Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Globeathon Ísland fer fram sunnu- daginn 11. september, kl. 11:00 en ræst verður við Nauthól og verður hlaupið eða gengið um Fossvogsdal- inn. Globeathon er alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á krabba- meini í kvenlíffærum en þetta er í fjórða sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að viðburðinum en hlaupið er fyrir alla, konur, börn og karla, sam- kvæmt tilkynningu. Í ár mun ágóðinn renna til göngu- deildar krabbameinssjúklinga, deild- ar 11B á Landspítalanum en ætlunin er að gera þá deild fallegri og heim- ilislegri fyrir þá sjúklinga sem þang- að þurfa að koma í lyfjameðferð. Hægt verður að ganga fimm kíló- metra en einnig er í boði að hlaupa á tíma í fimm og tíu kílómetra hlaupi með flögu. Þeir sem skrá sig fyrir föstudaginn fá forsöluverð en þá kostar 500 krónur fyrir 14 ára og yngri en 2.500 fyrir 15 ára og eldri. Einnig er hægt að koma í Kringluna fyrir utan Herragarð á annarri hæð milli kl. 13:00 og 16:00 á laugardeg- inum 10. september og skrá sig á for- söluverði. Á hlaupadaginn verður hægt að skrá sig við Nauthól milli 9.30 til 10.45. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í fimm og tíu kílómetra hlaupi og að auki verða dregin út um 50 glæsileg útdráttar- verðlaun. benedikt@mbl.is Hlaupið Globeathon Morgunblaðið/Ómar Hlaupið Ágóðinn mun renna til göngudeildar krabbameinssjúklinga, deildar 11B. Hlaup til styrktar göngudeildar Tónleikar með ítalska raftónlistar- manninum Shapednoise á Húrra á morgun er beðið með töluverðri eft- irvæntingu. Shapednoise er lista- mannsnafn Nino Pedone sem býr að staðaldri í Berlín. Eftir að hafa gefið út kasettu árið 2013 hefur nafn hans orðið þekktara og þekktara með ári hverju. Hann hefur unnið samvinnu- verkefni meðal annars með Justin K Broadrick, Black Rain, og AnD og er þessa dagana að sameina krafta sína Demdike Starés Miles Whittaker und- ir viðurnefninu Boccone Duro. Plötu- fyrirtæki hans, Cosmo Rhythmatic, einbeitir sér að Architectural Noise, sem kannar möguleika hljóðorkunnar og rannsakar tæknilegar og mál- fræðilegar hliðar tónlistar. Fljótlega sameinaðist þeim fjölbreytilegur hópur listamanna sem hafði sér- stakan áhuga á að skilgreina nýjar öfgar. Ultraorthodox, eða Arnar Már Ólafsson, mun hita upp en hann er einn helsti framúrstefnu-raftónlist- armaður Íslands um þessar mundir. Tónleikarnir eru skipulagðir af músík- og listahópnum FALK Raftónlistarmaðurinn Shapednoise hér á landi Húrrandi raf- tónlistargleði Ljósmynd/Aðsend Shapednoise Byrjaði einfalt og gaf út kasettu sem þykir mikil snilld. Kaffihúsaátak UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi hófst fyrir helgi. Það var Eliza Reid, forsetafrú, sem hóf átakið. Næstu tvær vikur býðst landsmönnum að taka virkan þátt í baráttunni gegn mænusótt, sem einnig er þekkt sem lömunarveiki. Te & Kaffi gefur andvirði einnar bólusetningar gegn mænusótt af hverjum seldum drykk fram til 18. september og viðskiptavinum er boðið að gera það sama. Mænusóttarveiran er mjög smit- andi og getur valdið bæði lömun og dauða. Engin lyf eru til sem lækna mænusótt. Einungis er hægt að koma í veg fyrir að fólki fái veikina og það er gert með bólu- setningu. Skammtur af bóluefninu kostar einungis 25 krónur. Þetta er í fjórða sinn sem Te & Kaffi stendur fyrir kaffihúsaátaki með UNICEF á Íslandi og í þriðja sinn sem safnað er vegna mænu- sóttar. Framtakinu hefur verið tek- ið frábærlega hér á landi og sam- tals safnast andvirði 218.744 bólusetninga gegn mænusótt. Eftir að bóluefni gegn mænusótt kom fram