Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Bryggjan í Flatey sem Breiðafjarð- arferjan Baldur legst að liggur undir skemmdum. Gamli hluti bryggj- unnar er orðinn lúinn og þolir illa aukið álag sem fylgir nýrri ferju. Vegagerðin mun senda menn á næstunni til að gera úttekt á mann- virkinu. Nýi Baldur er stærri en sá gamli og ekki eins vel búinn stjórntækjum og getur ekki lagst að að bryggju nema með því að keyra í springinn. Landfestar eru settar á polla og not- aður sem mótstaða á meðan ferjan er keyrð að bryggjunni. Átökin eru það mikil að allt leikur á reiðiskjálfi, bæði nýja bryggjan sem fest er í og áföst gömul bryggja. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir að bryggjan þoli þessar aðfarir ekki, sérstaklega í slæmum veðrum þegar átökin eru enn meiri en venjulega. Bryggjan er í tveimur hlutum. Ný bryggja fyrir ferjuna var byggð framan við þá gömlu fyrir all- mörgum árum. Gamli hlutinn er orð- inn lúinn og átökin bitna einnig á honum því bryggjurnar eru sam- tengdar. Enginn vill eiga mannvirkið Vandamálin voru ekki eins áber- andi þegar eldri Baldur var notaður. Það var styttra skip og léttara og hafði meiri stjórnhæfni en nýja skip- ið. Ríkið hefur rekið höfnina í Flatey sem ferjuhöfn í áratugi og kostaði framkvæmdirnar þegar bryggjan var stækkuð. Ingibjörg segir að reynt hafi verið að koma rekstrinum yfir á sveitarfélagið fyrir þremur ár- um en Reykhólahreppur hafi ekki viljað taka við honum. „Við viljum ekki taka við bryggjunni í þessu slæma ásigkomulagi. Við viljum að þetta sé áfram ferjubryggja og ríkið reki hana,“ segir sveitarstjórinn. Sigurður Áss Grétarsson, fram- kvæmdastjóri siglingasviðs Vega- gerðarinnar, segir að borist hafi fréttir af því að bryggjan sé farin að láta á sjá. Segir hann ákveðið að fara í úttekt á bryggjunni, til að kanna ástand hennar. helgi@mbl.is Bryggjan þolir ekki að ferjan keyri í springinn  Ferjubryggjan í Flatey skemmd  Skoðuð af sérfræðingum Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Flatey Bryggjan leikur á reiðiskjálfi þegar ferjan keyrir í springinn til að leggja að bryggju. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Launþegar í einkennandi atvinnu- greinum sem tengjast ferðaþjón- ustu voru um 26.200 talsins í júlí síðastliðnum. Hafði þeim fjölgað um 3.400 frá sama mánuði í fyrra. Aukningin er 15% á einu ári. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Ís- lands. Tekið er fram að aðeins voru taldir launþegar, en ekki þeir sem starfa sem verktakar í ferðaþjón- ustu. Launþegunum fjölgaði hlutfalls- lega mest hjá ferðaskipuleggjend- um, ferðaskrifstofum og bókunar- þjónustum eða um 33%. Launþegarnir á því sviði voru um 2.700 í júlí 2015 en 3.600 í júlí síð- astliðnum. Næst mest var aukning- in (22%) milli júlí 2015 og júlí 2016 í því sem kallað er aðrar atvinnu- greinar tengdar ferðaþjónustu. Undir það falla m.a. aðrir farþega- flutningar á landi, millilanda- og strandsiglingar með farþega, far- þegaflutningar á skipgengum vatnaleiðum, leiga á vélknúnum ökutækjum og leiga á tómstunda- og íþróttavörum. Þriðja mesta fjölg- un launþega (21%) milli fyrr- greindra mánaða tengdist farþega- flutningum með flugi. Hagstofan reiknaði einnig með- altal mánaðanna ágúst-júlí. Á ár- unum 2014-2015 voru launþegar í ferðaþjónustu alls 18.200 en 2015- 2016 voru þeir 21.300 sem var 17% aukning. Veitingarekstur er mannfrekasti geirinn í ferðaþjónustunni, sam- kvæmt frétt Hagstofunnar. Í júlí síðastliðnum unnu við hann um 8.800 manns og hafði fjölgað um 600 (7%) frá sama mánuði í fyrra. Næst hvað mannafla varðar kom rekstur gististaða og störfuðu um 7.500 manns við hann í júlí sl. og hafði fjölgað um 12% frá júlí 2015. Auk launþega er eitthvað um að fólk starfi við ferðaþjónustu sem verktakar. Fólk sem þekkir til ferðageirans sagði að líklega sé verktaka helst að finna á meðal leið- sögumanna og ökuleiðsögumanna. Verktakarnir hafi annað aðalstarf en stundi leiðsögn sem íhlaupa- vinnu. Þeir myndu falla undir at- vinnugrein 79 það er „ferðaskipu- leggjendur, ferðaskrifstofur og bókunarþjónustu“. Fram kom í vinnumarkaðskönnun í fyrra að þá störfuðu um 2.300 í þeirri grein, það er flokk 79, en launþegar voru 2.075. Ætla má að mismunurinn, 225, hafi verið verktakar. Gróft áætlað gætu þá um 10% þeirra sem störfuðu í þessum geira ferðaþjón- ustunnar 2015 hafa verið verktakar. Fleiri vinna við