Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533-4200 eða arsalir@arsalir.is Ágæti fasteigna eigandi ! Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi. Úrsögn Breta úr ESB er í styttingu kölluð Brexit og komi hugsanlega til hins sama hjá Frökkum, er því gefið heitið Frexit. Ekki verður séð hver kjör Bretar fá með út- göngusamningi en þeir samningar gætu dregist enda fara Bretar sér hægt. Áhrifa gætir vegna harðrar um- ræðu um ESB í Frakklandi í að- draganda forsetakosninga þar að vori. En er þá Evrópusamvinnan að liðast í sundur, eins og andstæð- ingar þessa mikla átaks hafa haldið fram? Það væri ein birting- armyndin. Önnur birtingarmynd er sú, að Evrópusambandið sé einstakt sögu- afrek til hagsældar samfélags full- valda þjóða. ESB reis úr ösku eyði- leggingar heimsstyrjaldar með stofnun sameiginlegs markaðs, laga og stofnana. Þróun þessa viðskipta- og efnahagssamstarfs, með fjölgun aðildarríkja úr 6 í 28, á sér enga hliðstæðu til velsældar í Evrópu- sögunni. Kjarninn er hinn frjálsi innri markaður, sem Ísland og Noregur tengdust með EES- samningnum 1994. Viðskiptafrelsi sem Ísland hefur notið í ESB- löndum í 24 ár, hefur verið mikil lyftistöng velfarnaðar þjóðfélagsins. Þriðja birting- armyndin er sagn- fræðileg um að frönsku stjórn- málaleiðtogarnir Mon- net og Schumann hafi með mótun hinnar nýju Evrópu sætt erfðafjendurna Frakka og Þjóðverja. Fyrir Frakka var ávinning- urinn að Þjóðverjar létu þá mjög um áhrif en helstu áfangarnir eru samþykkt stofnskráarinnar, Rómarsamnings- ins, 1958, Maastricht-samningsins frá 1992 um stofnun mynt- bandalags, evrunnar, og Lissabon- samningsins frá 2009 sem festir stofnanaskipulagið. Þessir samn- ingar voru gerðir á ríkjaráð- stefnum og staðfestir af þjóðþing- um. Önnur leið til lagasetningar er taka ákvarðana á lægra stigi stofn- ana til síðari staðfestingar þjóð- þinga. Aðalhlutverki gegna þá ekki ríkisstjórnir heldur sérfræðingar, eurókratar á vegum framkvæmda- stjórnarinnar og embættismenn úr ráðuneytum, ríkisstofnunum og fé- lagasamtökum sem reka öfluga starfsemi í Brussel. Með þeim hætti hefur komið til víðtæk sam- eiginleg framkvæmd í fjölda mála- flokka, svo sem varðandi umhverf- ismál, hollustuhætti í matvælaframleiðslu, heilsugæslu, umferðarmál o.fl. Þessar gjörðir eru innleiddar í íslensk lög, svo sem við á. En vöxtur þessa starfs- lags, hefur orðið þyrnir í augum margra sem sjá ESB undir ofurst- jórn skrifræðis í Brussel. Nú er spurt hvort hádramatísk ákvörðun Breta verði ekki yf- irskyggð af atburðum í Frakklandi og þá jafnvel Frexit. Evrópusam- bandinu er kennt um að hagvöxtur er enginn og atvinnuleysi var- anlegt. Óvinsældir ESB í skoð- anakönnunum hafa rokið upp sam- fara uppgangi þjóðernissinnaðra og hörkulegri ESB-umræðu í bæði hægri- og vinstrisinnuðum stjórn- málaflokkum í baráttunni um for- setaembættið. Stjórnmálaskýr- endur telja að Frakkar kunni að segja sig að nokkru leyti frá sam- starfinu „innan frá“, svo sem sé stefna Pólverja og Ungverja og að festan í fransk-þýska bandalaginu hverfi. Á bak við býr ótti um áhrif fjöldaatvinnuleysis, í hverfum Hvert stefnir? Eftir Einar Benediktsson » Það er undirstaða góðrar stjórnar í sjávarútvegsmálum en Ísland stendur öllum þjóðum framar um að tryggja sjálfbærni fiski- stofna og hámörkun arðs. Einar Benediktsson Ég hef verið að bíða eftir liðskiptaaðgerð á öxl síðan í maí 2016. Reyndar aðgerð núm- er tvö því liðkúla sem ég fékk í október sl. er ónýt og hef ég ver- ið með stöðuga verki síðan í mars. Fyrir nokkru spurðist ég fyrir á bæklunardeild hvar ég væri á biðlist- anum því ég væri að gefast upp. Ritarinn tjáði mér að ég væri ekki kominn á neinn lista og engar svona aðgerðir fyrirhugaðar á næstunni. Þessi nýi axlarliður væri ekki til eða verkfærin sem þarf til að fram- kvæma þessa aðgerð. Skömmu síðar fékk ég högg á öxlina í vinnunni sem gerði verkina enn verri þannig að ég gafst upp og leitaði á slysadeild Fossvogi. Eftir þriggja tíma bið kom loks læknir til að ræða við mig. Hann byrjaði á