Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Það er bara alltí blómahérna á Akureyri eins og alltaf og maður sér ekki annað á bæjar- búum en að þeim líði ágætlega. Það eru allir brosandi út að eyrum,“ segir Ei- ríkur Björn Björg- vinsson, bæjarstjóri á Akureyri, spurður út í bæjarlífið. „Sumarið hefur verið ágætt og haustið byrjar vel. Þegar ég horfi út um gluggann á skrifstofunni minni núna þá sé að ég eitt skemmtiferðaskip liggur við höfnina. Það er alltaf gaman að fá þau hingað og það lífgar upp á bæjarbraginn. Það hefur verið heilmikið aukning á erlendum ferðamönnum og svo erum við búin að byggja upp svo sterka innviði hérna að það er ferðamannastraumur allan ársins hring. Svo koma líka margir innlendir ferðamenn í heimsókn til Akureyrar. Reksturinn hjá bæjarfélögunum er samt alltaf í járnum og í mörg horn að líta. Það er má hvergi slá slöku við.“ Eiríkur á stórafmæli í dag og ætlar að vera með fjölskyldunni. „Eins og sagt er þegar maður er kominn á þennan aldur: ég verð að heiman. Þetta er annars búið að vera skemmtilegt ár hvort sem það var vegna þessara tímamóta eða ekki. Ég er búinn að ferðast mikið bæði erlendis og innanlands. Ég fór á EM í sumar og það var m.a. af- mælisgjöf frá foreldrum mínum og fjölskyldunni þannig að það má segja að sú ferð hafi verið hluti af afmælinu. Utan vinnu þá reyni ég að halda mér í góðu líkamlegu formi og svo legg ég upp úr því að vera mikið með fjölskyldunni og að við eigum okkar gæðastundir.“ Eiginkona Eiríks er Alma Jóhanna Árnadóttir, grafískur hönnuður og hönnunarstjóri hjá Ásprent/Stíl. Synir þeirra eru Árni Björn, 19 ára, Birnir Eiðar, 8 ára, og Hákon Bjarnar sem verður 7 ára á gamlársdag. Bæjarstjórinn Eiríkur Björn Björgvinsson. Allir brosandi út að eyrum á Akureyri Eiríkur Björn Björgvinsson er fimmtugur M agnús fæddist í Reykjavík 6.9. 1946 og ólst upp í gamla Vesturbænum, á Öldugötu 40, ásamt systrum sínum tveimur, Línu og Kristínu. Þau fluttu svo þegar hann var 14 ára út á Seltjarnarnes, þar sem foreldrar hans bjuggu eftir það. Magnús gekk í Melaskólann og Hagaskólann, lauk stúdentsprófi frá VÍ 1967, cand. oecon.-prófi frá HÍ 1971, sótti námskeið í International Shipping við Háskólann í Ósló 1970 og hjá Airline Management við MIT í Boston 1980. Magnús fór átta ára í sveit að Bræðratungu í Biskupstungum hjá feðgunum Skúla Gunnlaugssyni og Sveini Skúlasyni og konum þeirra Valgerði Pálsdóttur og Sigríði Stef- ánsdóttur: „Ég var fimm sumur í Bræðratungu og tel það hafa verið mikla gæfu fyrir mig að fá að eyða mótunarárunum hjá því góða fólki. Síðan fór ég fjórtán ára til sjós og vann á flutningaskipum öll mín Versl- unarskólaár. Ég ætlaði alltaf að gera sjómennsku að ævistarfi en veiktist í augum og það kom í veg fyrir fram- hald á þeim vettvangi.“ Magnús var framkvæmdastjóri BHM 1971-72, skrifstofustjóri SÍF 1972-73, framkvæmdastjóri Hafskipa 1973-74, rekstrarráðgjafi og kennari við VÍ 1974-76, framkvæmdastjóri Arnarflugs 1976-81, aðstoðar- framkvæmdastjóri Olíufélagsins hf. 1981-83, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands Íslands, 1983-86 og SÍF frá 1986-1993. Magnús var stjórnarformaður Nord Morue í Frakklandi 1991-94, Haraldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi 1991-95 og Útflutningsráðs Ís- lands 1986-94. Hann var varafor- maður Fjárfestingabanka atvinnu- lífsins, FBA 1997-2000 og formaður stjórnar FBA 2000 þar til bankinn sameinaðist Íslandsbanka. Hann sat í háskólaráði Háskólans á Akureyri 1999-2001, var formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 2001-2003, formaður stjórnar Eimskipafélags Íslands, Brims ehf., Burðaráss ehf. og Eimskips ehf. frá október 2003 og fram í mars 2004, hefur auk þess set- ið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, nefnda og ráða, stofnaði ráðgjafa- fyrirtækið Capital ehf. 1994 og rak það til 2010, stofnaði Íslenska Flug- miðlun (Icelandic Aircraft Manage- ment IAM) 1998 og var stjórnar- formaður þess til 2012, stjórnar- formaður Þróunarsjóðs Sjávar- útvegsins 1994-2006 og situr í stjórn Fjallatinda, Marinvest, TT Invest og varastjórn Fossa Markaðir. Magnús var formaður Málfunda- félags Verslunarskóla Íslands, for- maður kjördæmasambands ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör- Magnús Gunnarsson, fyrrv. framvæmdastjóri SÍF – 70 ára Fjölskyldan Magnús og Gunnhildur með börnunum, Aðalheiði og Gunnari Kristni, tengdabörnum og barnabörnum. Ætlaði til sjós en endaði í viðskiptalífinu Reykjavík Fannar Óli Axels- son fæddist 6. september 2015 kl. 22.10. Hann vó 1.348 g og var 40 cm langur. For- eldrar hans eru Linda Björk Ómarsdóttir og Axel Fannar Sigursteinsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.