Morgunblaðið - 19.09.2016, Side 1
M Á N U D A G U R 1 9. S E P T E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 218. tölublað 104. árgangur
EKKI SÍÐRA AÐ
GANGA Á FJÖLL
Á VETURNA
ORKA KEMUR
ALLS STAÐAR
VIÐ SÖGU
MANNLEGT HLUT-
SKIPTI HELSTA
ÁHUGASVIÐIÐ
BLAÐAUKI UM ORKUMÁL PÁLL KRISTINN PÁLSSON 26FJÖLLIN TOGA Í HERMANN 12
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Faxaflóahafnir hafa tekið vel í beiðni
HB Granda um að útgerðarfélagið
fái leyfi til að leggja og reka veitu-
kerfi fyrir skip á athafnasvæði sínu á
Norðurgarði. Hafinn er undirbún-
ingur að byggingu nýs hafnarbakka
við Norðurgarð sem þjóna mun nýj-
um ísfisktogurum HB Granda.
HB Grandi vill auka verulega
notkun á rafmagni og heitu vatni til
að hita skipin og lýsa, þegar þau eru í
höfn. Hafnarstjórn Faxaflóahafna
féllst fyrir sitt leyti á að fyrirtækið
eigi og reki veitukerfið á Norður-
garði, að hluta eða öllu leyti. Hafn-
arstjóra var falið að semja við HB
Granda um verkefnið.
Nota lágspennukerfi
Fram kom hjá Jóni Þorvaldssyni
aðstoðarhafnarstjóra að hægt yrði
að útvega nægilegt rafmagn fyrir
skipin um lágspennukerfi. „Fullur
vilji og mikill metnaður er fyrir
hendi hjá fyrirtækinu í að koma
þessu á og líklega yrði verð á raforku
og kostnaður
þeirra við þetta
lægri en ef raf-
orkusalan yrði á
vegum hafnar.
Notkun á raf-
magni yrði mark-
vissari og hvati til
staðar til viðhalds
og endurbóta á
kerfinu,“ segir
Jón í minnisblaði
sem lagt var fram á fundi hafnar-
stjórnar.
Dregið úr útblæstri
Fyrir liggur ný samantekt um
aukna notkun á endurnýjanlegum
orkugjöfum til skipa hjá Faxaflóa-
höfnum. Jón bendir á að þar sé bent
á og hvatt til aukinnar notkunar á
innlendum orkugjöfum til þjónustu
við skip í höfnum og eins ávinning af
því að dregið verði úr útblæstri
mengunarefna sem fylgja brennslu
olíu við keyrslu ljósavéla skipa. »
Tengd í land
HB Grandi mun eiga og reka veitu-
kerfi í Norðurbakka fyrir nýju togarana
MHB Grandi vill fá heimild... »11
Engey Nýir tog-
arar í smíðum.
Regnbogasilungur hefur veiðst í
annarri hverri á landsins í sumar
og haust, að sögn Jóns Helga
Björnssonar, formanns Lands-
sambands veiðifélaga. Það er vænt-
anlega eldisfiskur sem sloppið hef-
ur úr kvíum fiskeldisfyrirtækja.
Jón Helgi segir slysasleppingar á
regnbogasilungi á Vestfjörðum og
Austfjörðum gefa skýrt til kynna
hvers sé að vænta ef áform um
margföldun á eldi á norskum laxi
hér við land verði að veruleika. Ef
framleiðslan fari í 100 þúsund tonn
geti, samkvæmt reynslu Norð-
manna, um 100 þúsund laxar slopp-
ið og gengið í árnar. Eru það fleiri
laxar en þar eru fyrir. Villti stofn-
inn þyldi það ekki. »6
Morgunblaðið/Einar Falur
Vænn Regnbogasilungur er í fleiri ám
núna en áður hefur þekkst.
Regnbogasilungur í
annarri hverri á
Starf í leik-
skólum hefur
þróast mikið á
undanförnum ár-
um og í ríkari
mæli má styðjast
við það í grunn-
skólastarfi. Þetta
segir Hlöðver
Ingi Gunnarsson,
skólastjóri Auð-
arskóla í Dala-
byggð. Leik-, grunn- og tónlistar-
skóli í Búðardal eru undir einu þaki
og stjórn og reynslan er góð.