því að segja mér að tala á ensku, svo að ég sagði honum sögu mína og reyndist hann mér vel og sagðist ætla að ná í bæklunarlækninn minn sem er að vinna þarna. Leið og beið, eftir þrjár morfín- sprautur, þrjár par- kódín og fjórar sterkar verkjatöflur var ég sendur í röntgen. Vegna þess að ég gat ekkert lyft hand- leggnum sást ekki vel hvað væri að og ákveðið að senda mig í ómun. Æ,æ, ekki komst ég að í ómun í Fossvogi og var því beðinn um að skjótast niður í Orkuhús í ómun. Kræst, hugsaði ég, á ég að þora að keyra svona útúrdópaður? Jæja, lét mig hafa það og kom svo til baka og beið enn og aftur eftir niðurstöðum. Klukkan orðin 7! Fattaði ég loks að ég hefði hvorki borðað né drukkið síðan klukkan 6 um morguninn! Síðan voru mér gefnar stera- og deyfisprautur og ég var orðinn frekar slappur og klukkan orðin átta. Klukkan níu var mér sleppt loks út með loforð um að stefnt væri á aðgerð í næsta mánuði því verkfærin væru nú komin til lands- ins. Leystur út með 100 morfíntöfl- um og óskað velfarnaðar. Já, við megum vera heppin með okkar heilbrigðiskerfi. Undirrit- aður veitti því athygli að nær helm- ingur sjúklinga sem biðu eftir þjón- ustu þennan dag töluðu ekki íslensku. Mér finnst, eftir að hafa borgað mína skatta og skyldur í nærri hálfa öld, að það sé lágmark að fá betri þjónustu en þennan dag á spítala allra landsmanna. Ég var heppinn því ég gat talað ensku en mér leið eins og útlendingi í mínu eigin landi. Gott heilbrigðiskerfi? Eftir Ríkarð Óskarsson Ríkarður Óskarsson »Um 12 tíma heim- sókn á Landspítala, Fossvogi. Höfundur býr í Hafnarfirði og er notandi heilbrigðisþjónustunnar. Veikburða grein forstjóra Sam- keppniseftirlitsins sem átti að vera svar hans við framúrskar- andi grein Haraldar Benedikts- sonar alþingismanns nokkrum dögum áður varðandi möguleika smærri fyrirtækja á markaði og framgöngu Samkeppniseftirlits- ins í þeim málum gefa mér tilefni til að leggja hér orð í belg. Í grein forstjórans er hvergi vikið að efni greinar Haraldar heldur reynt að sýna fram á að Sam- keppniseftirlitið væri öðru hvoru eitthvað að aðhafast í markaðs- málum og þá helst að beita stærri fyrirtæki sektum, sem þó er vitað að breyta engu um sam- keppnismöguleika minni fyr- irtækja á samkeppnismarkaði. Forstjóranum þykir það mikið afrek að hafa sektað Mjólkursam- söluna fyrir að mismuna ákveðnum viðskiptavinum hennar í verði. Af því tilefni hlýtur mað- ur að spyrja hvernig á því standi að heildsölufyrirtækjum almennt leyfist að mismuna viðskipta- mönnum sínum jafn stórlega og raun ber vitni og meðal annars kemur fram og er staðfest í skýrslum Samkeppnistofnunar frá árunum 2012 og 2015 án þess að nokkuð sé aðhafst. Sú mis- munun sem þar leyfist í skjóli Samkeppniseftirlitsins er einmitt ástæðan fyrir því að Samkeppn- iseftirlitinu er nú alveg að takast að útrýma minni verslunum og heldur það í raun verndarhendi yfir markaðsráðandi fyrirtækjum á smáölumarkaði. Í viðskiptum heildsala og smásala í dag- vöruverslun eru daglega látin viðgangast myrkraverk þar sem enginn má vita hvað í boði er. Engar reglur um opin og gagnsæ viðskipti eru til staðar í þeim við- skiptum. Í smásöluverslunum er skylda að verðmerkja allar vörur þannig að viðskiptavinirnir sjái hvað í boði er varðandi hverja vöru en í viðskiptum heildsala og smásala er ekkert slíkt uppi á borðum en vildarvinum heildsal- anna látnir í té afslættir sem nema tugum prósenta. Þetta læt- ur Samkeppniseftirlitið viðgang- ast og gerir ekkert í því að skapa heilbrigt samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði. Það má þó segja Mjólkursamsölunni til hróss að hún er eina fyrirtækið, sem selur vörur í heildsölu, sem hefur ákveðið opið kerfi, þó ekki galla- laust, kerfi sem öllum við- skiptavinum fyrirtækisins er opið og sýnilegt og allir vita að hverju þeir ganga í viðskiptum við MS. Samkeppniseftirlitið hefur gef- ið út tvær skýrslur varðandi dag- vörumarkaðinn og í þeim báðum er greint frá því að smærri aðilar á markaðnum í smásölu njóti margfalt lélegri kjara í