Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Það gengur á ýmsu á æðstu stig-um hins alþjóðlega stjórnkefis. Obama þarf að sýna stillingu.    Hann fékk ekki rauðan dregil íKína og fundur með Pútín sprakk í loft upp.    Forseti Filipps-eyja kallar nú bandarískan starfs- bróður sinn „hóru- son.“    Obama svararkurteislega og segir kollegan „lit- ríkan.“ Það má til sanns vegar færa.    En mátti ekkibara segja þennan virðulega starfsbróður vera dónapésa.    En það er þó ekki það versta viðhann. Duterte forseti hefur gefið þegnum sínum „heimild“ til að ganga persónulega á milli bols og höfuðs á dópsölum og slíkum lýð.    Slíkir eiga ekki margt gott skilið,en forseti Filippseyja gengur lengra.    Hann segir borgarana megadrepa nágranna sína „ef þá gruni“ að þar fari dópsalar.    Obama, er á leið á fund Austur-Asíuríkja í Laos.    Hann hefur nú beðið aðstoðar-menn sína að kanna, hvort gagn sé að því hafa fund sinn með forseta Filippseyja áfram á dagskrá sinni.    Er það líklegt? Barack Obama Ekki alltaf jólin STAKSTEINAR Rodrigo Duterte Rafvirki hjá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, lést á sjúkrahúsi um helgina eftir vinnuslys sem hann lenti í á föstudag. Hann hét Trausti Klemenz- son, hann var 62 ára gamall og lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Trausti hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur árið 1988. Trausti var ásamt tveimur vinnu- félögum að undirbúa tengingu heim- taugar á nýbyggingarsvæði í Úlfars- árdal á föstudag þegar hann fékk straum úr kapli sem lá frá húsinu, sem verið var að tengja og átti að vera straumlaus. Trausti fór í hjartastopp við slysið og endurlífg- unartilraunir hófust á slysstað. Hann gekkst síðar undir hjarta- þræðingu á sjúkrahúsi, en lést að- faranótt laugardags. Í tilkynningu frá Veitum segir að þær upplýsingar sem fyrirtækið hafi um atburðarásina bendi til að starfs- menn fyrirtækisins hafi fylgt gild- andi verklagi. Rannsókn slyssins er í höndum Vinnueftirlits og lögreglu. Lést eftir vinnuslys í Úlfarsárdal Litskrúðug netlufiðrildi (Aglais urticae) koma hingað til lands stöku sinnum sem laumufarþegar með ýmsum varningi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, kveðst fá 1-2 netlufiðrildi á ári á sitt borð. Netlu- fiðrildið nærist á brenninetlu og plantan er svo fágæt hér að fiðrildið á takmarkaða möguleika á að fjölga sér. Því þykir ólíklegt að netlu- fiðrildi nái fótfestu hér á landi. Erling heldur úti síðunni Heimur smádýranna á Facebook. Hann birti þar nýlega meðfylgjandi mynd af netlufiðrildi sem starfsmenn Málm- tækni í Reykjavík færðu honum. Er- ling hefur einnig skrifað heilmikinn fróðleik um þetta fallega fiðrildi á Pödduvef Náttúrufræðistofnunar (www.ni.is). Útbreiðslusvæði netlufiðrildisins er um Evrópu frá norðri til suðurs og gjörvalla Asíu austur til Kyrra- hafs. Slæðingur er í Færeyjum. Fiðrildið hefur fundist á nokkrum stöðum hér á landi, aðallega þó á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst fannst fiðrildið hér svo vitað sé árið 1894. „Netlufiðrildi halda sig hvarvetna þar sem brenninetlur (Urtica dioica) vaxa, en á þeim nærast lirfurnar,“ skrifar Erling. Kvendýrið verpir eggjum sínum ofarlega á plöntunni. Lirfurnar éta plöntuna og færa sig á milli planta. gudni@mbl.is Netlufiðrildi taka sér far með varningi  Fallegt fiðrildi sem nærist á brenninetlum  Ólíklegt að það nái fótfestu hér Ljósmynd/Erling Ólafsson Netlufiðrildi Litskrúðugt fiðrildi. Við trúum því að fegurðin sé lifandi, sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi. Alveg eins og náttúran sjálf. Til að viðhalda æskuljóma húðar þinnar höfum við tínt saman immortelle, blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar. Divine Cream fegrar svipbrigði þín og hjálpar við að lagfæra helstu ummerki öldrunar. Húðin virðist sléttari, *Ánægja prófuð hjá 95 konum í 6 mánuði. Húðin virðist unglegri Mimi Thorisson er franskur matarbloggari. Divine Cream með Immortelle blómum HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ FYRIR LIFANDI FEGURÐ Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland Veður víða um heim 5.9., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 11 rigning Nuuk 5 rigning Þórshöfn 12 rigning Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 18 léttskýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 21 rigning Dublin 25 léttskýjað Glasgow 20 alskýjað London 21 skýjað París 19 rigning Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 22 léttskýjað Berlín 20 skúrir Vín 15 rigning Moskva 14 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Madríd 38 heiðskírt Barcelona 30 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Róm 26 léttskýjað Aþena 28 rigning Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 23 þoka New York 22 skýjað Chicago 26 rigning Orlando 28 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:27 20:26 ÍSAFJÖRÐUR 6:26 20:36 SIGLUFJÖRÐUR 6:09 20:19 DJÚPIVOGUR 5:55 19:57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.