Morgunblaðið - 19.09.2016, Side 12

Morgunblaðið - 19.09.2016, Side 12
Garpur Hermann G. Jónsson vílar ekki fyrir sér að ganga og hlaupa á fjöll. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ég hef verið áhugamaður umútivist en árið 2007 fór égað ganga á fjöll að ein-hverju marki og hef haldið mig við það síðan. Árið 2009 setti ég mér markmið, svona til að hafa eitt- hvað til að eltast við, og ákvað að ganga á öll fjöll í Grýtubakkahreppi. Haustið 2009 hóf ég verkefnið og tók þetta nokkuð skipulega eftir að- stæðum. Ég spilaði þetta eftir eyranu og ákvað að setja ekki nein tímamörk á verkefnið. Ég trakkaði allar leiðir, tók GPS-hnit og ljósmyndir og hélt bókhald utan um ferðirnar. Þegar ég var að verða búinn með að afgreiða tindana alla spurðu pabbi gamli og einnig skipsfélagi minn mig hvort ég ætlaði ekki að gera eitthvað við þessar heimildir sem söfnuðust á þessum ferðum mínum. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég væri með efni í höndunum sem einhver hefði kannski gaman af,“ segir Hermann Gunnar Jónsson, sem gaf nýverið út bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi. Gengið á fjalltinda og í fjallaskörð á Gjögraskaga vestan Flateyjardals. Bókin er tvískipt, annars vegar eru ferðasögur höfundar, nokkurs konar dagbókarbrot á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi. Hins vegar 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu. Hermann er sveitastrákur í húð og hár og ólst hann upp á Hvarfi í Bárðardal en hefur verið búsettur á Grenivík síðustu 25 ár, þaðan sem kona hans, Elín Jakobsdóttir, er ætt- Ekki síðra á fjöllum yfir vetrartímann Þegar Hermann Gunnar Jónsson er ekki á sjó gengur hann á fjöll í nágrenni Grenivíkur þar sem hann býr. Árið 2009 setti hann sér markmið og ákvað að ganga á öll fjöll í Grýtubakkahreppi. Afraksturinn er bókin Fjöllin í Grýtubakka- hreppi sem kom nýverið út. Bókin er tvískipt, annars vegar eru ferðasögur höf- undar og hins vegar 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu. Ljósmyndir/Hermann Gunnar Jónsson Náttúra Ein af mörgum perlum sem Hermann heimsótti var í Trölladal. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Það er hægt að lýsa parsam-bandi með því samskipta-mynstri sem einkennir það.Því mynstri sem myndar þann dans sem tveir einstaklingar dansa saman í gegnum þær áskoranir og gleði sem lífið býður upp á. Þegar vel gengur erum við örugg, dansinn er fjölbreyttur og flæðir vel, við erum í takti og við leikum okkur aðeins með sporin. Þegar reynir á verða sam- skiptin streitumeiri og þá stirðnar dansinn. Hann verður þrengri, ein- hæfari og okkur finnst við ekki hafa möguleika til tjáningar og leiks. Nei- kvæð mynstur taka yfir dansinn okk- ar sem er ekki lengur í takt. Það er hins vegar jafn mikið mynst- ur í erfiðum dansi og góðum. Þegar við förum í vörn þá dönsum við yfir- leitt svipað og alltaf þegar við förum í vörn. Maki okkar líka. Eins dásamlegt og það er að þekkja maka sinn vel og dansa taktfast með honum þegar vel gengur þá er mikilvægt að átta sig á takti hans þegar ekki gengur eins vel. Það er augljós gagnsemin í því að átta sig á takti hins ef markmiðið er að komast í takt við hann aftur, ekki satt? Á erfiðum augnablikum erum við hins vegar líkleg til að hlusta minna en ella og svara meira um eigin afstöðu, horfa minna á upplifun mak- ans en færa frekar rök fyrir eigin upp- lifun. Við erum í vörn líkleg til þess einmitt að verja okkur, í stað þess að opna og leyfa flæðinu að finna sinn veg. Ef vel er að gáð er hægt að sjá að þegar við erum í vörn þá söknum við í raun maka okkar. Þegar við erum reið þá eru þar undir viðkvæmari tilfinn- ingar eins og t.d. særindi eða óöryggi. Þegar við rífumst þá erum við í raun að segja að við viljum meiri athygli, að við viljum vera séð, finna umhyggju, að við séum ekki ein. Það þýðir að við viljum meira af maka okkar, ekki minna. Það er hins vegar ekki það sem við endilega segjum og það er mjög ólíklega það sem maki okkar skilur. Hann heyrir gagnrýni og hann heyrir höfnun. Sem kallar á vörn og viðbrögð sem framkallar vítahring sem gerir okkur enn sárari, enn reið- ari. Hvað ef báðir myndu átta sig á að reiður maki er oftast að kalla á tengsl? Hvað ef báðir myndu læra að þekkja þennan dans, læra að skilja að svona spor er merki um þörf en ekki ásök- un? Spáðu aðeins í þeim dansi sem þú og þinn maki dansið þegar þið eruð ekki í takti. Hvernig lítur hann út? Hvaða vörn eruð þið vön að sýna og hvernig eruð þið vön að svara vörn maka ykkar? Hvaða viðkvæmu tilfinn- ingar er maki þinn að tjá undir t.d. reiðinni eða pirringnum? Hvað myndi gerast ef þú slepptir vörninni en svar- aðir frekar ákalli þeirra tilfinninga? Gæti dansinn mögulega orðið betri? Samskiptamynstur parasambanda Varnarleikur hjóna Morgunblaðið/Jim Smart Hjónadans „Ef vel er að gáð er hægt að sjá að þegar við erum í vörn þá söknum við í raun maka okkar.“ Þetta segir pistlahöfundur meðal annars. Heilsupistill Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur Garðyrkjufélag Íslands, Grasagarður Reykjavíkur og Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir námskeiði fyrir almenning um lífrænar varnir í heim- ilisgarðinum 21. september næst- komandi. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu skaðvalda í gróðurhúsum og sólskálum, fjallað um forvarnir og síðast en ekki síst hvað hægt sé að gera þegar meindýr eru á annað borð farin að láta á sér kræla. Guðmundur Halldórsson skordýra- fræðingur ræðir um skaðvalda í nátt- úrunni og hættuna á innflutningi skaðvalda. Bryndís Björk Reynis- dóttir garðyrkjufræðingur tekur svo fyrir algengustu skaðvalda í sól- skálum og gróðurhúsum á Íslandi og fer yfir hvaða varnir má nota hverju sinni. Námskeiðið verður haldið í garðskálanum í Grasagarðinum, þar sem Flóran Café/Bistro er. Námskeið haldið í Grasagarðinum Lífrænar varnir í garðinum Morgunblaðið/Jim Smart Garður Námskeið í Grasagarðinum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur við Skot- land á morgun, þriðjudaginn 20. september, á Laugar- dalsvelli. Leikurinn hefst kl. 17. Það er mikilvægt að stelpurnar fái magnaðan stuðning á leikjunum og treystum við á að sem flest- ir fjölmenni á Laugardals- völlinn. Það er frítt á völlinn fyrir 16 ára og yngri en mið- inn kostar 2.500 kr. fyrir eldri. Takmarkaður mið- afjöldi er á leikinn. Endilega... ...skellið ykkur á völlinn Morgunblaðið/Styrmir Kári Leikurinn Íslenska kvennalandsliðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.