við- skiptum við heildsalana og verði að sætta sig við að kaupa vörur á ca. 15-23% hærra verði en keðj- urnar. Segir það sig sjálft að slík staða murkar smátt og smátt lífið úr minni aðilum og stofnunin ger- ir ekkert til þess að bæta úr þessu enda eru nú aðeins orðnir eftir örfáir þverhausar sem enn eru að berjast við að halda áfram rekstri. Nú í ágúst hefur heyrst að enn hafi fækkað um einn í Reykjavík. Samkeppniseftirlitið virðist fyrst og fremst vilja skapa möguleika fyrir stóra rekstr- araðila á ýmsum sviðum, og vinn- ur beinlínis gegn því að minni að- ilar hafi möguleika á markaði. Það var einmitt það sem fram kom í grein Haraldar og voru lokaorð hans að nauðsynlegt væri að skapa minni fyrirtækjum og meðalstórum möguleika til að geta starfað í samkeppni á jafn- réttisgrundvelli. Haraldur á heila þökk fyrir þessa mjög svo tíma- bæru grein. Að lokum til forstjóra Sam- keppniseftirlitsins. Væri ekki ástæða til að ræða við þá sem enn eru starfandi í minni fyr- irtækjum á samkeppnismarkaði og heyra viðhorf þeirra og hvar skórinn kreppir? Smásölumarkað- urinn og Sam- keppniseftirlitið Eftir Einar Jón Ólafsson » Slík staða murkar smátt og smátt lífið úr minni aðilum og stofnunin gerir ekkert til þess að bæta úr þessu. Höfundur er kaupmaður. Karólínska stofn- unin og sjúkrahúsið við Nobelveg í Stokkhólmi hafa verið talin meðal þeirra fremstu í heim- inum. Árið 2011 var hafin þar plastbarkaísetning í sjúklinga eftir mikla kynningu sem allir vissu um og enginn vogaði sér að gera at- hugasemdir við. Forstjóri sjúkra- hússins á þeim tíma var núverandi landlæknir sem leyfði aðgerðina. Háskóli Íslands, þ.e. LSH, var virkur þátttakandi í þessu athæfi með því að leggja til fyrsta sjúkling- inn og prófessorinn í skurðlækn- ingum tók þátt í aðgerðinni eins og var vel kynnt í sjónvarpinu. Athæfið var kynnt sérstaklega í Hátíðasal Háskóla Ís- lands og í prentmiðlum kom fram að þetta hefði verið lífsbjarg- araðgerð. Grein var birt í Lan- cet, einu af útbreidd- ustu og virtustu lækna- tímaritum í heiminum, sem þykir mikill heið- ur, og voru tveir fulltrúar Háskóla Ís- lands meðal 27 höf- unda. Höfundar teljast allir ábyrgir fyrir að allar staðhæfingar sé réttar. Vitnað hefur verið í greinina um 200 sinn- um. Mörgum varð þó fljótt ljóst að ekki var allt sem skyldi. Prófessor frá Uppsalaháskóla rannsakaði að- gerðirnar og úrskurðaði að bæði vís- inda- og siðareglur hefðu verið þver- brotnar og falskar upplýsingar verið settar fram í greininni, þ.e. vís- indasvindl hefði átt sér stað (á ensku science fraud) sem eru neikvæðustu ummæli um meint vísindi. Karólínska mótmælti í fyrstu en sjúklingar dóu einn af öðrum. Rekt- or og nóbelsnefndarmaður töldu ástæðu til að segja af sér. Margir meðhöfundar „vísindagreinarinnar“ frábáðu sér ábyrgð og sögðu sig frá greininni og var nafn þeirra afmáð af vefsíðu tímaritsins. Eftir frekari rannsóknir sænskra fjölmiðla og upplýsingar varð Karól- ínska stofnunin að viðurkenna að ásakirnar væru réttar og telur þetta hina mestu hneisu fyrir stofnunina og hafa rýrt álit hennar. Fleiri yf- irmenn neyddust til víkja. Fróðlegt verður að sjá í hvaða sal Háskóli Íslands og LSH, sem voru virkir aðilar í þessu máli, geri al- menningi grein fyrir þátttöku sinni í þessu vísindasvindli og hneisu og áhugavert að fá að vita hversu lengi enn landsmenn eigi að fá að njóta dómgreindar og forystu íslenskra þátttakenda. Karólínska heitir að bæta úr og jafnframt tryggja vinnuöryggi þeirra uppljóstrara (whistle blo- wers) sem voga sér að gera at- hugasemdir við vafasamar starfs- ferðir og ákvarðanir. Þeir eiga ekki að óttast að verða reknir eins og á Íslandi, (ég er þegar rekinn!). Háskóli Íslands og plastbarkinn Eftir Birgi Guðjónsson » Fróðlegt verður í hvaða sal Háskóli Ís- lands gerir grein fyrir þátttökunni og hversu lengi eigi að njóta dóm- greindar og forystu ís- lenskra þátttakenda. Birgir Guðjónsson Höfundur er sérfræðingur í lyflækn- ingum og meltingarsjúkdómum. —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.