það sama og búast
við nýjum niðurstöðum er ein hlið á geð-
veiki. Farðu varlega í fjármálunum. Haltu
þessu aðskildu en sinntu persónu þinni
vel.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú ert kvíðinn, er eins og skrjáfi í
hverju tréi, að allir hausar snúi sér við og
hvísli. Sparsemi er dyggð sem alltaf borgar
sig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt einhverjir misskilji orð þín
skaltu ekki láta misskilning þeirra draga úr
þér kjarkinn. Fullt tungl hefur ekki síður
áhrif á unga fólkið en þá sem eldri eru.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Skapvonska þín er heillandi, en
bara í augum þeirra sem þekkja þig.
Kannski færðu ekkert meira út úr þessari
stöðu en að fyllast þakklæti til lífsins.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Taktu á gömlum skuldum. Hver er
sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til
þess að ráðskast með þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú skalt vera skýr í öllum sam-
skiptum við aðra. Notaðu tækifærið til að
vinna að hugðarefnum þínum. Ekki búast
við því að eldingu með réttu svari ljósti
niður í kollinn á þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú fyllist andúð í garð einhvers og
finnst að gerðar séu meiri kröfur til þín en
annarra. Gefðu þér tíma til að sinna sjálf-
um þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert í keppnisskapi og lík-
amlega ertu ansi sterkur. Tunglið er fullt
og það skapar spennu á vinnustað og jafn-
vel í líkama þínum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er fullkominn tími til að
henda öllum leiðbeiningum og sjá hverju
lífið líkist þegar leikið er af fingrum fram.
En það er mikilvægt að fá viðurkenningu,
engu að síður.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fyrir fólkið í kringum þig skiptir
álit þitt máli. Gættu að því hvert hvatvísin
leiðir þig í dag því það er hætt við ruglingi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú gætir komið auga á nýjar
lausnir í vinnunni eða hugsanlega hagn-
aðarvon. Mundu að gæði og magn fara
ekki endilega saman.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er óvitlaust að setja sér skrif-
leg takmörk og staldra svo við öðru hverju
og sjá hvernig hefur miðað. Sláðu á létta
strengi, það getur oft bjargað hlutunum.
Jón Arnljótsson skrifaði í Leirinn15. júlí:
Vindur blæs og vöknar beð.
Vöxtur nú í sefinu.
Birta Líf er börnuð. Með
brillur er á nefinu.
Gústi Mar spurði þá þessarar
eðlilegu spurningar:
Vísur flóknar fipa geð
og fækka ekki þrefinu.
Var Birta Líf þá börnuð með
brillurnar á nefinu?
Sigrún Haraldsdóttir er alltaf
hollráð:
Ef brúður vill í barn eitt hnoða
er brillur gott að hafa,
mest til þess að mæla og skoða
meintan sæðisgjafa.
Gústi Mar leit á praktísku hlið-
ina:
Oft í laumi ástir takast
er þá fólk á taugunum.
Eins í flýti menn þá makast
og margir loka augunum.
Sigrún var með á nótunum:
Víst er að þú segir satt,
svona gjarnan „messum“.
Margir hafa farið flatt
á flumbrugangi þessum.
Jón Arnljótsson á síðasta orðið:
Hvernig sem að þungast þær,
þá má spara gortin.
Brillur hefur börnuð mær
að betur sjái kortin.
Ég fór með þessar vísur fyrir
karlinn á Laugaveginum, hann ók
sér í herðunum, hallaði eilítið undir
flatt og tuldraði:
Síst er þörf fyrir sæðisgjafa
ef sjálfs eru efnin fín; –
ef kerling vildi krakkann hafa
kæmi hún til mín!
Kerlingin á Skólavörðuholtinu
hafði orð á því fyrir skömmu á
Boðnarmiði að hún hefði séð vísu
eftir Ingólf Ómar Ármannsson um
kerlingar, sem aðeins þyldu rauð-
vín: – „Ég finn vísuna ekki aftur en
svara bara svo hann viti að ekki eru
allar kellingar eins:
Vodka drykkinn vel ég þoli
whisky, gin og koníak
drós er ég og drykkjusvoli
dýrka veislur rall og skak.“
Ingólfur Ó. Ármannsson svaraði:
Hress að vanda, hýr á brún
hraust að öllu leyti.
