Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 13
tóftir og hlaðnir garðar á bökkum Þjórsár. Í fyrstu fannst mér eins og verið væri að eyðileggja friðsældina og fegurðina en um leið var merki- legt að sjá allar vistarverurnar og hleðslurnar svona greinilega og vinna fornleifafræðinganna var frá- bær. Þeir fræddu mig um ýmislegt, t.d. hvernig skipulagið hafði verið, stofan og kálgarðurinn, búrið, eld- húsið og pínulitla fjósið o.s.frv.,“ segir Borghildur og bætir við að eftir að hafa rætt við fornleifafræð- ingana hafi hún fengið skýrari sýn á búskaparhætti forfeðra sinna. Þrátt fyrir að hafa vitað lengi af virkjanaframkvæmdum á þessu svæði hafði hún talið að sjálfar tóft- irnar færu ekki undir vatn. En nú virðist augljóst af teikningum að dæma, að þær fara undir sjálfan stíflugarðinn, að sögn hennar. „Ég fann það á mér, þegar ég stóð þarna við tóftirnar í júní, að ég þyrfti að vinna með þetta, segja frá þessu með einhverjum hætti. En sannleikurinn er sá að á dagskrá er að umbylta öllu þessu landsvæði.“ Á sýningunni eru stórar ljós- myndir af tóftunum og umhverfi þeirra og til að marka sín eigin fingraför á tóftirnar þá raðaði Borghildur handgerðum leirskálum sínum þar inn í og ofan á. Um leið vill hún opna augu okkar fyrir sam- spili manngerðu minjanna og stór- brotinnar náttúrunnar sem umlyk- ur þær. „Ég hafði tilfinningu fyrir því að ég þyrfti að fara þarna inn með eitthvað frá sjálfri mér til að tengj- ast enn betur. Tóftirnar eru mikil- vægar en fyrir mér er heildin enn mikilvægari, allt umhverfið spilar með. Og nú hef ég gert mitt um- hverfismat. Það er alltaf verið að meta allt landið okkar með þá hugs- un að virkja. Mitt umhverfismat, hér á þessari sýningu, er um þessi tengsl umhverfisins við tóftirnar, heildarmyndin.“ Ekki nógu gamlar tóftir Bærinn var byggður fyrir 125 árum. Það gerðu Höskuldur Jóns- son og Arndís Magnúsdóttir, langafi og langamma Borghildar, árið 1894, eftir að hafa hrakist frá eldra bæjarstæði Skarðssels, norð- an Skarðsfjalls, undan sandburði sem hafði sléttfyllt allar lautir í tún- um og spillt vatnsbóli. Tóftirnar eru á grösugum ár- bökkum Þjórsár norðaustan við Skarðsfjall. Höskuldur og Arndís fluttu og endurbyggðu bæinn þar. Byggingarlag hússins var, þegar það var reist, mjög gamaldags. Í raun margra alda gamalt bygging- arlag, enda lítið um nýjungar yfir- leitt hjá fátæku bændafólki á þeim tíma, að sögn Borghildar. Tóftirnar voru grafnar upp í sumar til að rannsaka þær og kanna hvort það væri eitthvað eldra undir en svo reyndist ekki vera. „Kannski eru þær ekki nógu gaml- ar til að lögð sé áhersla á verndun, þótt merkilegar séu. Ég veit það bara ekki,“ segir Borghildur. Ræturnar mikilvægar Ræturnar og hlutskipti for- feðranna hefur lengi verið Borg- hildi hugleikið og hefur hún síðustu áratugina unnið myndlist sem teng- ist náttúru og landsvæðum og sögu forfeðra hennar. „Það sem kveikir áhuga er eitthvað sem maður heyr- ir merkilegt úr fortíðinni eins og frásögnin um afa minn og ömmu sem send voru á sveitina, sveitina sem afi minn var frá, Flóann, og börnin þar sett niður á hina og þessa bæi. Ég fór með föður mínum um þessar sveitir og hann sagði mér sögur,“ segir Borghildur. Seinna fóru þau upp á Rangárvelli og í Landsveitina, en þaðan var amma hennar. „Við leituðum þar uppi bæi og bæjartóftir og und- anfarin ár hef ég kynnt mér sögu þessa fólks og baráttu þess við nátt- úruöflin og um leið hef ég tengst landsvæðinu sterkum böndum.“ Frásagnir af lífi forfeðranna í stórbrotnu landslagi Rangárvalla og Landsveitar hefur Borghildur notað í listsköpun sinni. Forfeður hennar bjuggu þarna á mörkum byggðar og óbyggðar þar sem land- ið er í sífelldri endursköpun vegna eldgosa, jarðskjálfta og sand- storma. Verk hennar fela í sér vin- samlega hvatningu um að læra að þekkja söguna og virða hana. Morgunblaðið/Golli List „En sannleikurinn er sá að á dagskrá er að umbylta öllu þessu landsvæði.“ Ljósmynd/Borghildur Óskarsdóttir Land Tóftirnar eru á grösugum árbökkum Þjórsár norðaustan við Skarðsfjall. Morgunblaðið/Golli Nöfnur Borghildur eldri og yngri. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Borghildur, Margrét Grétars- dóttir, ferðaþjónustubóndi í Stóra-Klofa, og Þór Jakobsson, veðurfræðingur og frístunda- bóndi í Mörk á Landi, hafa sam- eiginlegan áhuga á verndun tófta og gamalla minja í Land- sveit. „Þór fékk þá hugmynd að færa Skarðsselstóftirnar á öruggan stað og varðveita þær þannig. Það er gerlegt, segir vanur grjót- hleðslumaður, og í sögulegu samhengi kannski skemmtileg hugmynd, því bærinn hefur verið færður undan ógn áður. Frá fornu fari stóð bærinn á öðrum stað norðan Skarðsfjalls, en vegna eyðingar þar á túnum og vatnsbóli var hann fluttur að Þjórsá. En nú er það virkjunin sem er ógnin,“ segir Borghildur. Virkjun ógn VERNDA MINJAR OG TÓFTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.