Morgunblaðið - 19.09.2016, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016
✝ Brynhildurfæddist 13.
apríl 1934 í Reykja-
vík. Hún andaðist á
Landspítalanum
12. september
2016.
Hún var dóttir
hjónanna Matthías-
ar Ólafssonar og
Ingunnar Guð-
mundsdóttur. Al-
systur hennar voru
Erna og Þórunn, en þær eru
látnar. Eftirlifandi eru hálf-
systkini hennar Matthildur og
Guðmundur.
Brynhildur giftist Eggerti
Ólafi Eggertssyni 17. júní 1961.
Börn þeirra eru: 1) Matthías, f.
16. febrúar 1963, giftur Mari-
zeldu Eggertsson
og dóttir hans er
Katrina Eggerts-
son. 2) Jóhanna
Katrín, f. 17. desem-
ber 1964, gift Hall-
dóri Jóhannessyni
og eiga þau þrjú
börn; Eggert,
Brynjar og Þórunni.
Brynhildur lauk
verslunarprófi frá
Verslunarskóla Ís-
lands 1953. Hún starfaði sem
flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands
og síðar sem ritari og lengst af
hjá Samvinnutryggingum og
seinna VÍS.
Útför Brynhildar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 19. sept-
ember 2016, klukkan 13.
Elskuleg móðursystir mín,
Brynhildur Matthíasdóttir, er
látin. Hún var alltaf kölluð Binna
frænka af okkur í fjölskyldunni.
Binna var yngri systir mömmu
og voru þær afar samrýmdar
alla tíð. Þegar þær fluttu af
æskuheimilinu við Óðinsgötu
leigðu þær saman og síðan
bjuggu þær alla tíð í næsta ná-
grenni hvor við aðra. Fyrst á
Rauðalæknum og síðar í Gilja-
landinu í Fossvogi. Samgangur
milli fjölskyldna okkar var því
mikill. Báðar voru þær sjó-
mannskonur sem sáu um heim-
ilið og uppeldið á börnum sínum
á meðan eiginmenn þeirra voru í
löngum siglingum fjarri heimil-
um sínum. Samgangur okkar
frændsystkinanna, Matta, Jó-
hönnu, mín og Kristjáns bróður,
hefur alla tíð verið mikill. Við
vorum í raun eins og systkina-
hópur þegar við vorum að alast
upp og það var alltaf eins og það
væru tvær mömmur til staðar
hjá okkur krökkunum.
Allt frá því að ég var lítill
stelpuhnokki var Binna frænka
alltaf til staðar og auðvelt að
leita til hennar. Í raun eru mínar
fyrstu minningar af Rauðalæk
33 um frænku mína og upp frá
því hefur hún alla tíð verið hluti
af mínu lífi.
Það var einfalt að laðast að
Binnu. Hún var hlý, góð og afar
skemmtileg frænka sem hafði
sinn einstaka húmor og hlátur.
Það var oft hlegið sem kom líka
til af því að Binna hafði sinn sér-
staka hátt á að segja brandara
og við krakkarnir kölluðum þá
alltaf „Binnubrandara“. Í hvert
skipti sem einn slíkur fór í loftið
var hreinlega grátið af hlátri.
Þegar fram liðu stundir þró-
aðist með okkur einlæg vinátta
sem var mér afar dýrmæt. Þægi-
legt var að hringja í frænku eða
heimsækja og ræða málin og fá
góð ráð. Oft á tíðum voru þetta
mikil trúnaðarsamtöl okkar á
milli og þá var oft sagt: „Þú mátt
ekki segja mömmu þetta“ eða:
„Þú ert ekkert að segja Tótu frá
þessu“ og þar með voru þessi
samtöl innsigluð okkar á milli.