Skólastjórinn segir atvinnulíf í
Dölum fábreytt, en nýir sprotar séu
að koma til. „Einmitt í því ljósi þarf
undirstaðan að vera góð og þá er
gaman að starfa hér í Dölum þar
sem sveitarstjórn og samfélagið
hefur skólastarfið í forgangi,“ segir
Hlöðver. »6
Skólastarf er nýjum
sprotum nauðsyn
Hlöðver Ingi
Gunnarsson
Þó nokkurt flakk er á rjúpunni, en
mismikið eftir staðbundnum stofn-
um, að því er rannsóknir sýna.
„Hluti stofnsins hagar sér eins og
farfuglar í þeim skilningi að þeir yf-
irgefa varplöndin og fara í aðra
landshluta til að hafa vetursetu.
Fuglarnir sem ferðast lengst eru á
norðausturhorninu. Svo koma þeir
aftur á vorin til sinna varpheim-
kynna. Rjúpur úr Þingeyjarsýslum
fara yfir á Suðurland og Suðvest-
urland og þó nokkuð á Austur-
land,“ sagði dr. Ólafur Karl Niel-
sen, vistfræðingur og
rjúpnasérfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun. Hluti af rjúpum sem
veiðast á Suðurlandi er því þing-
eyskur.
Fuglarnir á Suðvesturlandi halda
sig hins vegar á sömu torfunni
mestallt árið. Ferðalög lengra en 10
kílómetra heyra til undantekninga.
Fuglarnir fara upp á heiðar og fjöll
á haustin og koma niður þegar vet-
ur gengur í garð á fjöllum. »10
Þingeyskar rjúpur flakka mest
Morgunblaðið/RAX
Rjúpa Ferðaþrá rjúpna virðist vera nokkuð misskipt eftir landshlutum.
Reykjanesrjúpurnar eru mjög
heimakærar og fara stutt
Framkvæmdir eru langt komnar
við byggingu rannsóknarhúss að
Kárhóli í Reykjadal, en þar ætla
vísindamenn að fylgjast með norð-
urljósunum. Heimskautastofnun
Kínverja fjármagnar bygginguna
sem er um 760 fermetrar að flat-
armáli á þremur hæðum. Kínverj-
arnir fjármagna starfsemina sem
m.a. íslenskir vísindamenn koma
að. Að sögn Gunnlaugs Björnssonar
hjá Háskóla Íslands spannar hvert
virknitímabil sólar ellefu ár og er
ætlunin að fylgjast með nokkrum
slíkum og virkni norðurljósanna á
þeim tíma, en belti ljósanna á norð-
urhveli jarðar er einmitt beint yfir
Íslandi. »4
Fylgjast með norð-
urljósum á Kárhóli
Sumri hallar, gróður er tekinn að
sölna og þá koma ýmis skemmtileg
litbrigði jarðarinnar fram. Vel viðr-
aði til útiveru í höfuðborginni í gær
og margir lögðu leið sína til dæmis í
Laugardalinn í Reykjavík. Vinsælt
er að hljóla eða ganga um trjágöng-
in miklu sem liggja þar þvert í gegn
og veita skjól þegar haustvindar
sækja á.
Vel viðraði til útivistar í Reykjavík í gær
Morgunblaðið/Ófeigur
Litbrigði jarðar koma
fram í Laugardalnum
Samkomulag hefur náðst á milli rík-
isins, Sambands íslenskra sveitarfé-
laga og samtaka opinberra starfs-
manna um lífeyrismál. Samningar
verða undirritaðir við BSRB, BHM
og KÍ á blaðamannafundi sem for-
sætis- og fjármálaráðherra efna til
fyrir hádegi í dag. Jafnframt verða
kynntar breytingar á A-deild Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Samningarnir eru gerðir á grund-
velli stöðugleikasáttmála ríkisins og
aðila vinnumarkaðarins frá júní 2009
sem meðal annars fól í sér að unnið
yrði að jöfnun lífeyrisréttinda lands-
manna, þar á meðal eftirlaunaald-
urs. Viðræður um útfærslu þess
markmiðs, meðal annars um áhrif
þess á launakjör opinberra starfs-
manna, hafa staðið síðan eða í rúm
sjö ár. Jöfnun lífeyrisréttinda er
jafnframt ein af forsendum Salek-
samkomulagsins um bætt vinnu-
brögð við gerð kjarasamninga.
Greiðslur í lífeyrissjóði á almenn-
um vinnumarkaði hafa þegar verið
færðar til samræmis við opinbera
markaðinn.
Samkomulag um
lífeyrismál í höfn
Samningar undirritaðir í dag