Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Blue Ice Band mun efna til blús- aðra hljómleika á Café Rosenberg í kvöld klukkan 21 ásamt hinni bandarísku Kar- en Lovely en hún kom einmitt fram á síðustu Blúshá- tíð í Reykjavík. Það verða þeir Halldór Bragason, Guðmundur Pét- ursson, Róbert Þórhallsson og Birg- ir Baldursson sem stíga með henni á sviðið en nú þegar hafa hátt í tvö hundruð manns sýnt viðburðinum áhuga á fésbókarsíðu hans. Blúsaðir tónleikar á Café Rosenberg Blús Karen Lovely kemur fram í kvöld. Í gær var það tilkynnt að söngleik- urinn Lazarus, sem David Bowie skrifaði ásamt Endu Walsh, muni hefja göngu sína í London 25. október næstkomandi. Verkið verður sýnt í King’s Cross-leikhúsinu og mun það standa til 21. janúar á næsta ári. Söngleikurinn er byggður á vís- indaskáldsögu Walters Tevis, The Man Who Fell to Earth, frá árinu 1963 en kvikmynd byggð á bókinni, í leikstjórn Nicolas Roeg, kom út árið 1976 og fór Bowie þar einmitt með aðalhlutverk. Leikhúsverk Bowie og Walsh var frumsýnt í New York í fyrra og stóðu sýningar í þrjá mán- uði. Þegar farið var að síga á síðari hluta sýninganna lést Bowie úr krabbameini eins og flestum er kunn- ugt. Michael C. Hall, Michael Esper og Sophia Anne Caruso munu end- urtaka leik sinn og fara með aðal- hlutverkin í London auk þess sem leikstjóri verksins verður sá sami, Ivo Van Hove. Lög Bowie fá að njóta sín í verkinu og má þar nefna gullmola á borð við „Changes“ og „Life on Mars?“. Margslunginn Lazarus var með síðustu verkum sem David Bowie kom að. Lazarus í London  Söngleikur David Bowie og Endu Walsh hefur göngu sína 25. október Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Ég var lengi að prófa mig áfram í mismunandi stefnum, teknói, „house“-tónlist, síkadelíu, trip-hopi og fleiru. Undanfarið hef ég þó mest verið að gera „ambient/ drone“, eða sveimtónlist eins og það heitir á íslensku, þar sem áherslan er lögð á hljóðheiminn og áferð,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Steinsson, betur þekktur sem Hex- agon Eye, en hann gaf nýverið út stuttskífuna Virtual. Skífan kemur út undir hatti Möller Records og er þetta fyrsta útgáfa Hexagon Eye sem útgáfufyrirtækið fóstrar. Góð aðstaða í skólanum Helgi kveður skífuna vera inn- blásna af kvikmyndunum Computer Dreams frá árinu 1988 og The Mind’s Eye frá árinu 1990. Þá hafi svokölluð „vaporwave“-tónlist verið honum ofarlega í huga þegar hún var smíðuð. „Ég byrjaði að búa til raftónlist fyrir um fjórum árum síðan þegar ég keypti mér fartölvu. Fyrir það hafði ég þó verið í nokkrum bíl- skúrsböndum eins og gengur og gerist,“ segir Helgi sem leggur mikla áherslu á þann tölvubúnað sem hann vinnur með. „Það mikilvægasta í vopnabúrinu mínu er án efa tölvan. Ég flakka síðan svolítið á milli forrita eftir því hvað ég er að gera hverju sinni. Ég byrjaði á því að fikta í GarageBand og uppfærði síðan yfir í Logic og það var í því forriti sem ég bjó til Virtual-plötuna. Núna er ég að- allega að nota Ableton fyrir mitt eigið efni og Pro Tools ef ég þarf að taka upp margt í einu. Ég bý að mjög góðri aðstöðu í skólanum og hef aðgang að fullt af skemmti- legum hljóðgervlum og öðrum græj- um,“ segir Helgi en hann býr í Berl- ín um þessar mundir þar sem hann hefur verið að nema hljóðtækni. „Ég var að útskrifast úr skóla sem heitir dBs Music fyrir tveimur vikum. Þetta er búið að vera frá- bært ævintýri og Berlín er klárlega staðurinn til að vera ef maður er að vinna í tónlist. Berlín er mjög al- þjóðleg borg og það er góður inn- blástur að vera í kringum eins þenkjandi fólk úr ólíkum áttum,“ segir hann. Vinnur að næstu plötu „Ég er einnig partur af mjög skemmtilegu verkefni sem heitir This Is Why sem er einskonar spunakollektív. Ekkert er ákveðið fyrirfram og útkoman veltur á and- rúmsloftinu hverju sinni. Upptakan er síðan sett á netið án allrar eft- irvinnslu. This Is Why er frískandi kontrast við mitt sólóefni þar sem fullkomnunaráráttan ræður ríkjum. Það heldur manni á tánum þegar við erum að vinna í This Is Why að vita að ekkert verði lagað í eft- irvinnslu,“ segir Helgi sem hefur einmitt komið fram á þó nokkrum tónleikum í Berlín, bæði sem Hex- agon Eye og sem hluti af This Is Why. Eins og áður segir er Virtual stuttskífa og inniheldur hún sex lög. Hægt er að nálgast hana á hex- agoneye.bandcamp.com og á Spot- ify. Þá kveðst Helgi vera kominn langt með nýja plötu og nýlegt efni sé nær eingöngu flutt á tónleikum hans um þessar mundir. Berlínarborg góður innblástur  Tónlistarmaðurinn Helgi Steinsson, betur þekktur sem Hexagon Eye, gefur út stuttskífuna Virtual  Sveimtónlistin nýtur sín vel í útgáfu Möller Records Ljósmynd/Antonino Modica Hljóðtækni Helgi kveður skífuna vera innblásna af kvikmyndunum Computer Dreams frá árinu 1988 og The Mind’s Eye frá árinu 1990. Hann útskrifaðist úr hljóðtækninámi úr skólanum dBs Music í Berlín fyrir tveimur vikum. Umslag Bára Bjarnadóttir sá um að hanna umslag plötunnar Virtual. Látið okkur sjá um þvottinn fyrir heimilið Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Takið frí frá þvottahúsinu í sumar GHOSTBUSTERS 5, 10:10 THE INFILTRATOR 5, 8, 10:35 ÍSÖLD ÍSL.TAL 3:50, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 8 MIKE AND DAVE 10:25 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.