Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 2
Brian Wilson kom fram í Eldborg Hörpu í gærkvöldi. Verkið hans Pet Sounds sem er 50 ára í ár er talið eitt það besta í sögu rokksins og hefur fengið fjölda viðurkenninga. Með honum á tónleikunum í gærkvöldi komu fram gömlu Beach Boys-félagar hans þeir Al Jardine og Blondie Chaplin. Morgunblaðið/Golli Flutti verkið Pet Sound og mörg vinsæl Beach Boys-lög Brian Wilson í Hörpu 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. 664 6991 www.sveinnoskar.is sveinnoskar@sveinnoskar.isStétt með stétt Kynslóð með kynslóð Þriðja til fjórða sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 10. september 2016 Kosningaskrifstofa Hlíðasmára 11, efstu hæð. 201 Kópavogi. Svein Óskar áAlþingi Styðjum Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Ég myndi segja að þetta væru stór- tíðindi í heilbrigðismálum á Íslandi,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður heilsugæslunnar Höfða, fyrirtækis sem mun stýra heilsugæslunni við Bíldshöfða. Sjúkratryggingar Íslands hafa samið um rekstur tveggja heilsu- gæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. Útboð á rekstri þriggja nýrra heilsugæslu- stöðva var auglýst í lok apríl síðast- liðnum, á grundvelli ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigð- isráðherra. Þrjú tilboð bárust, tvö voru samþykkt en þriðja tilboðinu hafnað. Nýju stöðvarnar munu verða starf- ræktar á Bíldshöfða 9 í Reykjavík og í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Nú þekkir maður til einkarekinna stöðva í heilbrigðisgeiranum en þetta er ekki algengt? „Nei. Við höfum verið með heilsu- gæsluna í Lágmúla og Salastöðina. Svo ertu með Læknavaktina og tólf heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu sem starfa sjálfstætt, en það er allt og sumt. Þetta er hlutur sem Félag heimilislækna er búið að vera að berj- ast í að fá fram. Salastöðin var opnuð 2002, síðan þá hefur ekkert gerst. Þetta sem nú er að gerast er von- arneisti um að heilsugæslan vindi seglin og framtíðin sé björt.“ Nú þekki ég marga sem myndu halda að þetta væri hættuleg þróun, einkarekstur í heilbrigðiskerfið? „Þetta er ekki hættulegra en það að þetta er það sem öll löndin á Norð- urlöndunum eru að gera. Danir, Norðmenn, Svíar og nú er þetta að verða að veruleika í Finnlandi á næstu mánuðum. Öll sósíalísku og sósíaldemókratísku löndin hafa gert þetta. Ég deili ekki þeim áhyggjum að þetta sé hættulegt. Stöðvarnar skipuleggja sig eftir þörfum sjúklinga og eru ekki fastar í ramma ríkisins.“ Verður þetta dýrara fyrir sjúk- lingana sem leita til ykkar? „Nei, þetta verður ekki dýrara. Þetta er opinbera kerfið. Það er bara verið að gera þjónustusamning við einkaaðila. Frá áramótum er verið að umbylta allri fjármögnun í heilsugæslunni. Fjármagn mun fylgja fólki. Það er ákveðin krónutala sem fylgir hverjum sjúklingi óháð því hvort ríkið eða einkaaðilar sinna þjónustunni. Það verður í þessu nýja kerfi frá áramót- um. Svo mun tíminn leiða í ljós hvort einkareknu stöðvarnar nái að nota fjármagnið betur,“ segir Gunnlaugur. „Stórtíðindi í heilbrigðismálum“  Samið um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu  Starfræktar á Bíldshöfða og í Urðarhvarfi  Lítið gerst í einkarekstri í heilbrigðismálum síðan árið 2002  Læknarnir bjartsýnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggt Í Urðarhvarfi verður opnuð ný heilsugæslustöð í vetur. Stúlkan sem lést síðastliðinn sunnu- dag í umferðarslysi á Ólafsfjarðar- vegi hét Svala Dís Guðmundsdóttir. Svala Dís var fædd árið 2008 og til heimilis á Siglufirði. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444- 2800. Nafn stúlk- unnar sem lést „Niðurstaða dagsins er að það er ekkert að sjá. Það er ekkert þarna í nærumhverfinu,“ segir Uggi Æv- arsson minja- vörður sem rann- sakaði í gær svæðið í Skaft- ártungu þar sem fannst sverð sem talið er vera frá víkingatíma. Eins og Morg- unblaðið hefur greint frá fundu gæsaskyttur sverðið nálægt Ytri-Ásum og er það talið vera frá 10. öld. Þjóðminja- stofnun sendi teymi sérfræðinga á svæðið og lítið hefur komið út úr rannsóknum þess. „Við áttum von á því að sjá mannaverk í nærumhverfinu. Fyrsta hugsun var að þarna væri heiðin gröf, kuml. En niðurstaða dagsins er að svo er ekki. Þetta er býsna sérstakt. Við höfum engin svör um hvernig þetta hafi atvikast. Annaðhvort hefur þetta verið kuml sem áin hefur sóp- að á brott. En yfirleitt eru þá steinar eftir en ekki sverð. Hinn möguleik- inn er að einhver hafi týnt sverðinu þarna. Það breytir því ekki að sverðið er merkilegt.“ En kom þá sverðið með ánni á þennan stað? „Nei. Við trúum því ekki. Odd- urinn var brotinn af sverðinu og hann lá þarna. Það er vísbending um að þetta hafi ekki verið á hreyfingu. Líklegra er að áin hafi fleytt jarð- veginum ofan af í hlaupunum. Það var hamfarahlaup þarna í fyrra- haust. Svo er bara hægt að vera með vangaveltur um hvort þetta sverð sé frá tímum Njálu eða ekki. Það var stór bær þarna nálægt sem fór undir hraun árið 1783.“ borkur@mbl.is Það er ekki kuml á svæðinu  Ævaforna sverðið hugsanlega frá tímum Njálu  Stór bær sem var nálægt fór undir hraun árið 1783 Sverðið Oddurinn var brotinn af sverðinu og lá á sama stað og það. Uggi Ævarsson Bréf sem Hall- dór Laxness rit- höfundur skrif- aði þýðanda bóka sinna, Dan- anum Erik Søn- derholm, voru boðin upp á net- inu í gær. Um er að ræða þrjú handskrifuð og 17 vélrituð bréf með undirskrift Halldórs frá ár- unum 1962-1981. Einnig fylgdu bréf frá Erik Sonderholm, fjórar ljósmyndir og jólakort. Bréfin voru metin á 140.000- 170.000 krónur en seldust á 244.000 sem eru um 14.000 dansk- ar krónur. Ekki liggur fyrir hver keypti bréfin en nokkrir Danir höfðu spurst fyrir um þau nokkru áður en uppboðið fór fram að sögn Lærke Bøgh hjá uppboðshús- inu í Danmörku. Bréfin seldust á 244 þúsund kr. Seld Bréf Laxness.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.