ferðaþjónustu  3.400 fleiri launþegar í ferðaþjónustu í júlí 2016 en í júlí 2015  Flestir vinna við veitingarekstur Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Ferðamannastraumurinn Mörg störf hafa skapast í ferðaþjónustunni. Í júlí 2016 voru um 26.200 launþegar í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu. Alls hyggjast fjórtán flugfélög halda uppi vetraráætlun milli Ís- lands og samtals 57 áfangastaða austan hafs og vestan á tíma- bilinu frá lokum október til loka mars í vetur. Að sögn talsmanns ISAVIA hafa svo mörg flugfélög aldrei flogið til jafnmargra áfanga- staða frá Keflavíkurflugvelli og næsta vetur. Sætaframboð í vetr- aráætluninni mun aukast um 58,3%. Gert er t.d. ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar en í þeim mánuði hefur flug verið í lág- marki. Síðastliðinn vetur, 2015/2016, voru tæplega tvær milljónir sæta í boði en næsta vetur fer framboðið yfir þrjár milljónir sæta. Sæta- framboðið næsta vetur verður meira en það var í allri sumaráætl- uninni árið 2013 og meira en heildar-sætaframboð árið 2011. Þetta varð ljóst þegar frestur flug- félaga til að staðfesta afgreiðslu- tíma í vetraráætlun rann út. Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi ISAVIA, segir að ný flug- félög taki upp vetraráætlun og eins bætast við nýir áfangastaðir. Auk þess munu flugfélög fjölga áætlunarferðum til áfangastaða sem fyrir eru. Flugfélögin sem ætla að bjóða upp á ferðir í vetur milli Íslands og útlanda eru Air Berlin, Flugfélag Íslands, Atlantic Airways, British Airways, Delta, easyJet, Ice- landair, Norwegian, Primera, SAS, Thomson, Vueling, Wizz Air og WOW air. Félög sem ætla að fljúga hingað í vetur eru m.a. Air Berlin sem flýgur til Þýskalands, Flugfélag Ís- lands sem flýgur til Aberdeen, Delta sem flýgur til New York, Thomson sem flýgur til Englands, Norwegian flýgur til Noregs, Spánar og Englands, Vueling flýg- ur til Spánar og Wizz Air flýgur til Litháens og Póllands. Icelandair verður með flesta áfangastaði og WOW air bætir New York við sem áfangastað. Viðamesta vetraráætlun flug- félaga til og frá Íslandi SÆTAFRAMBOÐ Í MILLILANDAFLUGI EYKST UM 58,3% Í VETUR Morgunblaðið/RAX Keflavíkurflugvöllur Það stefnir í mikla aukningu ferðaframboðs í vetur. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ríflega helmingi færri kusu í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú en árið 2012. Prófkjörið fór fram síðastliðinn laugardag og mættu 3.430 manns til að velja á lista flokksins í Reykjavík. Til samanburðar kusu 7.546 í prófkjöri flokksins fyrir al- þingiskosningar árið 2012. Spurður um skýringar á minni þátttöku í prófkjörinu þá segir Þórð- ur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að mögulega kunni minni barátta um efsta sæti í prófkjörinu nú en áður að skýra hana. „Það dregur alltaf úr áhuga og þátt- töku á prófkjörum þegar ekki er bar- átta um efsta sætið,“ segir Þórður. Ólöf Nordal sóttist ein eftir fyrsta sæti á listanum og fékk 2.944 atkvæði. Til samanburðar var hart barist um efsta sætið í prófkjöri árið 2012. Voru þá á 6 þúsund atkvæði á bakvið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem leiddi listann. Þá bendir Þórður á að skammur tími hafi verið frá því að framboðs- fresti lauk, eða þremur vikum fyrir prófkjör. „Þá virðast frambjóðendur hafa verið heldur hógværari í fjárút- látum en oft áður,“ segir Þórður. Hann segir það umhugsunarvert hve kosningaþátttaka almennt sé að minnka. Til að mynda hafi einungis rúm 60% kosið í síðustu borgarstjórn- arkosningum. „Maður veltir því fyrir sér af hverju kosningaþátttakan er að minnka og ég nefni borgarstjórnar- kosningarnar sérstaklega því þar var kosningaþátttaka hjá ungu fólki, eða yngstu aldurshópunum, rétt í kringum 50%. Kosningaþátttaka hefur minnk- að á Vesturlöndum síðustu áratugi og nú er þessa þróun að sjá hér,“ segir Þórður. Að sögn hans hafa tölur úr prófkjörinu ekki verið aldursgreindar. Lítil barátta kunni að skýra minni þátttöku  Rúmlega helmingi færri kusu í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks en árið 2012 3430 Kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins síðastliðinn laugardag 7546 Kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins árið 2012 7492 Kusu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík árið 2009 PRÓFKJÖR »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.