Sterka drykki drekkur hún
og dýrkar rall og teiti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Horft til veðurs,
brillur og barneignir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
ÉG ER MEÐ KÖKUKREM
OG TVÆR SKEIÐAR
ÞÚ VEIST HVERNIG
Á AÐ VERA MEÐ TIL-
ÞRIFAMIKLA INNKOMU
HVER YKKAR VAR MEÐ
KOLKRABBANN?
„HUGSAÐU TIL LENGRI TÍMA. EINS OG, EF ÞÚ
EIGNAST EINHVERN TÍMANN BÖRN, OG ÞAU ÁKVEÐA
AÐ EIGNAST BÖRN, ÞÁ GÆTI ÞETTA VIRKILEGA
BORGAÐ SIG FYRIR BARNABÖRNIN ÞEIRRA.“
„HÆTT‘AÐ KVARTA! VILTU AÐ GLUGGARNIR
ÞÍNIR VERÐI ÞVEGNIR EÐA EKKI?“
...strákur fyrir þig,
stelpa fyrir mig.
FJÁRMÁLA
RÁÐGJÖF
Víkverji rakst á kunningja sinná förnum vegi á dögunum og
spurði frétta, eins og gengur. Kom
þá í ljós að sonur kunningjans er
að flytjast búferlum frá Akureyri
til Kaupmannahafnar. Fagnaði
kunninginn þeim tíðindum. Vík-
verji furðaði sig á því enda er
honum mun hlýrra til Akureyrar
en Kaupmannahafnar, með fullri
virðingu fyrir Kaupmannahöfn.
Kunninginn tók svo sem enga af-
stöðu til þessara tveggja ágætu
staða, ástæðan fyrir gleði hans var
einföld: „Nú verður miklu ódýrara
fyrir mig að heimsækja hann.“
Það er sannarlega umhugs-
unarvert.
x x x
Við þetta rifjaðist upp fyrir Vík-verja samtal sem annar kunn-
ingi hans lenti í fyrir fáeinum ár-
um. Sá kunningi hitti þá
kunningja sinn á förnum vegi um
vorbil og fóru þeir að ræða um
sumarleyfisáform. Kunningi Vík-
verja tjáði kunningja sínum að
hann væri ekki á leið utan í sum-
arfrí, heldur ætlaði hann að
ferðast um Ísland. Kunningi kunn-
ingjans fékk þá klums og mælti:
„Nú, ertu á svona góðum laun-
um?“
x x x
Já, Víkverji hefur heyrt fleirisögur af „budduverkjum“ fólks
eftir að hafa ferðast innanlands en
ætlar eigi að síður að láta sig hafa
það að skreppa aðeins út úr bæn-
um í byrjun næsta mánaðar. Láta
á þetta reyna. Svo lengi sem hann
hittir ekki fleiri kunningja sem
draga úr honum kjarkinn!
x x x
Í þessu kunningjahjali öllu rifjastupp fyrir Víkverja að hann var
fyrir allmörgum árum skammaður
hér á blaðinu fyrir að nota það
ágæta orð, sumsé kunningi, heldur
frjálslega. Var hálfpartinn bannað
að nota það framvegis. Víkverji
skildi það aldrei almennilega – fal-
legt orð, kunningi – og gegndi
þessum tilmælum aldrei. Nú eru
mennirnir sem skömmuðu Vík-
verja löngu hættir hér á blaðinu
en Víkverji er hér enn. Og kunn-
ingjar hans. víkverji@mbl.is
Víkverji
Blessun Drottins auðgar og erfiði
mannsins bætir engu við hana.
(Orðskviðirnir 10:22)
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN
Enn snjallara heyrnartæki
Beltone Legend
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
™
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004