Morgunblaðið - 19.09.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Valin besta nýja
vara ársins,
Nordbygg 2016
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og
framleidd í Svíþjóð.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sprenging varð í Chelsea-hverfi New
York-borgar á laugardagskvöld um
kl. 20.30 að staðartíma. Enginn lést í
sprengingunni en 29 særðust og hafa
allir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.
Yfirvöld segja ljóst að um ásetnings-
verk hafi verið að ræða en í gær hafði
ekki enn tekist að upplýsa hver stóð
að baki sprengingunni eða hvað bjó að
baki.
Líflegt svæði
Sprengingin varð nærri mótum 23.
strætis og 6. breiðstrætis. Fjöldi fólks
var á svæðinu en þar er m.a. að finna
veitingastaði og verslanir. Nokkrum
húsalengdum frá staðnum þar sem
sprengingin varð fannst möguleg vís-
bending: hraðsuðupottur sem virtist
hafa verið útbúinn sem sprengja.
Lágu vírar úr pottinum og hafði far-
sími verið festur við hann með taulím-
bandi. Sprengjusveit fjarlægði pott-
inn og stóð rannsókn á honum enn
yfir á sunnudag.
Sprengjunni virðist hafa verið
komið fyrir í eða við ruslagám sem af-
myndaðist við sprenginguna. Eru
vangaveltur uppi um hvort atvikið
tengist annarri sprengingu sem varð í
New Jersey fyrr sama dag. Þar virð-
ist hafa verið notaður svipaður
sprengibúnaður en stjórnvöld hafa
ekki enn staðfest að atvikin séu
tengd.
Biðja um aðstoð
Þrátt fyrir að hafa skoðað eftirlits-
myndbönd af svæðinu hefur ekki tekist
að finna mögulegan sökudólg og hefur
lögreglan beðið almenning um að
greina frá upplýsingum sem kunna að
hjálpa við rannsókn málsins. Á sunnu-
dag var sprengjusvæðið enn lokað af
vegna rannsóknarinnar. Þá stakk árás-
armaður níu manns í verslunarmiðstöð
í Minnesota. Var árásarmaðurinn felld-
ur af lögreglumanni. Fjögur fórnar-
lambanna eru enn á sjúkrahúsi, þar af
eitt í lífshættu. Íslömsku samtökin Ríki
íslams lýstu árásinni á hendur sér.
Öflug sprenging
í New York-borg
29 særðust en enginn lét lífið Hnífaárás gerð í verslunar-
miðstöð sama dag og einnig varð sprenging í New Jersey
AFP
Rannsókn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, og Andrew Cuomo ríkisstjóri skoða vettvang á sunnudag.
62 sýrlenskir hermenn eru látnir og
meira en 100 særðir eftir að herlið
undir stjórn Bandaríkjanna gerði
loftárás á rangt skotmark. Var árás-
in gerð á laugardag á borgina Deir
al-Zour í austurhluta Sýrlands, en
borgin er umkringd vígamönnum
Ríkis íslams, samtaka íslamista.
Árásin var stöðvuð eftir að rúss-
nesk stjórnvöld tilkynntu banda-
ríska hernum að verið væri að fella
sýrlenska hermenn. Boðaði Rúss-
land til neyðarfundar í Öryggisráði
SÞ vegna málsins.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ
harmaði árásina og sagði málið í
rannsókn.
Viðkvæmt vopnahlé
Að sögn WSJ hafa Rússar brugð-
ist ókvæða við atvikinu og segir
rússneska utanríkisráðuneytið að
jaðri við glæpsamlega vanrækslu.
Þá ítrekaði ráðuneytið óánægju sína
með að andspyrnuhreyfingar sem
njóta stuðnings Bandaríkjanna hafi
ekki virt vopnahlé sem tók gildi á
mánudag í síðustu viku. Vopnahléið
miðar að því að greiða fyrir flutn-
ingum hjálpargagna til almennra
borgara og í framhaldinu eiga rúss-
neski og bandaríski herinn að hefja
samræmdar árásir á vígi öfgahópa.
ai@mbl.is
Vopnahlé í Sýr-
landi í uppnámi
AFP
Hörmungar Börn innan um brak eftir loftárás á hverfi Aleppo-borgar.
Loftárás var gerð á röng skotmörk
Sautján ára unglingur dó líknar-
dauða í Belgíu í síðustu viku. Er
hann fyrsti ólögráða einstakling-
urinn í landinu sem deyddur er
með læknisaðstoð. Fyrir tveimur
árum voru aldurstakmörk felld úr
belgískum lögum um líknardauða
en í Hollandi eru líknardráp leyfð
niður að 12 ára aldri.
Að sögn heilbrigðisyfirvalda
var unglingurinn haldinn ban-
vænum sjúkdómi og lifði við
miklar þjáningar. BBC greinir
frá því að notuð var aðferð þar
sem sjúklingurinn var látinn falla
í dá áður en hann var deyddur.
Nafn og nákvæmur aldur ung-
lingsins hefur ekki verið gefinn
upp en sagt hefur verið frá að
hann hafi verið nálægt 18 ára
aldri. ai@mbl.is
Belgískur unglingur fékk að deyja