Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is SUMUM LEYNDARMÁLUM Á EKKI Að ÞAGA YFIR. GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK? HVAÐ MEÐ KYNFERÐISOFBELDI? Fallegir kjólar Túnikur Bolir Peysur Buxur O.fl. Mikið úrval Ný sending Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir kryddogkaviar.is kryddogkaviar@kryddogkaviar.is Sími 515 0702 og 515 0701 Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÝ SENDING Flottar vetrabuxur GERRY WEBER GARDEUR LAGERSALA – 40% afslátttur SVARTAR m/ullarblöndu - Gallabuxur beinar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, lagði síðdegis í gær í sína fyrstu utanför sem forseti. Ferðinni er heitið til Rio de Janeiro í Bras- ilíu, þar sem forsetinn mun sækja Ólympíumót fatlaðra, en þar eru fimm Íslendingar meðal þátttak- enda. Við þessa för urðu þau tímamót í sögu forsetaembættisins að hand- hafar forsetavalds fylgdu ekki for- seta út á flugvöll eins og tíðkast hefur frá upphafi lýðveldisins 1944. Það var að ósk Guðna að þessi venja er nú aflögð. Kvöddu með handabandi Í árdaga forsetaembættisins kvöddu handhafarnir Svein Björns- son, fyrsta forseta Íslands, við skipsfjöl er hann hélt af landi brott. Síðar, þegar forsetarnir hættu að ferðast með skipum og fóru utan með flugvélum, fylgdu handhaf- arnir forsetanum á flugvöllinn og kvöddu hann með handabandi við landganginn. Þar með höfðu þeir tekið við forsetavaldinu. Framvegis verður við það miðað að handhafarnir taki við forseta- valdinu þegar flugvél forsetans hef- ur tekið á loft og hann er ekki leng- ur á íslenskri grundu. Samkvæmt því tóku handhaf- arnir við forsetavaldinu þegar flug- vél Lufthansa tók á loft á Keflavík- urflugvelli klukkan 14:22 síðdegis í gær. Ferðinni var heitið til Frank- furt þar sem við tók framhaldsflug til Rio. Guðni verður viðstaddur setn- ingu Ólympíumótsins í kvöld ásamt leiðtogum og ráðherrum um 40 annarra ríkja. Hann mun síðan fylgjast með leikunum og hitta ís- lensku keppendurna og aðstand- endur þeirra. Forsetinn verður í Ríó fram til 10. september. Íþróttasamband fatlaðra bauð Guðna að sækja leikana en forseta- embættið stendur straum af ferð- inni. Með Guðna í för er Örnólfur Thorsson forsetaritari. Forsetinn fór út á flug- völl án fylgdar handhafa  Tímamót í sögu embættisins  Sækir Ólympíumótið Morgunblaðið/Eggert Guðni Th. Hittir íslensku keppend- urna á Ólympíumótinu í Ríó. Hreindýraveiðarnar á Austurlandi hafa tekið nokkurn kipp undanfarna daga. Vel veiddist um síðustu helgi eða upp undir 100 hreindýr, að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar, sérfræð- ings Umhverfisstofnunar á Egils- stöðum. Í fyrradag viðraði illa til veiða, þoka og rigning var niðri á fjörðum og þoka var á svæðinu í kringum Snæfell og víðar. Í gær birti heldur til. „Menn hafa verið að skila inn veiðileyfum seinasta hálfa mán- uðinn. Ég er núna að reyna að koma út einum 14 leyfum sem dreifast hér og þar. Það gengur hægt, enda verð- ur að fara eftir biðröðinni,“ sagði Jó- hann í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það gengur erfiðlega að út- hluta ef það er þoka og slæm veður- spá. Miðað við tíðarfarið finnst mér vera allt of margir tarfar óveiddir. Menn ættu að geta verið búnir að veiða þá. Það hefur raunar verið þokusælt á svæðum 7 og 8, en dýrin eru væn og vel á sig komin.“ Að þessu sinni er leyft að veiða alls 1.300 hreindýr, 452 tarfa og 848 kýr. Í gær var búið að veiða um 830 hreindýr og því um 470 dýr óveidd. Rúmlega 80 tarfar voru óveiddir í gær og um 390 hreinkýr, þar af á að veiða 135 kýr í nóvember. Tarfa- veiðitímabilinu lýkur 15. september en leyft er að veiða hreinkýr á öllum svæðum til 20. september. Nóvem- berveiðin á hreinkúm er bundin við veiðisvæði 7, 8 og 9 sem ná frá mörk- um Djúpavogshrepps í norðri og suður í Suðursveit. gudni@mbl.is Eftir að veiða 470 hreindýr  Upp undir 100 hreindýr voru veidd um síðustu helgi Morgunblaðið/RAX Austurland Hreindýraveiðarnar standa nú sem hæst fyrir austan. —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.