Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Bindi og pökkunarlausnir Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna fyrir allan iðnað STÁLBORÐAR Ísfell er með margar gerðir bindivéla fyrir stál- og plastborða. Handbindivélar, hálfsjálvirkar og alsjálfvirkar einnig brettavafningsvélar fyrir plastfilmur. HÁLFSJÁLFVIRK BINDIVÉL SJÁLFVIRK BINDIVÉL HANDBINDIVÉLAR BRETTAVAFNINGSVÉLAR POLYESTER OG PLAST BORÐAR Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Pandabjörninn, eða risapandan, er ekki lengur talinn í útrýmingarhættu en austurgórillur hafa bæst á „rauðan lista“ alþjóðlegu náttúruverndar- samtakanna IUCN yfir tegundir í bráðri útrýmingarhættu. Tilkynnt var á ráðstefnu samtak- anna á Havaíeyjum um helgina að pandabjörninn væri ekki lengur í út- rýmingurhættu og hefði verið færður á lista yfir tegundir sem eru taldar standa veikt. Aðgerðir yfirvalda í Kína á síðustu áratugum til að bjarga pandabjörnunum hafa orðið til þess að þeim hefur fjölgað. Talið er að þeir séu núna alls 2.060 í heiminum. Á ráðstefnunni var hins vegar greint frá því að austurgórillur hefðu verið færðar á lista yfir dýr í bráðri útrýmingarhættu. Górillum er skipt í tvær tegundir, vesturgórillur (gorilla gorilla) og austurgórillur (gorilla ber- ingei). Vesturgórillur höfðu áður ver- ið settar á listann yfir dýr í bráðri útrýmingarhættu, auk Borneó- órangútana og Súmötru-órangútana. Rakið til veiða og ágangs Fjórar af sex tegundum mannapa, eða stórapa, eru því á listanum yfir dýr í bráðri útrýmingarhættu. Hinar tegundirnar tvær, simpansar og bon- obo-apar, eru einnig taldar í útrým- ingarhættu en ekki bráðri. Alþjóðlegu náttúrverndarsamtökin segja að austurgórillum hafi fækkað um rúm 70% á síðustu tveimur ára- tugum. Austurgórillur greinast í tvær deili- tegundir, austur-sléttugórillur og fjallagórillur. Sléttugórillunum hefur stórfækkað á síðustu tveimur áratug- um, úr 16.900 árið 1994 í 3.800 á síð- asta ári. Ólöglegar veiðar eru helsta ástæða fækkunarinnar, að sögn sam- takanna. Fjallagórillur eru einnig í bráðri hættu þótt þeim hafi fjölgað lítilsháttar á síðustu árum. Talið er að þær séu núna um 880. Auk ólöglegu veiðanna hefur austurgórillum stafað hætta af eyði- leggingu heimkynna og átökum á síð- ustu áratugum í Austur-Kongó og Rúanda. Hópmorðin í Rúanda árið 1994 höfðu alvarlegar afleiðingar fyr- ir górillurnar í A-Kongó, að sögn fremdardýrafræðingsins Johns Rob- inson. Hann segir að manndrápin hafi orðið til þess að margir Rúandabúar hafi flúið á svæði í Kongó sem höfðu áður verið strjálbýl. Ágangur manna á heimkynni górillanna hafi aukist vegna flóttafólksins og námuvinnslu. 200 km 300 km Fjórir af sex mannöpum eru á Rauðum lista yfir tegundir semmikil hætta er talin á að deyi út Vesturgórilla Borneó-órangútan Austurgórilla Fjöldi: < 5.000 14.613 Nokkur hundruð þúsund Súmötru-órangútan 104.700 Heimild: Rauður listi IUCN Fjórar mannapategundir í bráðri útrýmingarhættu Pongo abelii Pongo pygmaeus Gorilla beringei Veiðiþjófnaður, eyðilegging heim- kynna og stríð Gorilla gorilla Eyðing skóga Eyðing skóga, veiðiþjófnaður Veiðiþjófnaður, sjúkdómar og eyðing heimkynna GABON V-KONGÓMIÐBAUGS-GÍNEA KAMERÚN AUSTUR- KONGÓ RÚANDA ÚGANDA MALASÍA INDÓNESÍA Fjórir af sex mannöpum eru taldir í bráðri hættu AFP Hólpinn? Pandabjörninn Mei Xiang í dýragarði í Washingtonborg.  