Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 ✝ EinarGuðbjartsson fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1945. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. ágúst 2016. Móðir hans var Kristín Einarsdótt- ir húsmóðir, f. 1927. Hálfsystir Einars var Ása Þor- kelsdóttir, f. 1960, hún er látin. Árið 1969 kvæntist Einar Báru Guðmundsdóttur, f. 17. apríl 1946. Foreldrar Báru eru Jón- ína Jónsdóttir, f. 1914, og Guð- mundur Jóhannsson, f. 1916. Einar og Bára eiga þrjú börn, þau eru: 1.) Jón Ásgeir, f. 1967, maki Lena Otterstedt, f. 1969, og eiga þau þrjú börn, Eddu, Þórdísi Dögg og Ásgeir Orra og eitt barnabarn, Aron Ragnar. 2) Elín Bára, f. 1969, börn hennar eru Einar Þórir og Sigurjón Már. 3) Haraldur, f. 1977. Einar bjó mestanpart ævinn- ar í Reykjavík. Hann ólst upp í Efstasundi 6 þar sem stórfjölskylda móður hans bjó. Á barna- og ungl- ingsárum kynntist Einar sveitastörf- um og eyddi hann sumrum sínum á Skarðsströnd við Breiðafjörð. Fljót- lega stefndi hugur hans til sjávar og hóf hann sjó- mannsstörf ungur að árum og var á sjó á árunum 1959-1980, lengst af á togurum, síðar meir á fraktskipum. Er í land kom hóf hann störf í Heildsölu Hilm- ars Helgasonar, því næst við verkstjórn hjá Byggðaverki og svo sem stuðningsfulltrúi hjá Landspítalanum og að lokum hjá umferðardeild Reykjavík- urborgar. Útför Einars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 6. sept- ember 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Einar, faðir okkar, var eft- irminnilegur maður á margan hátt. Í honum bjuggu miklar andstæður. Pabbi var líflegur og skemmtilegur. Hann var laglegur, með ljúfa framkomu og var mikill húmoristi. Þar á móti gat hann verið skemmti- lega þrjóskur og þver, þegar svo bar við gátum við fjölskyld- meðlimirnir ekki annað en brosað yfir því háttalagi. Hann hafði óskaplega gaman af því að segja sögur og voru þær ósjaldan af uppákomum sem tengdust sjómennsku. Pabbi var fyrst og fremst sjómaður og á sjónum undi hann sér best. Að sjómennsku lokinni vann hann hin ýmsu störf í landi en hugur hans leitaði ávallt til sjávar. Sjómennsku sína hóf hann 14 ára gamall sem messagutti á Heklunni. Hann þótti harðdug- legur, ósérhlífinn og kjarkaður. Oftar en ekki varð hann fyrstur manna til að bjóða sig fram og takast á við þau verkefni sem fyrir lágu, ekki síst við erfiðar aðstæður og jafnvel lífshættu- legar. Stundum þegar hann lýsti þeim aðstæðum, sem hann tókst á við, fannst okkur hegð- un hans hrein fífldirfska en í raun var það ekki tilfellið. Hugprýði var einfaldlega einkennandi fyrir persónuleika hans. Sögurnar af sjónum voru ótrúlegar, jafnvel lygilegar. Það lifnaði yfir pabba þegar hann sagði þessar sögur og þeim fylgdu mikil leikræn til- þrif. Brosið breitt og gleðin skein úr augum hans. Okkur er mjög minnisstætt þegar við fórum með pabba og mömmu á sam- komu úti á landi þar sem sam- ankominn var mikill fjöldi fólks. Þá fengum við í raun í stað- festingu á þessum sögum. Þeg- ar við, fjölskyldan, mættum á tjaldsvæðið tók á móti okkur vinur pabba og kynnti okkur fyrir ókunnugum samkomu- gestum á svæðinu. Þegar þessi maður kynnir pabba segir hann við hópinn: „Þetta er Einar Guðbjartsson og allar þær sög- ur sem hann segir, sama hversu lygilegar þær eru, þá eru þær sannar. Ég get vottað það.“ Það var rík ævintýraþrá í pabba og það var einmitt hún sem virtist gera sjómennskuna svo heillandi. Það var sama hvar hann var staddur í heim- inum, hvort það var í Murm- ansk eða í smábæ í Noregi, skondnu og ótrúlegu uppákom- urnar létu ekki á sér standa. Á löngum starfsferli kynntist hann mörgum góðum mönnum. Hann talaði alltaf um sam- starfsfélaga sína af virðingu, ekki síst þá skipstjóra sem hann hefði verið með. Pabba var mjög annt um fjölskyldu sína og ætt. Hann naut þess að vera með fjöl- skyldu sinni og honum þótt af- ar vænt um barnabörnin sín. Hann vildi allt fyrir þau gera og var mjög umhugað um að þau stæðu sig vel í námi og vinnu. Hann var hlýr og hvatti þau ætíð til dáða. Hann hugsaði líka alltaf hlýlega til skyldmenna sinna og hafði miklar mætur á þeim. Hann kunni skil á öllum