Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Það er allt komið á fulla ferð íTónskólanum og ég held viðséum með um 110 nem- endur nú á haustönninni,“ segir Egill Jónsson, skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar, en skólinn fagnar einnig 60 ára afmæli 1. október á þessu ári. „Það fer fram mjög fjöl- breytt starf í Tónskólanum. Við er- um með blásarasveit við skólann og á hverju ári eru starfandi nokkrar ,,popp-hljómsveitir“ skipaðar nem- endum, enda er hér kennt á öll þessi algengustu hljóðfæri og erum við svo heppin að allir kennarar skólans eru heimafólk og hefur svo verið lengi. Við kennum ekki bara klassík heldur eru allar tónlistar- stefnur hér í gangi, djass, popp og rokk og svo auðvitað klassíkin. Í gegnum árin hafa útskrifast margir nemendur frá skólanum sem farið hafa í framhaldsnám og starfa í dag við tónlist bæði hér á landi og er- lendis, Og ekki má gleyma öllum hinum nemendunum sem geta eftir nám sitt í skólanum sest niður með hljóðfæri sín og spilað einir eða með öðrum og notið tónlistar hver á sinn hátt.“ Egill kennir sjálfur á píanó, orgel og harmoniku auk þess að vera tón- menntakennari við Nesskóla. „Ég hef kennt alveg frá því ég útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 og vinnan og tómstund- irnar eru það sama. Ég var skólastjóri Tónskóla A-Skaftafellssýslu áður en ég flutti til Neskaupstaðar og síðan skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum eitt ár.“ Egill spilar á baritonhorn með blásarasveit Tón- skólans en hann lærði á básúnu á yngri árum. Hann stjórnar karlakórn- um Ármönnum, er með söngstund hjá Félagi eldri borgara í Norðfirði í hverri viku yfir veturinn og stjórnar harmonikuhljómsveit Félags harmonikuunnenda í Neskaupstað. „Það er því nóg að gera fyrir utan kennsluna, þá tekur allt hitt við. Það er líka stór hluti af vinnunni að fylgjast með því sem er að gerast í tónlistinni og hvað krakkarnir eru að hlusta á hverju sinni, því tónlistarkennarinn verður að vera með það allt á hreinu.“ Egill ætlar að taka sér frí í vinnunni í dag og fara í sveitina. „Við eig- um athvarf í Fljótsdal á bæ sem heitir Litla-Grund, en við hjónin, dóttir okkar og tengdasonur og foreldrar hans rekum hann í sameiningu. Þar líður mér best og yndislegt að geta komið þangað til að hlaða batteríið hvenær sem er á árinu.“ Eiginkona Egils er Sigurlaug Sveinsdóttir, sjúkraliði á Heilbrigðis- stofnun Austurlands, og börn þeirra eru Guðrún, Sigurjón og Erla. Barnabörnin eru 6 og von á barnabarnabarni í vetur. Hjónin Egill og Sigurlaug. Nóg að gerast í tón- listinni í Neskaupstað Egill Jónsson er sextugur í dag A nna Gunnhildur Ólafs- dóttir fæddist á Fæð- ingarheimilinu við Eiríksgötu 7.9. 1966. Fjölskyldan bjó þá í Háagerði 79, sömu raðhúsalengju og föðuramma hennar og nafna, Anna Ólafsdóttir frá Gunnhildargerði. Fimm árum síðar festi fjölskyldan rætur í Hlíðunum með þeim afleið- ingum að Anna varð gallharður Valsari. Hún gekk í Hlíðaskóla og lauk stúdentsprófi frá MH vorið 1986. „Ég var sjálfstæð stelpa, vildi vinna og fá útborgað. Fyrsta starfið var útburður á Mogganum í götunni minni, Bogahlíðinni. Ég bar út frá tíu ára aldri og þar til ég varð tvítug og þótti blaðburðurinn ekki sam- rýmast vaxandi félagslífi um helgar.“ Anna Gunnhildur stefndi á kennslu sem ævistarf: „Þegar ég var lítil klippti ég stílabækur niður í litl- ar stílabækur, saumaði skólatöskur fyrir dúkkurnar og æfði mig á kenn- arahlutverkinu. Því lá beint við að ég sæktist eftir kennarastarfi í fram- haldsskóla eftir að ég lauk BA-gráðu í íslenskum bókmenntum og uppeld- is- og kennslufræði frá HÍ.“ Blaðamennska góður skóli En örlögin gripu í taumana: „Ég smitaðist af fjölmiðlabakteríu, rakst inn á skrifstofu Styrmis Gunnars- sonar og bað um sumarvinnu við blaðamennsku. Eins og Styrmis er von og vísa tók hann mér afskaplega vel en ráðlagði mér að klára stúdent- inn fyrst. Þessi baktería hefur greinilega blundað í mér því að þeg- ar góð vinkona mín úr íslenskunni, Hrönn Hilmarsdóttir, ákvað að sækja um sumarstarf á fjölmiðli bauðst ég til að fara með henni með þeim afleiðingum að ég fékk sumar- starf á Mogganum og ílengdist þar í 15 ár eftir háskólanám. Blaðamennska er einn besti skóli Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastj. Geðhjálpar – 50 ára Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Fjölskyldan Davor, Valgerður Marija, Halldóra Ana og Anna Gunnhildur eftir stúdentsútskrift Halldóru Önu. Gengur með hundinn, syndir skriðsund og les Þrjú góð Hrannar, formaður Geð- hjálpar, forsetinn og afmælisbarnið. Seltjarnarnes Saga Karitas Steinsdóttir fæddist 10. jan- úar 2016. Hún vó 4,3 kg og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Ragna Ingólfs- dóttir og Steinn Gunnars- son. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-15 Mikið úrval af gæða sængur- fatnaði Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.