Morgunblaðið - 19.09.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
þjónustufólk?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Hænur eiga sér ýmsa búninga enda eru þær
kúnstugar, bæði á lit og í lund. Þessi doppótti
fugl hoppaði inn á milli trjánna við Hús-
dýragarðinn í Laugardal í gær og var vafalaust
frelsinu feginn, þótt ekki væri nema um stundar-
sakir. Þá er ekki að efa að þarna hefur hænan
spjarað sig vel því fuglar af þessu kyni eru alæt-
ur og geta gert sér mat úr flestu því sem goggur
þeirra grípur.
Étur allt sem goggurinn grípur
Morgunblaðið/Ófeigur
Doppótt í Laugardalnum og hoppaði inn á milli trjánna
Guðni Einarsson
Elín Margrét Böðvarsdóttir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
hlaut afgerandi kosningu (72,34% at-
kvæða) í 1. sæti á framboðslista
flokksins í Norðausturkjördæmi.
Kosið var á tvöföldu kjördæmisþingi
flokksins í Skjólbrekku í Mývatns-
sveit á laugardaginn var. Ræðu Sig-
mundar var vel tekið á kjördæmis-
þinginu.
„Sigmundur Davíð vann þessa
kosningu með meiri stuðningi en
hann fékk fyrir síðustu kosningar.
Hann fékk heilum tíu prósentustig-
um meiri stuðning nú en þá,“ sagði
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í
stjórnmálafræði. „Þetta hljóta að
vera jákvæð tíðindi fyrir Sigmund
Davíð og hans
stuðningsfólk.
Auðvitað vitum
við ekki hvort
þetta er heildar-
myndin.“
Grétar Þór
kvaðst telja að
þessi niðurstaða
geti ekki annað
en styrkt Sig-
mund Davíð í bar-
áttu hans fyrir því að vera áfram for-
maður Framsóknarflokksins. „Það
hefði verið verra ef hann hefði unnið
1. sætið með 51% stuðningi. Hins
vegar þarf þetta ekki endilega að
þýða að hann eigi sigurinn vísan í
formannsbaráttunni. Við getum ekki
dregið þá ályktun, a.m.k. miðað við
þær upplýsingar sem við höfum.“
Grétar Þór sagði að það væri einn-
ig spurning hvernig þessi niðurstaða
muni mælast fyrir á meðal almennra
kjósenda í væntanlegum alþingis-
kosningunum. Hann kvaðst hafa orð-
ið var við það á netinu í gær að
nokkrir framsóknarmenn hefðu ver-
ið að tilkynna opinberlega úrsögn
sína úr flokknum. Þeirra á meðal var
Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrr-
verandi oddviti Framsóknarflokks-
ins í bæjarstjórn Akureyrar.
Framboðslisti samþykktur
Eyþór Elíasson, formaður kjör-
stjórnar Framsóknarflokksins í
Norðausturkjördæmi, taldi að kosn-
ingaþátttakan hefði verið í kringum
70%. Af um 370 sem gátu kosið
greiddu 238 fulltrúar atkvæði. End-
anlegur framboðslisti var samþykkt-
ur á kjördæmisþinginu í gær. Þór-
unn Egilsdóttir alþingismaður mun
skipa 2. sæti listans, Líneik Anna
Sævarsdóttir alþingismaður 3. sæti,
Sigfús Karlsson 4. sæti og Margrét
Jónsdóttir 5. sæti.
Höskuldur Þórhallsson alþingis-
maður sóttist eftir 1. sæti á listanum.
Hann sótti hart að Sigmundi Davíð í
framboðsræðu sinni en hafði ekki er-
indi sem erfiði og hlaut tæp 10% at-
kvæða í 1. sætið. Þegar úrslit lágu
fyrir tilkynnti Höskuldur að hann
gæfi ekki kost á sér til setu á fram-
boðslista flokksins fyrir komandi al-
þingiskosningar.
Næsta flokksþing Framsóknar-
flokksins verður haldið dagana 1. og
2. október. Það mun kjósa formann,
varaformann, ritara og fleiri emb-
ættismenn flokksins.
Styrkir stöðu Sigmundar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut afgerandi kosningu í 1. sæti framboðslist-
ans í NA-kjördæmi Ekki er þó víst að hann eigi sigur vísan í formannskjörinu
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Páll Magnússon fjölmiðlamaður,
Ásmundur Friðriksson alþingis-
maður og Vilhjálmur Árnason al-
þingismaður skipa þrjú efstu sætin
á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi fyrir
komandi alþingiskosningar. Unnur
Brá Konráðsdóttir alþingismaður
verður í fjórða sæti en hún hlaut
fimmta sætið í prófkjörinu. Sem
kunnugt er ákvað Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, að yfirgefa stjórnmálin
eftir að hún hlaut fjórða sæti í próf-
kjörinu.
