Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Finnst þér í góðu lagi að láta hlut- gera þig fyrir peninga? Hvernig tekst þér að samþætta móðurhlut- verkið og starf fatafellunnar? Þetta er meðal þess sem danshöfundurinn Brogan Davison spyr leikkonuna Olgu Sonju Thorarensen að í verk- inu Stripp sem sviðslistahópurinn Dance For Me frumsýndi nýverið í Tjarnarbíói. Þetta eru áhugaverðar spurningar sem fróðlegt hefði verið að fá svör við. Í Stripp fjallar Olga um reynslu sína af því að vinna um tíma sem fatafella á nektardans- staðnum Tabu Bar í Berlín til þess að vinna sig út úr skuldum. Eftir útskrift af leikarabraut Listahá- skóla Íslands vorið 2012 fór Olga í starfsnám hjá danska leikhópnum Signa og lék í uppfærslu hópsins á Club inferno í Volksbühne í Berlín. Um var að ræða sjö klukkustunda langa þátttökusýningu byggða á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante þar sem Olga lék Roxy, barnunga fatafellu og fíkil. Starfs- námið var ólaunað og til þess að sjá fyrir sér tók Olga 5.000 evra lán hjá Landsbankanum. Þegar starfsnám- inu lauk ákvað Olga að fyrst hlut- verk hennar sem fatafella hefði komið henni í skuldir skyldi hún gerast alvöru fatafella til að borga þær niður. Stripp byggist að stórum hluta á dagbókarfærslum Olgu frá þess- um tíma og vídeóupptökum þar sem m.a. má heyra samskipti Olgu við viðskiptavin Tabu Bar og sjá hana dansa háólétta heima hjá sér. Með samblandi af uppistandi, vídeóinnslögum, dansi og eintölum býr Olga í samvinnu við Brogan og Pétur Ármannsson til nokkurs kon- ar klippiverk um reynslu sína sem tekur hálfa aðra klukkustund í flutningi, en dramatúrg sýning- arinnar er Emelía Antonsdóttir Crivello. Inn í verkið, sem leikið er bæði á ensku og íslensku, fléttast hug- leiðingar Brogan um þá hefð í Bret- landi að leigja dverg sem fylgdar- svein steggja m.a. inn á nektar- staði, þann mikla fjölda vændis- kvenna og fatafellna sem hún hafi túlkað í söngleikjum allt frá unga aldri og óöryggi kvenna þegar komi að útliti enda vonlaust að lifa upp til þeirrar ímyndar sem glans- tímaritin skapa með fótósjoppuðum hárlausum líkömum. Uppistands- atriði Brogan voru afskaplega fynd- in, en nokkuð skorti á límið milli þessara atriða og sögu Olgu. Sama má segja um meðgöngu Olgu sem fléttuð var svo lauslega inn í verkið að óljóst var hver tilgangurinn átti að vera. Var Olga ólétt áður, á með- an eða eftir að hún vann sem fata- fella og hverju breytti það? Hvern- ig tengdist óléttan aðstæðum hennar? Klippiverkið varð þannig of oft of laust í reipunum. Sjónræn umgjörð sýningar- Brotakennt klippiverk Morgunblaðið/Freyja Gylfa Sviðsnærvera „Bæði Olga og Brogan hafa góða sviðsnærveru,“ segir um Olgu Sonju Thorarensen og Brogan Davison í rýni um Stripp í Tjarnarbíói. innar virkaði vel. Leikmynd Lenu Mody samanstóð af glansandi speglagólfi nektardansstaðarins og þykkum flauelstjöldum leikhússins. Búningar Larissu Bechtold voru innblásnir af heimi fatafellunnar með himinháum hælum, glansandi efnum og semelíusteinum. Lýsing Jóhanns Friðriks Ágústssonar og tónlist Gunnars Karels Mássonar virkuðu vel til að byggja upp spennu og skipta um stemningu, en tónlistin var á köflum alltof hátt stillt. Bæði Olga og Brogan hafa góða sviðsnærveru. Brogan hefur fína tilfinningu fyrir kómískum tímasetningum, en þarf að gæta þess að verða ekki of óðamála því þá er hætta á að textinn heyrist illa. Olgu tókst vel með líkamsmáli og svipbrigðum að miðla sársauka Roxyar. Hennar eigin saga ein- kenndist hins vegar af meðvitaðri fjarlægð sem virkaði hugmynda- fræðilega ágætlega en gerði túlk- unina heilt yfir heldur flata. Bæði í dansi sínum og eintölum sýndi Olga nær engin svipbrigði. Það hentaði dansinum vel þar sem það gaf leik- húsgestum tóm til að skoða fáran- leika hreyfinganna