Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 25
Hvíl í friði, elsku vinkona. Þó hverfi okkur líf í léttu spori, er ljós og fögur mynd um horfna tíð. Þín minning er sem ljóð frá ljúfu vori um lítið, fallegt blóm í grænni hlíð. Sóley Gyða, Hólmfríður Lillý, Jóhanna og Guja. Eins og stjarna sem hrapar um nótt þú lýstir leið en svo fórstu allt of fljótt En ég á minningar sem engin getur tekið frá mér nú. því það engin alveg eins og þú. Elsku hjartans vinkona mín, hvað ég á eftir að sakna þín. Að þurfa að kveðja þig svona snöggt er svo ósanngjarnt. Er svo þakk- lát fyrir yndislega kvöldstund sem við áttum saman á spítalan- um áður en ég fór í ferðina mína, þar sem við gátum spjallað sam- an og ég dúllað aðeins við þig. Að hafa ekki getað verið nær þér síð- ustu dagana er ólýsanlega sárt en ég veit að þitt góða fólk var þér við hlið. Krissan mín, hvar á ég að byrja, það er svo margt sem við höfum gert saman í okkar 45 ára vináttu. Ég man það svo vel þeg- ar þú komst í bekkinn minn, þú varst svo mikil skvísa og svo örugg í nýju umhverfi. Við náð- um strax vel saman og Sibba og Hulda frænka bættust fljótt í okkar hóp. Það var margt brallað á þessum árum og oftar en ekki varst þú í fararbroddi, alltaf skrefinu á undan, enda þremur mánuðum eldri en ég. Þú varst mikil bíladellukona og elskaðir að keyra um á flottum bílum, það voru ófá skiptin sem við fórum saman, vinkonurnar, á rúntinn niður á Hallærisplan á bíl mömmu þinnar, eða vorum sam- an í herberginu þínu á Kópavogs- brautinni og spiluðum Kleppara sem þú settir hraðamet í því þú varst svo snögg. Við sungum líka uppáhaldslögin okkar „Blakk“ og „Við gengum tvö“ og ekki þótti okkur verra ef Jói bróðir þinn mætti með gítarinn. Við vorum líka duglegar að fara saman í Hollý og Klúbbinn á þessum ár- um og skemmtum okkur vel, lífið var ljúft og framtíðin björt. Svo urðu kaflaskil hjá þér þeg- ar þú eignaðist Össa þinn, þvílík gæfa fyrir þig þó að oft hafi verið erfitt að vera einstæð með hann. Hann svo fallegur og góður sonur sem þú máttir vera stolt af. Elsku Krissa mín, það er svo margt sem ég geymi í huga mér og vil þakka þér, eins og þegar þú ákvaðst að koma alltaf til mín á þriðjudögum í kaffi sem þú gerð- ir í mörg ár, krakkarnir mínir hlógu oft að okkur en nú sakna þau að sjá okkur ekki við eldhús- borðið í hláturkasti yfir einhverri vitleysunni sem við gerðum. Fjölskylda mín og systur geyma mörg gullkornin um þig í gegnum árin. Þú, bleika blúndan mín, elsk- aðir að vera fín og vel til höfð með bleika glossið þitt sem ég keypti reglulega fyrir þig í Ameríku. Aldrei hef ég séð þig ham- ingjusamari en þegar þú giftist Kobba þínum, þið voruð svo fal- leg saman en fenguð alltof stutt- an tíma. Hann svo natinn og góður við þig og þú áttir það skilið. Ég vil, elsku vinkona, þakka þér þína vináttu og veit að þú ert laus við alla þjáningu sem var orðin óbærileg þegar ég heyrði í þér rétt fyrir andlátið. Elsku Össi minn og Kobbi, þið hafið misst yndislega móður og eiginkonu. Ég vil líka senda kær- ar kveðjur til foreldra Krissu minnar og fjölskyldunnar allrar. Kærleikskveðjur frá Tóta, Höllu, Bjarka og Trausta með þakklæti fyrir trausta vináttu í gegnum árin. Halla tengdamóðir mín sendir kærar kveðjur og þakkar þér vin- áttuna Sakna þín endalaust, elsku Krissu krútt Elska þig … Þín vinkona Bára Alexandersdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Samtök eldri sjálfstæðismanna hefja vetrar- starfið með hádegisfundi í Valhöll á morgun, miðvikudaginn 7. september, kl. 12 á hádegi. Gestur fundarins verður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Húsið verður opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 850 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn í Guðríðarkirkju, mánudaginn 19. september 2016 kl. 17.00. Dagskrá : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjórnin Ofannefnd lagabreyting liggur frammi á skrif- stofu félagsins. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hellisbraut 20, Snæfellsbær, fnr. 211-4312, þingl. eig. Húseigendaf. Hellisbraut 20 ehf., gerðarbeiðandi Snæfellsbær, mánudaginn 12. september nk. kl. 11:00. Vallholt 18, Snæfellsbær, fnr. 210-3964, þingl. eig. Elín Kristrún Halldórsdóttir og Elías Jóhann Róbertsson, gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður og Landsbankinn hf., mánudaginn 12. sept. nk. kl. 11:30. Sælingsdalur 137739, 3811, Dalabyggð, fnr. 211-7556, þingl. eig. Guðmundur Elísson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 12. september nk. kl. 14:20. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 5. september 2016 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: JörðinTunga, Strandabyggð, 25% hluti í lóð nr. 2., fnr. 212-7697, þingl. eig. Arnór Hvanndal Arnórsson, gerðarbeiðandiTollstjóri, fimmtudaginn 8. september 2016 kl. 12:00. Fiskislóð 1, Strandabyggð, fnr. 223-8369, þingl. eig. Hólmvíkingur ehf. gerðarbeiðendurTryggingamiðstöðin hf., Byggðastofnun og Stranda- byggð, fimmtudaginn 8. september nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, 26. ágúst 2016. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á fiskiskipinu Unnari ÍS-300, skipaskrárnúmer 1866, þingl. eig. Kúvíkur ehf., gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fer fram á skrifstofu embættisins Hafnarbraut 25, Hólmavík,fimmtu- daginn 8. september nk. kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 26. ágúst 2016 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Hér í Vesturbænum er haustdagskráin að taka á sig mynd. Opna vinnustofan alla daga kl. 9, féagsvist alla mánudaga kl. 13, útskurður byrjaði 5. sept., tálgun í dag, 6. sept, bókaklúbbur 8. sept., postulín og myndlist 13., 14., og 15. sept. Fyrsta BINGÓ 23. sept. og leikfimi 1. okt. Boðinn Handavinnustofa opin frá 9–15, brids/kanasta kl. 13. Haust- kynning í Gullsmára kl. 14, allir hjartanlega velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.30, kaffi/dagblöð og hádegismatur. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, bænastund kl. 9.30, vöfflukaffi kl. 23.30. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Súpa og brauð á vægu verði eftir stundina. Eldri- borgarastarf frá kl. 13–16. Fyrsta samvera eftir sumarfrí. Hlökkum til að sjá ykkur. Verið hjartanlega velkomin. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi kl. 9.30–16, kaffimeð- læti selt frá kl. 14, qi-gong í Sjálandsskóla kl. 9.40, karlaleikfimi í Sjá- landsskóla kl. 13 og botsía kl. 13.45, vatnsleikfimi kl. 15. Brids nám- skeið á vegum FEBG í Jónshúsi kl. 13, bútasaumur í Jónshúsi kl. 13, Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kanasta kl. 13, haustkynning kl. 14. Allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9, opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10.10–11.10, hádegismatur kl. 11.30, Bónusbíllinn kl. 12.15, félagsvist kl. 13.15, kaffi kl. 14.15, leikhópurinn Snúður og Snælda með æfingar kl. 16-18, áhugasömum velkomið að vera með. Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Kl. 13 tálgun í opinni vinnustofu, helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistarnámskeið kl. 9 hjá Margréti Zóphoníasd., thai chi kl. 9, leikfimi kl. 10. Bónusbíll kl. 12.40, brids kl. 13, Bókabíllinn kl. 14.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Minnum á haustfagnaðinn 9. september kl. 13 þar sem kynnt verður starfsemi og dagskrá Hæðargarðs. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu, nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Í Kópavogsskóla línudans framhald 3. stig (2 x í viku) kl. 16. Framhald 2. stig (2 x íviku) kl. 17. Æfingar fyrir GA kl. 18. Botsía í Digranesi vestursal kl. 16. Uppl. í síma 564-1490 og á www.glod.is Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15, kaffispjall í krókn- um kl. 10.30, lomber Skólabraut kl. 13.30, karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Ath. Í dag er allra síðasti skráningardagur á Mamma Mia í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 25. september. Skráning í síma 8939800 eða á Skólabraut. Stangarhylur 4 Qi-gong námskeið kl. 10.15, leiðbeinandi Inga Björk Sveinsdóttir. Uppbygging og næring fyrir fyrir sál og líkama. Skák hefst að nýju kl. 13, allir velkomnir. FUNDUR Á AUSTURVELLI fimmtudaginn 8. september kl. 17–18, félagsmenn hvattir til að mæta. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9, glerskurður (Tifffanýs) kl. 13–16, leiðbeinandi Vigdís Hansen. Kaffisala kl. 13-14. Enska framhald hefst föstudaginn 16. sept. kl. 10-12, leiðbeinandi Peter Vosicky.Tréútskurð- ur byrjar í október, leiðbeinandi Lúðvík Einars. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin í síma 535-2740. Allir velkomnir óháð aldri. Vitatorg Bútasaumur og glerbræðsla kl. 9, upplestur framhaldssögu kl. 12.30, handavinna kl. 13–15, félagsvist spiluð kl. 13.30. allir vel- komnir. Smáauglýsingar Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 499-3070. Sólbakki. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Til leigu Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík 285 fm bil með allt að 9 m lofthæð, stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð lóð, og greið aðkoma. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 fasteignir Þjónustu- auglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.