Pandabjörninn ekki lengur talinn í útrýmingarhættu Forystumenn systurflokks Kristilegra demókrata í Bæj- aralandi, CSU, hvöttu í gær An- gelu Merkel, kanslara Þýska- lands, til að breyta stefnunni í málefnum flóttamanna eftir ósigur flokks kanslarans í sambandslandinu MecklenburgVorpommern á sunnu- dag. Sósíaldemókratar (SPD) fengu þá 30,6% atkvæðanna og flokkurinn Annar kostur fyrir Þýskaland, eða Alternativ für Deutschland (AfD), kom næstur með 20,8% fylgi eftir að hafa lagt áherslu á andstöðu við stefnu Merkel í málefnum flótta- manna. Kristilegir demókratar urðu í þriðja sæti með 19% atkvæða og er það minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni fengið í kosn- ingum til þings sambandslandsins. Þýskir fjölmiðlar sögðu úrslitin áfall fyrir Merkel og veikja stöðu hennar fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi á næsta ári. Vefútgáfa Spiegel sagði að kosningarnar hefðu í raun verið atkvæðagreiðsla um stefnu Merkel og úrslitin væru hnekkir fyrir hana í ljósi þess að kjördæmi hennar er í Mecklenburg- Vorpommern. Spiegel telur þó ekki að úrslitin geti kostað hana kanslaraembættið. Þótt fylgi Merkel hafi minnkað segjast um 45% þýskra kjósenda styðja hana og enginn annar stjórn- málaleiðtogi virðist vera nógu öfl- ugur til að geta velt henni úr sessi. Merkel varði í gær þá ákvörðun sína í fyrra að opna Þýskaland fyrir flóttafólki frá Sýrlandi en viður- kenndi að úrslitin á sunnudag sýndu að hún þyrfti að „endur- heimta traust kjósenda“. bogi@mbl.is Úrslitin veikja Merkel  Kanslarinn ver flóttamannastefnuna Angela Merkel Mótmæli borgarbúa, bænda og flutningabílstjóra gegn flóttamanna- búðum í Calais trufluðu umferð á vegum við borgina í gær. Mótmæl- endurnir kröfðust þess að flótta- mannabúðir, sem hafa verið kallaðar Frumskógurinn, yrðu rifnar vegna þess að þær græfu undan atvinnulíf- inu í borginni og trufluðu umferð flutningabíla um höfnina. Um 7.000 manns dvelja í flótta- mannabúðunum við ömurlegar að- stæður og margir þeirra hafa reynt að stökkva í flutningabíla í von um komast í gegnum Ermarsundsgöng- in til Bretlands. Á meðal flóttafólks- ins eru um 400 börn sem komu til Frakklands án foreldra sinna. Um 70 flutningabílar tóku þátt í mótmælunum. Natacha Bouchart, borgarstjóri Calais, slóst í hóp mót- mælendanna og sagði að flóttamönn- unum í búðunum gæti fjölgað í 15.000 innan nokkurra mánaða ef yfirvöld rifu ekki búðirnar. Eigendur veitingahúsa og fleiri fyrirtækja í Calais hafa krafist þess að franska ríkið greiði þeim skaða- bætur vegna tekjutaps sem þeir hafi orðið fyrir vegna flóttamannabúð- anna. Milljónir breskra ferðamanna koma til borgarinnar á ári hverju. AFP Vilja „Frumskóginn“ burt Calais-búar mótmæla flóttamannabúðunum. Á borðanum stendur: „Höfnin mín er fögur, borgin mín er fögur.“ Flóttamannabúðum mótmælt í Calais Að minnsta kosti 48 manns létu líf- ið í fjórum sprengjuárásum sem gerðar voru í Sýrlandi á tæpri klukkstund í gær, flestar þeirra á yfirráðasvæðum einræðisstjórnar landsins. Ríki ísl- ams, samtök ísl- amista, lýsti árásunum á hendur sér. Að minnsta kosti 35 manns biðu bana í mannskæðustu árásinni sem var gerð í hafnarborginni Tartus þar sem rússneski sjóherinn er með bækistöð. Að minnsta kosti átta manns létu lífið í sprengjutilræði sem beindist að herliði Kúrda í borg- inni Hasakeh í norðausturhluta landsins. Mestur hluti Hasakeh er á valdi Kúrda en einræðisstjórnin er einnig með herlið í borginni. SÝRLAND Tugir manna féllu í sprengjuárásum Ríkis íslams Brak úr bílum eftir árás í Tartus. Evrópska geim- farið Rosetta hefur fundið lendingarfarið Philae sem lenti á halastjörnunni 67P í nóvember 2014 eftir tíu ára og 6,5 milljarða kílómetra langa ferð með geim- farinu. Á nýjum myndum frá Rosetta sést lend- ingarfarið í skugga undir kletta- snös sem slútir yfir það. Philae gat starfað í um sextíu klukkustundir og sent gögn til jarð- ar þar til aðalrafhlöður hennar tæmdust. Þar sem lendingarfarið staðnæmdist í skugga undir klett- inum virkuðu ekki sólarrafhlöður sem áttu að gera því kleift að starfa áfram eftir að aðalrafhlöðurnar tæmdust. Vísindamenn evrópsku geimvísindastofnunarinnar ESA voru orðnir næstum úrkula vonar um að Philae myndi finnast. GEIMFARIÐ ROSETTA Fann Philae í skugga kletts á halastjörnu Tölvumynd af Philae.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.