Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Vef-Þjóðviljinn skrifar:   Í Norðvesturkjördæmi fara Píratar ekki síður ótroðnar slóðir. Þar er búið að ógilda niðurstöðu prófkjörsins því yfirstjórnin í Reykjavík er ekki sátt við sig- urvegarann, Þórð Guðstein Pétursson.    Ríkisútvarpið fékk þessarskýringar hjá Herberti Snorrasyni sem situr í kjördæm- isráði flokksins í hádegisfréttum 3. september: „[Þórður Guð- steinn] gekkst við því meðal ann- ars að hafa fengið, eins og hann orðaði það, nokkra félaga, 20-30 manns, til að skrá sig í flokkinn til þess að kjósa sig og samkvæmt þeim tölfræðigögnum sem voru birt um kosninguna, þá kusu 18 af þessum eingöngu hann og eng- an annan í prófkjörinu en fólki var frjálst að raða öllum sem að voru í framboði á kjörseðil hjá sér.“    Þarna eru 18 seðlar hreint ogbeint raktir til félaga Þórðar Guðsteins. Þetta er gert með því að misnota kjörgögnin og yfir- heyra sigurvegarann.    Það er fáheyrt í leynilegumkosningum á Íslandi að kjör- seðlar séu raktir á þennan hátt til kjósenda.    Prófkjör Pírata eru gróf atlagaað þeim góðu lýðræðis- hefðum sem Íslendingar hafa lengi notið og hingað til getað treyst.    Og virðingarleysið við friðhelgieinkalífs þeirra sem greiddu atkvæði í prófkjöri Pírata í Norð- vesturkjördæmi er skelfilegt.“ Laskað lýðræði STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.9., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 4 rigning Þórshöfn 13 rigning Ósló 19 skýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 skýjað Dublin 23 skýjað Glasgow 18 skýjað London 23 skýjað París 18 þoka Amsterdam 23 skýjað Hamborg 23 léttskýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 14 rigning Moskva 16 heiðskírt Algarve 31 heiðskírt Madríd 39 heiðskírt Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 33 léttskýjað Róm 24 rigning Aþena 26 súld Winnipeg 14 skýjað Montreal 15 þoka New York 24 skýjað Chicago 28 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:30 20:22 ÍSAFJÖRÐUR 6:30 20:32 SIGLUFJÖRÐUR 6:12 20:16 DJÚPIVOGUR 5:58 19:53 Ísland er í 4. sæti í sínum riðli eftir 9 umferðir af 17 í opnum flokki á heims- leikunum í brids, sem haldnir eru í Wroclaw í Pól- landi. Í kvenna- flokki er íslenska liðið í 14. sæti í sínum riðli. Þrír leikir voru spilaðir í gær í báðum flokkum. Í opnum flokki tapaði Ísland fyrir Hong Kong og Lettlandi en vann Eng- land í afar vel spiluðum leik þar sem flest spilin féllu. Englendingar eru í 2. sæti í riðlinum. Í kvennaflokki tapaði Ísland fyr- ir Bandaríkjunum en vann bæði Skota og Indverja. Erfiðir mótherjar í dag Þrír riðlar eru í opnum flokki og komast fimm sveitir úr hverjum áfram í 16 liða úrslit ásamt stiga- hæsta liðinu í 6. sæti. Í kvenna- flokki eru tveir riðlar og komast átta lið áfram úr hvorum riðli í 16 liða úrslit. Ísland spilar í opnum flokki í dag við Bandaríkin, Noreg og Argent- ínu í opnum flokki. Þarf íslenska liðið að halda vel á spöðunum ætli það að halda sæti sínu meðal fimm efstu en þessi þrjú lið eru í 6. 7. og 8. sæti í riðlinum. Pólverjar eru efstir. Leikurinn við Bandaríkin verður sýndur beint á netsíðunni bridge- base.com og hefst klukkan 8:30. Leikurinn við Argentínu er einnig sýndur þar og hefst kl. 14:50. Í kvennaflokki eru mótherjar Ís- lendinga í dag Palestínumenn, Danir og Pólverjar. Tvær síðast- nefndu þjóðirnar berjast um sæti í sextán liða úrslitum en Palestína er í 15. sæti í riðlinum. Ísland í 4. sæti í sín- um riðli  Kvennaliðið er í 14. sæti eftir 9 umferðir Fjölmenni Úr spilasal í Wroclaw.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.