Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af 6. september 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 115.51 116.07 115.79 Sterlingspund 153.17 153.91 153.54 Kanadadalur 88.11 88.63 88.37 Dönsk króna 17.347 17.449 17.398 Norsk króna 13.851 13.933 13.892 Sænsk króna 13.424 13.502 13.463 Svissn. franki 117.75 118.41 118.08 Japanskt jen 1.1147 1.1213 1.118 SDR 161.27 162.23 161.75 Evra 129.09 129.81 129.45 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 162.1354 Hrávöruverð Gull 1328.3 ($/únsa) Ál 1592.0 ($/tonn) LME Hráolía 45.79 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Norðurál og Landsvirkjun hafa gengið frá undir- ritun á framleng- ingu á rafmagns- samningi upp á 161 MW. Fyrirtækin náðu í maí síðast- liðnum sam- komulagi um að framlengja samn- inginn á kjörum sem endurspegla raforkuverð á mörk- uðum. Undirritun beið hins vegar for- skoðunar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og er henni nú lokið með já- kvæðri niðurstöðu. Samningsaðilar hafa því undirritað samninginn, sem enn er þó háður skil- yrðum, þar sem hann verður nú sendur til ESA til formlegrar og endanlegrar umfjöllunar. Búist er við afgreiðslu stofnunarinnar fyrir áramót. Samning- urinn tekur til nærri þriðjungs af orku- þörf álversins á Grundartanga Norðurál og Lands- virkjun undirrita Ál Norðurálssamn- ingur undirritaður. STUTT Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Það er ljóst að þetta hefur haft töluverð áhrif á skuldabréfamark- aðinn og sú ávöxtunarkrafa myndar grunn að langtímavöxtum, en þetta eru vextir sem heimilin í landinu eru að taka lán á,“ segir Ingólfur Ben- der, forstöðumaður Greiningar Ís- landsbanka, spurður um áhrif þró- unar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði í kjölfar lækk- unar Seðlabanka Íslands á megin- vöxtum úr 5,75% í 5,25% og hækkun matsfyrirtækisins Moody’s á láns- hæfiseinkunn Íslands um tvö þrep, í A3 úr Baa2. „Núna eigum við eftir að sjá betur hver viðbrögðin verða en við höfum nýlegt dæmi um það hvað gerðist þegar Seðlabankinn lækkaði vexti. Þá lækkaði ávöxtunarkrafan út allan vaxtaferilinn, sem leiddi til þess að við sáum lækkanir bæði á verð- tryggðum og óverðtryggðum lánum hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta skil- ar sér til heimila í landinu beint með þessum hætti en við verðum að hafa í huga að hér er um fyrstu viðbrögð við þessum tíðindum að ræða.“ Hvort hækkun lánshæfismats rík- isins komi til með að hafa áhrif á kjör almennings ein og sér segir Ingólfur bein áhrif fyrst og fremst snúa að lánakjörum erlendis, en á endanum skili það sér til heimila landsins. „Áhrifin af því að fara upp í A- flokk eru fyrst og fremst á lánakjör erlendis. Það fjölgar fjárfestum sem geta keypt skuldabréf ríkisins en margir sjóðir eru takmarkaðir við lánshæfismat í A flokki. Þar sem ríkið er ákveðið gólf fyrir aðra sem eru að sækja sér lánsfé, eins og t.d. bankana, Landsvirkjun og fleiri fyr- irtæki, lækkar vaxtakostnaðurinn þar líka. Nú, ef við tökum þetta or- sakaferli lengra þá þýðir hækkun lánshæfismatsins mögulegan vöxt fyrirtækja sem skilar sér í bættum kjörum heimila landsins, t.d. vegna atvinnusköpunar.“ Lækka vextir enn frekar? Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins, segir að stýrisvaxta- lækkun Seðlabanka Íslands hafa verið óvænta en nú sé allt eins gert ráð fyrir frekari lækkun. „Það er óhætt að segja að stýr- isvaxtalækkunin hafi komið á óvart, greiningardeildir voru ekki að gera ráð fyrir vaxtalækkun. Í kjölfarið fóru langtíma verðbólguvæntingar niður og markaðurinn er því að gera ráð fyrir enn lægri verðbólgu þrátt fyrir vaxtalækkun. Auk hækkunar lánshæfismats ríkisins eru þetta góðar fréttir fyrir bæði fyrirtæki og heimilin í landinu.“ Ásdís bendir jafnframt á að hækkun lánshæfis- matsins endurspegli þá jákvæðu stöðu sem er í hagkerfinu nú um stundir. Efnahagshorfur séu góðar, það ríkir stöðugleiki og loksins séu nú skref stigin til almennilegrar los- unar hafta. Ávöxtunarkrafa lækkar á skuldabréfamarkaði Morgunblaðið/Eggert Hagkerfi Vaxtalækkun Seðlabankans og hækkun lánshæfismats Íslands mun koma heimilum landsins vel. Vextir » Vaxtalækkun Seðlabankans lækkaði ávöxtunarkröfu út all- an vaxtaferilinn sem leiddi til lækkunar bæði á verð- tryggðum og óverðtryggðum lánum. » Hækkun lánshæfismats ríkissjóðs skilar sér óbeint til heimila landsins. » Búist er við frekari vaxta- lækkunum.  Stýrivaxtalækkun og hækkun lánshæfismats jákvæð fyrir fyrirtæki og heimili Gert er ráð fyrir að leigutekjur á verslunarrýmum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur verði á bilinu 4.000 krónur til 9.500 krónur á fer- metrann, eftir eðli, staðsetningu og umfangi. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem fasteignarfélagið Reginn sendir til Kauphallar í gær. Samtals hljóðar fjárfestingaráætl- un á reitnum upp á 5,6 milljarða króna, eða sem nemur 620 þúsund krónum á hver fermetra. Sú fjárhæð felur í sér kaupverð, fjármagns- kostnað, umsjón, hönnun og aðlögun leigurýma. Samningur vegna kaupa Regins á Hafnartorgsreitnum var undirritað- ur um mitt árið 2014 og segir í kaup- hallartilkynningunni að markmið fasteignafélagsins hafi verið að tengja þennan nýja miðbæjarkjarna við starfsemi, rekstur og markaðs- starf Smáralindar, sem einnig er í eigu Regins. Eins og greint var frá í júlí hefur verið undirritaður leigusamningur við sænsku fataverslanakeðjuna H&M um að opna verslun við Hafn- artorg og mun hún taka um þriðjung verslunarfermetra í einingunni. Samkvæmt tilkynningu Regins til Kauphallar verður litið á H&M verslunina sem ankeri í þessum nýja miðbæjarkjarna. Reginn væntir þess að tekjuáhrifa í reikningum félagsins muni fyrst gæta vegna verkefnisins á fjórða ársfjórðungi 2018, þegar rými í eigu Regins verði komin í fulla notkun. Áætlar félagið að áhrif á rekstrar- hagnað fyrir afskriftir og fjármagns- liði, EBITDA, verði um 400-460 milljónir króna til hækkunar á árs- grundvelli. Hafnartorg Reginn áætlar að EBITDA hækki um 400-460 milljónir. Leiguverð allt að 9.500 á fermetra  H&M þriðjungur verslunarrýmis við Hafnartorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.