Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sígild er spurn-ingin, hvortkemur fyrr, egg eða hæna. Evrusvæðið er í vanda og hagvöxtur þar stappar nærri stöðnun. Helst er það spænska efnahagslífið sem sýnir lífs- mark. Þýskaland er í kyrrstöðu svo líklegt er að seðlabanki evr- unnar neyðist til að halda vafa- sömum björgunaraðgerðum áfram. Þessar svipmyndir lýsa efnahagsstöðu Evrópu, þótt vandræði Ítalíu og Grikklands séu ekki nefnd. En hin hliðin, sú stjórnmálalega? Spánn, sem sagðar voru já- kvæðar fréttir af, býr enn við stjórnarkreppu sem sér ekki fyrir enda á. Hollande, forseti Frakklands, er í vandræðum, en þær systur traust og vinsældir hafa snúið baki við honum. Bret- ar eru á leið út úr ESB og þvert á hræðsluáróður „ábyrgu aflanna“ lofa efnahagsteikn þar helst góðu. Merkel kanslari naut mikils álits drýgstan hluta valdaferils síns. En ein afgerandi mistök, í stærri kantinum, hafa breytt stjórnmálalegum örlögum henn- ar. Ógætileg nálgun á innflytj- endamálum hefur skaðað hana mjög og virðist ekkert lát á. Nýjasta dæmið er úr fylkiskosn- ingunum um helgina í tiltölulega fámennu kjördæmi, Mecklen- burg-Vorpommern. Þess háttar úrslit þar hefðu ætíð vakið at- hygli, en þau fá aukna vigt þar sem um heimaríki Angelu Mer- kel er að ræða. Flokkur hennar lenti í þriðja sæti með aðeins um 19% atkvæðanna, verstu útkomu sög- unnar, en nýr stjórnmálaflokkur, AfD (sem þýða má „Annar kostur fyrir Þýskaland“) fékk 21%. AfD bauð fyrst fram í al- ríkiskosningum 2013 og fékk 4,8% atkvæða og slapp því ekki yfir 5% þröskuldinn sem þarf á þýska þingið. Fjölmiðlamenn, hafa of marg- ir skrítinn hátt á þegar þeir stimpla nýja flokka hægra meg- in miðju. Sá fær furðu fljótt „öfga“ forskeytið, en það gerist aldrei vinstra megin við miðjuna (enda seint saka víðsýnir menn þá Stalín, Bería og Mao um öfg- ar). AfD, sem varð næststærsti flokkurinn í þessum kosningum, var stofnaður af Alexander Gauland, lögfræðingi og áður ráðuneytisstjóra þýska um- hverfisráðuneytisins, Bernd Lucke hagfræðingi og Konrad Adam, fyrrverandi ritstjóra Frankfurter Allgemeine. Flokk- urinn var stofnaður í kjölfar evrukreppunnar og barðist fyrir því að hætt yrði við tilraun með evru, sem þeir sögðu hafa reynst mikið skaðaverk. Varla myndi nóbelsverðlaunaður vinstrimað- ur eins og Stiglitz sjá hægri öfg- ar í því? Þegar innflytjendamál bloss- uðu upp í Þýskalandi setti ný forystukona AfD, Frauke Petru, það mál ofarlega á verkefnaskrá flokksins og þótti þá réttlæta öfgastimpillinn. AfD er með full- trúa Evrópuþingi, á fylkis- þingum og spár segja að ríkis- þingið í Berlín sé næst. Tíðindi í þýskum stjórnmálum. Jarðskjálfti eða aðeins titringur?} Pólitískur jarðskjálfti? Eitt land, tvökerfi“ var við- kvæðið þegar Kín- verjar tóku við yfir- ráðum yfir Hong Kong af Bretum árið 1997. Kín- verjar áttu að sjá um varnir Hong Kong og fara með utan- ríkismál. Hong Kong myndi hins vegar njóta takmarkaðrar sjálfstjórnar og almennra, borgaralegra réttinda, sjálf- stæðs réttarfars og fjölmiðlar yrði ekki ritskoðaðir. Margir sáu ýmis tormerki á því að þetta myndi ganga til lengdar. Fyrir tveimur árum kom til fjölmennra mótmæla í Hong Kong þegar stjórnvöld í Peking þóttu hafa sýnt merki þess að þau myndu ekki standa við lof- orð um frjálsar kosningar fyrir 2017. Mótmælin hófust seinni hlut- ann í september og lauk ekki fyrr en um miðjan desember. Kínversk stjórnvöld gáfu ekki þumlung eftir, en mótmælin höfðu mikil áhrif í Hong Kong. Sagt er að þau hafi ýtt við ungu fólki sem áður hafði engan áhuga á stjórnmálum. Kom- in sé fram