Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viðvörun til hinna stjórnsömu: bældu niður hvötina til að stýra öllu. Þú dettur í lukkupottinn fljótlega, búðu þig undir það. 20. apríl - 20. maí  Naut Allt sem þú gerir til hagsbóta fyrir börn eða unglinga skiptir máli, sama hversu lítilfjörlegt það kann að virðast. Slepptu öll- um efasemdum í sambandi við ástarsam- band. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Passaðu að samningar séu skrif- legir og skuldbindingar líka. Sinntu starfi þínu, þegar það á við, og leyfðu þér að láta þig dreyma aðeins í frítímanum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Skrifaðu niður tvær hugmyndir sem bæta aðstæður á vinnustað eða upplifun þína í vinnunni. Þér finnst aðeins of gaman að skemmta þér, hægðu á þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki hlutina fara í taugarnar á þér og líttu fram hjá uppátækjum vinnufélaga þinna. Ef þú lætur aðra vita hvað þú hugsar þá færðu meiri hvatningu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kemur svo sannarlega miklu í verk þessa dagana. Vinur þinn kemur þér á skemmtilega á óvart. Hvernig væri að skipu- leggja óvissuferð með fjölskylduna, makann eða vinina? 23. sept. - 22. okt.  Vog Aðstæður sem vekja reiði lagast fljótt ef þú lætur af langrækni þinni. Ekki hafa óþarfa áhyggjur. Allt fer vel að lokum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hógværð er góður kostur en þú mátt samt ekki láta fólk misnota góðvild þína. Hvað með tómstundirnar í vetur? Ætl- arðu bara að húka heima? 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft ekki að íhuga í lengri tíma til að ná orkunni upp. Varastu að láta hrós stíga þér til höfuðs. Það er ekki hundr- að í hættunni þó heimilið sé á hvolfi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur verið skaðlegt að láta tilfinningarnar einar ráða ferðinni. Byrjaðu á því að skipuleggja nánasta umhverfi þitt því þannig nærðu best stjórn á hlutunum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn hentar vel til að taka á leyndarmálum eða feimnismálum. Þú hefur of margt á þinni könnu. Reyndu að anda djúpt og vera í núinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Félagslífið er með besta móti því allir vilja hitta þig. Veltu því fyrir hvort þú ættir að stíga út fyrir þægindarammann og demba þér í námið sem þig langar að fara í. Góðvinur Víkverja neitar aðendurvinna, sama hvað það heitir; plast, pappír, ál eða lífrænn úrgangur. Svona blasir þetta við honum: sauðirnir sem taka þátt í þessari hjarðhegðun eru að færa fyrirtækjunum sem taka á móti úr- ganginum verðmæti, svo til endur- gjaldslaust. Hann kallar þetta „að vinna fyrir manninn“ og kastar kókflöskunni umhugsunarlaust í ruslið. Hann kastar líka eyrna- pinnum í salernið, en það er önnur saga. x x x Það má vel vera að vinurinn hafirétt fyrir sér, að Jón Jónsson ætti að krefjast þess að fá betur borgað fyrir sorpið sitt. En Víkverji sér endurvinnsluna öðrum augum; sem samfélagsverkefni. Endur- vinnsla er æfing í samfélagsábyrgð og umhverfisvitund, hún sameinar okkur og betrar. Okkur sem endur- vinnum líður betur þegar við höfum tekið okkur til, safnað, flokkað og skilað. Við höfum áorkað einhverju, fyrir okkur sjálf og samfélagið. Fegrað heimili okkar og um leið stuðlað að fegurra umhverfi. x x x Á endurvinnslustöðinni eru allirjafnir. Þegar þau mætast á planinu, í gámaparadísinni, kinka þau kolli hvort til annars; maðurinn með kerruna fulla af trjágreinum og konan sem er að kasta gömlu frystikistunni. Bæði hafa unnið þarft verk, munu setjast niður að kvöldverði sátt með afrakstur dags- ins. Steikin á borðinu úr nýja frysti- skápnum, borðstofuborðið baðað sólargeislum sem náðu ekki gegn- um laufskrúðið sama morgun. x x x Það skiptir ekki máli hvern þaukusu, hvort þau sækja kirkju eða hvað leynist í launaumslaginu. Það skiptir ekki máli að illa girta ungmennið sem bíður í dósa- og flöskumóttökunni er þar tilneyddur af foreldrum sínum. Þau eru þarna öll, að taka þátt. Að leggja sitt af mörkum til þessa sameiginlega verkefnis. Það má finna fegurð í endurvinnslunni og Víverji skorar á góðvininn og skoðanabræður hans að endurvinna afstöðu sína til endu- vinnslunnar. víkverji@mbl.is Víkverji Guð fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein. (Sálm. 103:3) Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? Páll Imsland heilsaði Leirliði áfögrum föstudegi, – „eins og alþjóð – mínus einhverjir fáeinir – veit, eltist ég við blóðmerastóð um landið fagurt og frítt. Er ekki laust við að heyrst hafi hvískrað: „Þetta er hann Blóðmera-Páll“: Bölvaður Blóðmera-Páll bæði’ er hann klókur og háll. Hann eltist við merar magrar og sverar. Þá mikill er á honum gáll. En þó ég leggi þessi orð í hendur, eða öllu fremur í munn, óvina minna þá er það nú ekki svo að ég geri betur við þá en vini mína. Þeir fá því líka nothæfa versjón af limr- unni: Blessaður Blóðmera-Páll! Býsn ertu klókur og háll, að eltist við merar bæði magrar og sverar og mikill nú á þér er gáll. Hjálmar Freysteinsson birti á feisbókarsíðu sinni skemmtilegar vísur um „húsfluguna“: Gott er að eiga gæludýr, getur meir en borgað sig. Húsflugan sem hjá mér býr hún sér um að vekja mig. Við hennar suð og vinarhót vakna ég að morgni dags. Með létta vængi og flugufót fylgir hún mér til sólarlags. Tekur flugið til og frá trygglyndi þó sýna kann, lítur varla aðra á eltir bara húsbóndann. Þær voru kallaðar húsflugur í sveitinni en ekki veit ég hvort það er viðurkennt heiti. Þær eru í ess- inu sínu á svona haustdögum. Mér heyrist sumir hafa horn í síðu þeirra! Vísurnar eru eiginlega já- kvæðniæfing. Allir þekkja „Litlu fluguna“ og Halla á Laugabóli orti ljóð um maðkafluguna og eitt erindi um kónguló: Góðlynd er „gönguló“. Glaðlynd í þúfnamó býr hún með börnunum ungu. Fagra þar vefur voð; veitir þó engum stoð. Létt ber hún byrðina þungu. Halldór Blöndal halldorblondal@sismnet.is Vísnahorn Af Blóðmera-Páli, húsflugum og kónguló Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þakka þér fyrir að vera þú.„FYRIRGEFÐU AÐ ÉG VAKTI ÞIG. ÉG FATTAÐI EKKI AÐ ÞÚ VÆRIR MEÐ GOLFSTÖÐINA Í GANGI.“ „VILMUNDUR, ÉG SKAL TAKA VIÐ.“ UPPKLAPP! UPPKLAPP! KÓNGUR ÓVINARINS HEFUR SKIPAÐ HERMÖNNUM SÍNUM AÐ RÁÐAST Á ÞIG VIÐ FYRSTU SÝN! KANNSKI MYNDI GRÍMA PLATA ÞÁ! TAKTU ÞETTA ÉG HEYRÐI AF ÞVÍ…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.