ætt- artengslum langt aftur í tímann og oft leitaði hugur hans vestur á Skarðsströnd þar sem hann eyddi mörgum sumrum sem barn á sveitabænum Nýp hjá skyldmennum. Meðan á veikindum hans stóð hafði hann oft á orði hvað hann langaði til þess að kíkja vestur en þaðan átti hann að- eins góðar minningar. Af frá- sögnum hans mátti ráða að paradís væri á Skarðsströnd og það var hún hjá honum. Eftir að pabbi greindist með krabba- mein og baráttunni var í raun lokið sýndi hann sama kjark og æðruleysi og hann var þekktur fyrir á sjónum. Hann barðist til síðasta blóð- dropa. Elsku pabbi, það var sönn ánægja að vera þér samferða, þín verður sárt saknað. Minn- ing þín lifir, góða ferð. Jón Ásgeir, Elín Bára og Haraldur. Nú farinn ertu mér frá og hvað geri ég þá? Þig hafa ég vil og segja mér til. Nú verð ég að kveðja, og fæ ekkert um það að velja. Þú kvaddir mig með hlátri, Það er ekki skrítið að ég gráti. Í hjarta mér þú verður og þaðan aldrei hverfur. Ég minningu þína geymi en aldrei gleymi. Elsku hjartans afi minn, nú friðinn ég finn, þá kveð ég þig um sinn og kyssi þína kinn. (Ágústa Kristín Jónsdóttir) Edda, Einar Þórir, Þórdís Dögg, Ásgeir Orri og Sigurjón Már. Einar Guðbjartsson ✝ Björgvin Stein-dórsson fæddist á Akureyri 25. des- ember 1954. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 28. ágúst 2016. Foreldrar hans eru Sigrún Ragnarsdóttir, f. 18. nóvember 1935, og Steindór Jónsson, f. 23. mars 1916, d. 3.ágúst 2003. Systkini Björgvins eru: Ómar, f. 12. janúar 1954, d. 21. febrúar 2006, Þórir, f. 19. apríl 1957, og Heiðrún, f. 21. febrúar 1961. Þann 21. júlí 1979 kvæntist Björgvin Önnu Rebekku Her- mannsdóttur, f. 16. ágúst 1954. Foreldrar hennar eru Hermann kot í Hörgárdal þegar hann var tveggja ára gamall, þau fluttu svo aftur til Akureyrar eftir tæp tíu ár. Hann útskrifaðist sem skrúðgarðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1982, lauk sveinsprófi 1985 og fékk meistarabréf 1988. Björgvin kláraði diplómanám í garð- yrkjutækni frá Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri 2005. Hann vann ýmis störf, m.a. sem kennari, verkstjóri og íþrótta- þjálfari og rak eigin skrúðgarð- yrkjuþjónustu 1985-1997. Hann byrjaði að vinna í Lystigarði Ak- ureyrar 1987, fyrst sem verk- stjóri og síðar sem forstöðu- maður garðsins. Hann var ötull í íþrótta- og félagsstarfi á Akur- eyri og var tók þátt í ritun fjölda bóka um garðyrkju og ljós- myndun. Hann fékk viðurkenn- ingu frá KA fyrir frumkvöðla- starf í blaki og Heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2016. Útför Björgvins fer fram frá Akureyrarkirkju, í dag, 6. september 2016, klukkan 13.30. Sigtryggsson, f. 15. janúar 1931, og Re- bekka Helga Guð- mann, f. 22. desem- ber 1928, d. 8. júní 2015. Þau Björgvin og Anna bjuggu öll sín hjúskaparár á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Birkir Hermann, f. 22. apr- íl 1982, sambýlis- kona Ágústa Sveins- dóttir, f. 27. febrúar 1985. Dætur þeirra eru Freyja Dögg, f. 20. janúar 2006, Kristjana Birta, f. 1. september 2011, og Aníta Bríet, f. 3. september 2013. 2) María Björk, f. 2. september 1986, sam- býlismaður Sverrir Karl Ellerts- son, f. 8. október 1986. Björgvin flutti með foreldrum sínum í Hól- „Hvað er klukkan, Björgvin?“ „Það er vor“. Björgvin hafði sérstakt tíma- skyn. Hann var rósemin uppmál- uð, yfirvegaður, fastur fyrir, traustur og nákvæmur á sinn sér- staka hátt. Góður ferðafélagi og bóngóður vinur. En það haustaði að of snemma í lífi hans. Síðustu misseri hafa verið erfið en öllu mótlæti var tekið af einstöku æðruleysi og þolinmæði. Björgvin var einn stofnfélaga Áhugaljósmyndaraklúbbs Akur- eyrar, ÁLKA, og einn af horn- steinum klúbbsins um langt árabil, ósérhlífinn og traustur. Hann var ritstjóri fréttabréfsins alla tíð, vel ritfær, margfróður og óspar á að miðla og kenna. Hann á drjúgan skerf mynda og texta í bókinni Akureyri – bærinn okkar sem klúbburinn gaf út árið 2000 en þar fylgdi hann árstíðunum í myndum af mannlífi, umhverfi og ekki síst gróðri. Flóran var sérsvið Björg- vins og liggur eftir hann mikið safn frábærra ljósmynda á því sviði auk alls annars