kynslóð, sem vilji slíta sam- bandinu við Kína þegar sam- komulagið frá 1997, sem gert var til 50 ára, rennur út. Um helgina var gengið til kosninga til þingsins í Hong Kong. Þar eru 70 sæti. 40 þeirra eru frátekin fyrir ýmsa hags- munahópa og koma yfirleitt í hlut stuðningsmanna stjórn- valda í Peking. Þá standa eftir 30 sæti. Fjögur þeirra fengu róttækir, ungir stjórnmála- menn, sem annaðhvort vilja aukna sjálfstjórn eða algert sjálfstæði frá Kína. Þeir eru af- sprengi mótmælanna fyrir tveimur árum. Andóf er ekki vel séð í Pek- ing. Niðurstaða kosninganna endurspeglar óttann við að kín- verski kommúnistaflokkurinn skerði frelsi í Hong Kong. Nú er að sjá hvernig hann bregst við vaxandi andstöðu í Hong Kong. Sigur andstæðinga stjórnvalda í Peking}Kosið í Hong Kong N ú eru ekki nema um sjö og hálf vika til alþingiskosninga og flokkar þeir sem vilja komast þar til áhrifa eru í óðaönn að undirbúa slaginn, gera klárt fyrir að leggja net sín og gildrur fyrir kjós- endur, eins og venjulega. Nema hvað kosningarnar að þessu sinni verða að mörgu leyti ekki eins og venjulega því ýmislegt hefur breyst inni á Alþingi síðan síðast var gengið til kosninga. Ný flokkur er mættur til leiks og virðist hann ætla að verða nokkuð aðsópsmikill, auk þess sem óvenju- mikil endurnýjun verður á hópi þingmanna. Undir þessum kringumstæðum umbreyt- inga og uppstokkunar er væntanlega lag að höfða til kjósenda með því að slá nýjan tón í kosningabaráttunni sem framundan er og þar er ég með tillögu; ágætu verðandi þingmenn, hví ekki að stela umræðunni með því að setja málefni flóttamanna í öndvegi? Með þessu á ég ekki við það óhæfuverk að upp- hefja heimóttarlega hatursumræðu til að ala á óöryggi smásálnanna og færa þannig aðdraganda kosninga á au- virðilegt plan, heldur að höfða til þeirra sömu og svöruðu könnun sem rannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir nokkrum vikum. Niðurstöðurnar eru afgerandi: „Mikill meirihluti Íslendinga telur að íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til þess að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum,“ svo vitnað sé í frétt á mbl.is. Sam- kvæmt könnuninni eru 74% þessarar skoðunar, og einnig kemur fram að 85% séu hlynnt því að flóttafólk sem flýr stríð eða ofsóknir geti leitað hælis í öðrum löndum. Tæp 65% eru tilbúin að taka á móti flóttafólki í hverfið sitt. Þetta eru myndarlegar tölur sem gefa til kynna að eftir einhverju sé að slægjast fyrir einstaklinga vongóða um þingsæti. Það er hreinlega á vísan að róa. Það er heldur ekki að undra; hefur þú, lesandi góður, lesið greina- flokk sem samstarfskona mín, Guðrún Hálfdán- ardóttir – hún Gúna – hefur ritað um borg- arastríðið í Sýrlandi og fólkið sem þaðan hefur flúið? Ef ekki skaltu gera það sem snöggvast, og þá muntu aldrei láta út úr þér dellu á borð við „Getur þetta fólk ekki verið heima hjá sér?“ Nei, þetta fólk getur það nefnilega ekki án þess að hætta á hungursneyð, limlestingar af völdum bardaga, hroðalegar pyntingar af hálfu stjórn- arhersins eða bara dauðann. Myndir þú ekki leggja land undir fót ef þú, lífsförunautur og börn ættu ofangreind ör- lög annars á hættu? Þetta fólk er ekki hryðjuverkamenn, iðjuleysingjar, ofsatrúarfólk og annars lags rumpulýður kominn til að leggjast á kerfið og blóðsjúga það heldur fólk sem hefur lagt á sig ferðalag upp á líf og dauða til að reyna að komast af og finna öryggi víðsfjarri heimahögunum. Af- gerandi meirihluti Íslendinga vill hjálpa þessu fólki að eiga hér öruggt líf og þess vegna verður áhugavert að sjá hver ætlar að taka þetta borðleggjandi kosningamál og gera að sínu. Viðkomandi munu án nokkurs vafa uppskera eins og til er sáð. Vel og rækilega. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Hér er komið kosningamál! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Komum skemmtiferðaskipatil Íslands hefur fjölgaðmikið á síðustu árum. Nýmet hafa verið slegin á hverju ári og nú þegar liggur fyrir að enn eitt metið verður slegið á næsta ári, 2017. Samkvæmt upplýsingum Ernu Kristjánsdóttur, markaðsstjóra Faxaflóahafna, hefur 121 skipa- koma verið skráð í Reykjavík næsta sumar og með þessum skipum verða 132 þúsund farþegar. Til sam- anburðar verða skipakomur á þessu ári 114 og farþegar 109 þúsund. Ár- ið 2015 voru skipakomur 108 og far- þegar 100 þúsund. Erna bendir á að listinn fyrir næsta ár eigi eftir að breytast og enn geta skip bæst á hann. Skráning hafin fyrir 2018 Skráning fyrir árið 2018 er haf- in hjá Faxaflóahöfnum og nú þegar er búið að skrá liðslega 40 skipa- komur það ár. Þegar listinn fyrir árið 2017 er skoðaður kemur í ljós að fyrsta skip- ið er væntanlegt til Reykjavík- ur sunnudaginn 14. maí. Það heitir Celebrity Eclipse og er í flokki 5 stjörnu risaskipa. Það er 122 þús- und brúttótonn að stærð og með því koma 2.852 farþegar. Í áhöfn eru tæplega 1.300 manns. Síðasta skipið er skráð laugardaginn 7. október. Það heitir Ocean Dream, 36 þúsund tonn að stærð og farþegafjöldinn er 1.022. Eins og gefur að skilja koma fleiri en eitt skip til hafnar í Reykja- vík sama daginn. Sjö daga verða þrjú skip samtímis í höfn og einn dag, sunnudaginn 6. ágúst, verða fjögur skip í höfn sama daginn. Þá hefur sú þróun orðið undan- farin ár að sífellt fleiri skip stoppa yfir nótt í Reykjavík. Þannig munu 39 skip stoppa yfir nótt næsta sum- ar, þau verða 34 í sumar og voru 23 árið 2015. Því lengur sem þau stoppa í höfn, því meiri verða tekjur þjóðarbúsins. Könnun sem Hafnasamband Íslands og samtökin Cruise Iceland létu gera meðal farþega í höfnum landsins árin 2013 og 2014 leiddi í ljós að heimsóknir skemmti- ferðaskipa skiluðu um sex millj- örðum króna í þjóðarbúið árlega, beint og óbeint. Síðan þá hefur bæði skipum og farþegum fjölgað þannig að tekjurnar geta verið enn meiri í dag. Samkvæmt könnuninni eyddu farþegarnir um 5,3 milljörðum króna með viðkomu sinni hér á landi, inni í því eru m.a. flugferðir til og frá landinu. Um 140 milljónir komu af verslun skipverja, 433 milljónir fóru í hafnargjöld og 150 milljónir í skattgreiðslur til ríkisins. Nýtt met verður slegið næsta sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Risi Skemmtiferðaskipið Pacific Princess kom til Reykjavíkur í gær. Síðasta skipið kemur 11. október. Það fylgir því mikil skipulagning að taka á móti mörgum skemmtiferðaskipum á sumri hverju, að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Tvö stór skemmtiferðaskip geta legið samtímis við Skarfa- bakka og síðan er hægt að koma öðrum skipum fyrir við Korn- garða og Sundabakka. Minni skipin leggjast að í Gömlu höfninni við miðbæinn. Að meðaltali er hvert skip í höfn í 18 klukkustundir. Að sögn Gísla fylgjast útgerðir stóru skipanna vel með áætl- unum hvert hjá öðru og reyna að dreifa komum sinna skipa á sumarið. Þá hefur orðið mikil fjölgun á ferðum svokallaðra leiðsögu- skipa. Þau sigla umhverfis landið og milli landa samkvæmt áætl- un. Farþegarnir koma fljúgandi hingað til lands. Skipin stoppa á fleiri stöðum og farþegarnir fara víðar um en þeir sem koma af stóru skipunum. Í höfn í 18 klukkutíma SKEMMTIFERÐASKIPIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.