á sjónarsviðið og barst hingað til lands tókst á skömmum tíma að ráða niðurlögum sjúk- dómsins á Íslandi. Þökk sé bóluefninu náðist mikill árangur næstu áratugina í barátt- unni gegn mænusótt á heimsvísu. Fátækari ríki sátu hins vegar eftir. „Við hjá Te & Kaffi erum stolt af samstarfinu við UNICEF á Íslandi og þykir afskaplega vænt um það. Við erum búin að vera stoltur styrktaraðili frá árinu 2008 og höfum á þeim tíma safnað um 30 milljónum og erum hvergi nærri hætt. Samstarfið við UNICEF er hryggjarstykkið í okkar stefnu um samfélagslega ábyrgð og nýtur hún mikils stuðnings starfsmanna alls staðar í fyrirtækinu,“ segir Guðmundur Halldórsson hjá Te & Kaffi. Eliza Reid, forsetafrú, með átakið Klárum málið í samstarfi við UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi Kaffi til styrktar mænusótt í þriðja sinn Morgunblaðið/Þórður Spjallað Eliza Reid, forsetafrú, ásamt þeim Bergsteini Jónssyni fram- kvæmdastjóra UNICEF á Íslandi og Guðmundi Halldórssyni hjá Te og Kaffi. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hljómsveitin Kronika, semnánast má kalla ofur-band, mun spila í fyrstasinn fyrir áhorfendur þegar hún hitar upp fyrir tvenna tón- leika Skálmaldar í október sem verða á Græna hattinum og Gauk á Stöng. Hljómsveitarmeðlimir eru Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Birgir Jónsson úr Dimmu lemur á húðir, þúsundþjalasmiðurinn Guðmundur Þorvaldsson spilar á gítar og Reykja- víkurdóttirin Tinna Sverrisdóttir stendur fyrir aftan míkrófóninn og rappar og syngur. Hljómsveitin er ekkert að hitt- ast upp á grín heldur er búin að bóka stúdíó og plata verður gefin út. „Þeg- ar maður er kominn með bumbu og á góðan aldur lærist að ef andrúms- loftið og stemningin er rétt þá virka hlutirnir. Þá á að treysta því sem er að gerast fyrir framan þig og fara af stað. Við sem erum í hljómsveitinni vorum öll á þeim stað að finnast þetta alveg ofboðslega gaman og vorum til í að vinna hratt en örugglega og bók- uðum stúdíó, alveg hæfilega tilbúin,“ segir Snæbjörn. Tinna heillaði á tónleikum Hann hafði gengið með hug- mynd að svona hljómsveit í mag- anum í nokkur ár. „Ég var einu sinni að horfa á tónleika með Dimmu og hugsaði að það væri andskoti gaman að spila með Bigga. Hann og Jón Geir, trommari Skálmaldar, eru að ég tel tveir af bestu trommurum landsins. Ég gekk með þessa hug- mynd í maganum í nokkur ár og langaði að búa til einhverskonar rokk/rapp stemningu. Ég sá Tinnu þegar hún var að syngja á sömu tón- leikum og Agnes, kærasta mín, var að syngja á. Þarna voru Reykjavík- urdætur að verða að nafni og ég sá í henni púsl sem hafði vantað. Svo lá hugmyndin í dvala í einhvern tíma en við rifum þetta af stað og hér erum við. Að fara að taka upp plötu og spila á tónleikum. Ekki slegið af Snæbjörn segir að tónlistin sé þung og það sé hvergi slegið af, sér- staklega ekki í hávaða. „Þetta er rokk þó það komi allskonar áhrif inn í þennan hrærigraut því allir eru að setja sitt í þetta. Við Biggi erum Ekkert slegið af í hávaða og rokki Kronika er ný hljómsveit, skipuð meðlimum úr Dimmu, Skálmöld, Reykjavíkur- dætrum og Hrauni. Hljómsveitin er þegar á leið í stúdíó og mun spila á undan Skálmöld í fyrsta sinn í október. Þar mun Snæbjörn Ragnarsson hita upp fyrir sjálfan sig en hann er í báðum hljómsveitum. Morgunblaðið/Ófeigur Taktfast Birgir Jónsson slær taktinn fyrir hina nýju hljómsveit sem mun von bráðar skella sér í hljóðver og taka upp. Morgunblaðið slóst í för á hljómsveitaræfingu og það sem var á rokkseðlinum það kvöld lofar góðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.