enda hafði hann gott auga fyrir formum og myndbygg- ingu. Ég flyt fjölskyldu Björgvins innilegar samúðarkveðjur félaga hans í ÁLKA og okkar hjóna í þeirri vissu að aftur komi vor. Árni Ólafsson. Mig setti hljóða er ég fékk frétt- ir af andláti vinar míns Björgvins Steindórssonar, forstöðumanns Lystigarðs Akureyrar. Kynni okk- ar hófust á vormánuðum 2010 er ég réðst til starfa hjá honum í Lystigarðinum sumarlangt. Ég man fyrsta daginn sem ég mætti, Björgvin tók hlýlega á móti stelp- unni að sunnan, gekk með mér um garðinn og kynnti mér paradísina í Brekkunni. Ég fann strax fyrsta daginn að mér ætti eftir að líka vel við Björgvin, mér fannst hann áhugaverður karakter og svo spillti ekki fyrir hláturinn hans, svona dillandi skemmtilegur. Sum- arið leið og hver dagur bauð upp á ný ævintýri. Um mitt sumar fór ég til Björgvins með hugmynd sem fæddist í kolli mínum eftir heim- sókn á Amtbókasafnið, hugmyndin var að skrifa sögu Lystigarðsins og reyna að fá hana útgefna á 100 ára afmæli garðsins árið 2012. Björgvin tók vel í hugmyndina og úr varð einstaklega gott samstarf okkar sem varði þessi tvö ár og við vorum nokkuð stolt á Rökkurró Lystigarðsins á Akureyrarvöku 2012 þegar bókin okkar kom út. Í bókina skrifaði ég um forstöðu- menn garðsins á hverjum tíma en Björgvin tók við starfi forstöðu- manns árið 1994 og gríp ég niður í kaflann um störf hans: „Tímabil Björgvins Steindórssonar sem for- stöðumanns er tímabil stórra verka og endurnýjunar. Hann ber mikla virðingu fyrir sögu garðsins en hefur jafnframt skilning og þor til að framkvæma þá hluti sem þarf, til að garðurinn þróist áfram og haldi sínu hlutverki sem lysti- garður eða eins og segir í 2. grein laga Lystigarðsfélagsins forðum daga „ …að koma upp garði í Ak- ureyrarbæ, bænum til prýðis og al- menningi til skemmtunar …“.“ Já, það má með sanni segja að Björgvin Steindórsson skilaði góðu ævistarfi í Lystigarði Akureyrar sem við hin njótum góðs af. Ég kveð vin minn með virðingu og þakka af alhug góð kynni og sam- starf. Kæra Anna, ég sendi þér og fjöl- skyldu þinni mína dýpstu samúð og vona að góðar og fallegar minn- ingar hjálpi ykkur í gegnum erfiða tíma. Blásólin, Meconopsis betonicif- olia, mun minna mig á vin minn, Björgvin Steindórsson, um alla tíð. Ásta Camilla Gylfadóttir. Björgvin Steindórsson Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ellert Ingason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, STEINÞÓR BALDURSSON, framkvæmdastjóri, Hlíðarhjalla 26, Kópavogi, lést á líknardeild LSH 28. ágúst 2016. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 7. september. Athöfnin hefst klukkan 13. . Claire Bilton, Bríet Steinþórsdóttir, Felix Steinþórsson, Lotta Steinþórsdóttir, Arndís Ármann Steinþórsdóttir, Baldur Þór Baldvinsson, Unnur Baldursdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JOHN EARL KORT HILL, fv. rannsóknarlögreglumaður, lést föstudaginn 2. september á Land- spítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 16. september klukkan 13. . Jónsvein Joensen, Mary Joensen, Guðný Hafdís Hill, Sigrún Erla Hill, Ævar Örn Jónsson, Laufey Svala Hill, Hans Ingi Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, stjúpdóttir, móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma, EDDA ÞORSTEINSDÓTTIR verslunarstjóri, Vogatungu 109, Kópavogur, andaðist hinn 31. ágúst í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum, Hringbraut. Útför hennar fer fram í Bústaðakirkju mánudaginn 12. september klukkan 13. . Jón Dan Jóhannsson, Þorsteinn Jónatansson, Heiðdís Steinsdóttir, Almar Eiríksson, Fanndís Steinsdóttir, Guðmundur Ingi Ingason, Þórdís Steinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Systkinin, JÓN BJÖRN VILHJÁLMSSON Grælandsleið 44, Reykjavík, og HILDUR BAUER VILHJÁLMSDÓTTIR Belleville, Illinois, USA, verða jarðsungin og kvödd frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 8. september kl. 13.00. Bent er á minningarsjóð Kirkjuvogskirkju kt. 690169-0299, banki 542-14-404565. Margrét Elimarsdóttir Vilhjálmur Nikulásson og ástvinir hinna látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.