Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst gamalt hús sem þarfnast viðgerða,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, og vísar í máli sínu til þeirra umfangs- miklu viðgerða sem framundan eru á ráðhúsi Vestmannaeyja, en í ljós hefur komið raka- vandamál sem þörf er á að bregðast við. Ráðhúsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og upphaflega byggt sem sjúkrahús árið 1927. Að sögn Elliða hefur húsið fengið takmark- að viðhald í gegnum árin og má þar t.a.m. enn finna upphaflega glugga. „Það er ljóst að framundan er mikið verk, en þetta er eitt af mest áberandi húsum í Vestmannaeyjum og Eyjamönnum þykir eðlilega mjög vænt um það,“ segir Elliði, en að sögn hans þarf m.a. að opna veggi vegna rakavandamála, brjóta upp gólfplötu hússins, kanna ástand glugga og endurnýja þak. Fundu fyrir óþægindum Spurður hvort starfsfólk hafi fundið fyrir einhverjum óþægind- um vegna vandamálsins kveður El- liði já við. „Fólk hefur fundið fyrir óþægindum í öndunarfærum og augum, en mér vitanlega hafa ekki orðið veikindi sem rekja má til þessa.“ Í þessum mánuði mun stjórnsýsl- an flytja úr ráðhúsinu á meðan framkvæmdir standa yfir og hefur starfsfólk fengið aðstöðu í Landsbankahúsinu. khj@mbl.is Ráðhúsið í Eyjum þarfnast viðgerða Prýði Ráðhúsið í Vestmannaeyjum var byggt árið 1927 og segir bæjarstjóri nú þörf á að ráðast í miklar framkvæmdir vegna rakaskemmda.  Flytja þarf starfsemina í annað hús Elliði Vignisson „Kvennaliðið stendur sig algjörlega frábærlega,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Íslenski landsliðshópurinn í skák er að keppa í Krist- alhöllinni í Bakú í Aserbaídsjan. Stelpurnar unnu sigur á sterkri sveit Moldóvu í gær. Lenka Ptácníková og Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir unnu sínar skákir og Veronika Steinunn Magnús- dóttir gerði jafntefli. Hennar fyrsti punktur á Ólympíu- skákmóti. Að mati Gunnars sýndu Lenka og Hallgerður mikinn karakter í erfiðum stöðum þar sem þær náðu að snúa taflinu sér í vil. „Menn eru farnir að kalla liðsstjórann, hann Björn Ív- ar Karlsson, Lars, svona þegar menn hugsa til EM í fót- bolta,“ segir Gunnar. Kvennaliðið er í 31. sæti með 6 stig. Fimmta umferð hefst í dag klukkan 11 að íslenskum tíma. Sigur Lenka er til vinstri, þá Guðlaug, Hallgerður og Veronika. Að baki þeirra stendur Björn Ívar liðsstjóri. Sigur í gær hjá kvennasveitinni  Kvennaliðið í skák stendur sig vel í Bakú í Aserbaídsjan Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun í dag á fyrsta borgarstjórnarfundi vetrar- ins leggja fram tillögu um ferða- kostnað og ferðaheimildir í því skyni að auka gagnsæi og eftirlit við ráðstöfun almannafjár. Að sögn Kjartans lagði hann fram í borgarráði fyrir ári tillögu sama efnis sem fjallaði um að borg- arfulltrúar fengju að sjá fyrirfram kostnaðaráætlanir þegar borgin væri að senda sendinefndir til út- landa. Tillagan var tekin fyrir 18. júní 2015 og var efni hennar breytt á þá leið að ekki skyldi upplýst um slíkar kostnaðaráætlanir fyrirfram heldur eftir á með því að leggja lista yfir samþykktar ferðaheimildir fyrir viðkomandi ráð og nefndir borgarinnar. „Ég sætti mig ekki við þetta og flutti því upphaf- legu tillöguna óbreytta í borg- arstjórn fyrir réttu ári eða 1. september 2015. Fulltrúar Sam- fylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata felldu þá tillöguna og bókuðu m.a. að þeir teldu rétt að láta reyna á það verklag að árs- fjórðungslegir listar yfir allar sam- þykktar ferðaheimildir yrðu lagðir fram áður en aðhafst yrði. Nú er ár liðið frá því að meiri- hlutinn felldi tillögu mína í borg- arstjórn og næstum fimmtán mán- uðir frá því að breytingartillaga meirihlutans um ársfjórðungslega lista var samþykkt í borgarráði,“ segir hann. Að sögn Kjartans hafa engir slík- ir listar verið lagðir fram. Meiri- hlutinn hafi því hvað eftir annað brotið eigin samþykkt, sem einung- is hafi verið sýndarmennska í kjöl- far þess að þeir felldu tillögu hans. „Þetta er enn eitt dæmið um að verkstjórn meirihlutans er í molum og að hann er ekki hlynntur gagnsæi eins og forsvarsmenn halda þó gjarnan fram á tyllidög- um.“ Vill auka gagnsæi og eftirlit  Flytur tillögu um ferðakostnað í borgarstjórn í dag Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.