í nektardans- inum, en það hentaði leikhlutanum síður þar sem sú meðvitaða fjar- lægð sem Olga í hlutverki fatafell- unnar býr til gagnvart viðskipta- vinum nektarstaðarins yfirfærist á samband leikkonunnar við leik- húsgesti. Þannig gefur Olga leik- húsgestum jafnlítið af sér, persónu- legum hugleiðingum og tilfinn- ingum og fatafellan gefur viðskiptavinum sínum. Ljóst er að Olga og samverka- fólk hennar hefur viljað draga upp skýra hliðstæðu milli leikhússins og nektardansstaðarins, en í báðum tilvikum borga viðskiptavinir sig inn til að verða vitni að einhverjum tilbúningi, og tókst þeim þetta ætlunarverk sitt ágætlega. Olga lýsti því í viðtali fyrir frumsýningu að markmið hópsins hefði ekki ver- ið að setja upp sýningu með eða á móti nektardansi heldur fremur að vekja spurningar og varpa nýju ljósi á hlutina. Þetta afstöðuleysi í bland við naumt skammtaðar upp- lýsingar verður sýningunni hins vegar fjötur um fót og leiðir til þess að leikhúsgestir eru að sýningu lok- inni því miður litlu nær um reynslu Olgu. » Ljóst er að Olga ogsamverkafólk henn- ar hefur viljað draga upp skýra hliðstæðu milli leikhússins og nektardansstaðarins. Látinn er franski rithöfundurinn Michel Butor, sem þekktastur er fyrir tilraunir með frásagnarmáta og uppbyggingu skáldverka á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en sagt er frá því í New York Times. Butor tilheyrði bókmenntahefð sem þekkt er undir „le nouveau roman“, eða „nýja skáldsagan“. Eftir hann liggja nokkrar skáldsögur og fjöldi ann- arra ritverka. Butor var 89 ára þeg- ar hann lést. Butor hafnaði því sjálfur að til- heyra þessum hópi „nýju skáldsög- unnar“, en átti ýmislegt sameig- inlegt með þeim rithöfundum sem aðhylltust þessa ritlistarstefnu. Þessi nýja ritlistarstefna var rótækt skref frá hinni hefðbundinni skáld- sögu á þann hátt að hún lítur framhjá plotti, samtölum og línu- legri frásögn. Bækur hans báru svipuð einkenni en hann nálgaðist viðfangsefnið á heimspekilegri og pólitískari máta en kollegar hans. Butor gerði tilraunir með fleira en skáldsögur og skrifaði ljóð, ritgerðir, texta við tónlist ásamt fleiru. Forseti Frakklands, François Hollande, tal- aði um Butor í ræðu sem „stórkost- legan könnuð sem ávallt átti í sam- tali við hinar listgreinarnar, ávallt í anda frelsis og nýrra uppgötvana“. Butor sagði í viðtali við dagblaðið Libération árið 1996: „Ég geri mér grein fyrir að bækurnar mínar geta verið erfiðar. Fólk er hrætt við að stíga inn í sístækkandi völundarhús. Ég á sjálfur erfitt með að halda hlut- unum á réttum kili og mér tekst ekki alltaf að finna minn stað.“ Franski rithöfundurinn Michel Butor látinn Ljósmynd/François Jouffroy Framsækinn Michel Butor er þekktur franskur rithöfundur. MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Forsvarsmenn hjá Sony hyggjast ekki sleppa Daniel Craig úr hlutverki njósnara hennar hátignar. Nýjustu fréttir herma að Craig hafði verið boðnar 150 milljónir bandaríkjadala (sem samsvarar rúmlega 17,4 millj- örðum íslenskra króna) fyrir að túlka James Bond í tveimur kvikmyndum til viðbótar, en hann hefur nú þegar leikið í fjórum Bond-myndum. Til samanburðar fékk Craig að sögn greiddar 65 milljónir bandaríkja- dala fyrir leik sinn í Spectre sem frumsýnd var í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian. Þar er rifjað upp að Craig hafi látið hafa eftir sér að hann myndi „frekar skera sig á púls“ en leika í enn einni Bond- myndinni. Hann á hins vegar einnig að hafa áskilið sér allan rétt til að skipta um skoðun síðar. Viðmælendur blaðsins velta fyrir sér hvort Craig hafi þóst vera áhugalaus um framhaldið til þess eins að þrýsta laununum upp. Gera hosur sínar grænar fyrir Craig Dýrmætur Boðið er í Daniel Craig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.