Unnur Brá kvaðst ekki hafa ósk-
að eftir því að vera færð upp um
sæti. „Þeir fengu afgerandi kosn-
ingu í þrjú efstu sætin, meðal ann-
ars er fulltrúi ungra sjálfstæðis-
manna í þriðja sæti. Ég fór ekki
fram á breytingu,“ sagði Unnur
Brá. Hún segir að þegar horft sé á
listann í heild sé fjölbreytni hans
mikil. Sjálfstæðisflokkurinn er nú
með fjóra þingmenn í kjördæminu.
Tvær konur, þær Kristín
Traustadóttir endurskoðandi og
Hólmfríður Erna Kjartansdóttir
skrifstofumaður, skipa 5. og 6 sæti
listans. Í tíu efstu sætunum eru fjór-
ar konur og sex karlar.
„Það eru vonbrigði að sjá kjör-
dæmisráðið fara gegn grunngildum
flokksins sem eru mjög skýr um að
gæta skuli að jöfnum hlut kvenna
og karla þegar raðað er á lista,“
sagði Helga Dögg Björgvinsdóttir,
formaður Landssambands sjálf-
stæðiskvenna. Hún sagðist hefðu
viljað sjá flokksforystuna taka bet-
ur af skarið á þann hátt að gefa út
skýrari skilaboð til kjördæmisráða
um að fara bæri að grunngildum
flokksins. „Það er verið að fara
þvert á það sem segir í skipulags-
reglum flokksins,“ sagði Helga.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðurkjördæmi var sam-
þykktur á fundi kjördæmisráðs í
Hvíta húsinu á Selfossi í gær.
gudni@mbl.is
Unnur Brá verður í 4. sæti
Morgunblaðið/RAX
Oddvitinn Páll Magnússon er í 1.
sæti á framboðslistanum.
Framboðslisti
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi
Stjórn Fram-
sóknarfélags Ár-
borgar skorar á
Sigurð Inga Jó-
hannsson for-
sætisráðherra að
bjóða sig fram til
formanns Fram-
sóknarflokksins á
flokksþingi sem
haldið verður
dagana 1.-2. októ-
ber. Er þetta fjórða framsókn-
arfélagið sem samþykkir slíka
áskorun, en Sigurður Ingi er fyrsti
þingmaður Suðurkjördæmis og
varaformaður flokksins.
Frá þessu var greint á vef Sunn-
lenska, sem sagði stjórn framsókn-
arfélagsins hafa samþykkt áskor-
unina á fundi sínum í fyrradag.
Framsóknarfélög Austur-
Húnavatnssýslu, Framsóknarfélag
Borgarfjarðar og Mýra og Fram-
sóknarfélag Reykjanesbæjar hafa
þegar skorað á Sigurð Inga að bjóða
sig fram til formanns flokksins.
Áður hefur verið haft eftir Sig-
mundi Davíð Gunnlaugssyni, for-
manni flokksins, að hann telji Sigurð
Inga ekki munu fara fram gegn sér.
annaei@mbl.is
Skora á
Sigurð
Inga
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Framsóknarfélög
vilja nýjan formann
Lögreglan á Norðurlandi eystra
hafði í gærkvöldi fengið nokkrar
ábendingar um manninn sem aug-
lýst var eftir vegna ráns í verslun
Samkaupa Strax við Borgarbraut á
Akureyri. Ekki fékkst uppgefið
hvort búið væri að bera kennsl á
manninn en mynd af honum var birt
með tilkynningunni.
Maðurinn ógnaði starfsmanni
verslunarinnar með hnífi um klukk-
an átta að morgni laugardags og
fékk hann þannig til þess að opna af-
greiðslukassa. Fram kom í tilkynn-
ingu lögreglunnar að maðurinn tók
peninga úr kassanum. Engan sakaði
en starfsfólki var brugðið.
Þegar auglýst var eftir manninum
kom fram að hann var talinn um þrí-
tugt, um 180 sentimetrar á hæð og
dökkhæður. Hann var klæddur í
bláa hettupeysu og íþróttabuxur.
Lögreglan á Norðurlandi eystra
þiggur allar upplýsingar um málið.
Leitað eftir
rán nyrðra