Ég man eftir því þegar Binna
hringdi í mig nokkrum vikum
eftir að mamma lést. Þá sagði
hún: „Nú hefði ég hringt í Tótu
til að spá og spekúlera en nú
hringi ég bara í þig í staðinn.“
Þetta þótti mér afskaplega vænt
um. Það var líka þannig að þegar
frænku minni fannst ég ekki
nógu dugleg að hringja eða
koma í heimsókn, þá minnti hún
vel á sig og lét mig vita að nú
væri allt of langt um liðið frá síð-
asta spjalli eða heimsókn.
Ótal margs er að minnast þeg-
ar horft er til baka og það er
gott að geta yljað sér við góðar
minningar. Binnu var alla tíð
umhugað um velferð mína og
litlu fjölskyldunnar, sérstaklega
stelpnanna okkar Gumma, Þór-
unnar og Evu. Fyrir það verð ég
ávallt þakklát.
Elsku Eggert, Matti, Jóhanna
og fjölskyldur. Við fjölskyldan
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningar um
yndislega konu gleymast aldrei
og munu lifa í hjörtum okkar.
Ég vil að leiðarlokum þakka
elsku Binnu fyrir allar góðu
stundirnar. Ég veit að nú eruð
þið systurnar sameinaðar aftur
og án efa er glatt á hjalla. Bless-
uð sé minning Binnu frænku.
Ingunn Bernótusdóttir
(Inga) og fjölskylda.
Brynhildur
Ingibjörg
Matthíasdóttir
✝ Ívar HlújárnFriðþjófsson
fæddist á Siglufirði
6. júlí 1936. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans 3. september
2016.
Foreldrar hans
voru Lilja Jóns-
dóttir frá Gilja-
landi, Haukadal, f.
1906, d. 1964, og
Friðþjófur Árnason frá Hrjóti í
Hjaltastaðaþinghá, N-Múl., f.
1902, d. 1979.
Systkini Ívars voru Fríða
Friðþjófsdóttir, f. 1933, d. 1933,
og Jón Karl Lindberg Frið-
þjófsson, f. 1941, d. 2011.
Ívar kvæntist Guðlaugu
Helgadóttur, f.
1934. Börn þeirra
eru 1) Inga Ívars-
dóttir, f. 1963, gift
Birni Jóhannsyni.
Börn þeirra eru Ív-
ar Örn, Snorri,
Finnur og Björn
Ingi Björnssynir. 2)
Lilja Ívarsdóttir, f.
1965. Börn hennar
eru Lóa Mjöll og
María Sól Kristjáns-
dætur.
Ívar var menntaður rit- og
reiknivélameistari. Hann stofn-
aði ásamt eiginkonu sinni fyr-
irtækið Skrifstofuáhöld og
starfaði þar í rúm 20 ár.
Útförin fer fram frá Áskirkju
í dag, 19. september 2016, kl. 11.
Töluvert aldursbil er á okkur
bræðrunum svo við fengum
ekki allir að deila jafn stórum
hluta af ævi afa með honum.
Minningarnar eru eins og gefur
að skilja álíka margar og þær
eru fjölbreyttar. Hér er nefni-
lega um litríkan karakter að
ræða, afa sem átti sér drauma
og lét þá rætast. Oftar en ekki
vorum við þátttakendur í brall-
inu þar sem náttúrubarnið
ljómaði og naut hverrar mín-
útu.
Við eldri bræðurnir minn-
umst þess að koma í heimsókn í
Löngufitina þar sem amma hit-
aði sveppasúpu á meðan afi
skellti á sig 66°Norður-húfunni,
tók Java-rafmagnshjólið úr bíl-
skúrnum, brunaði af stað á vit
ævintýra með okkur framan á
hjólinu. Yngri bræðurnir
þekkja betur til afa í Mosfells-
bænum þar sem hann var treg-
lega búinn að leggja frá sér raf-
magnshjólin, flugvélina og
skúturnar. Orkustigið og at-
hafnasemin hafði ekki sagt skil-
ið við hann og þær stundir sem
við áttum allir saman með afa
voru þegar hann kom til okkar
á laugardagsmorgnum eftir
„fullt hús á flugvellinum“ þar
sem hann og vinir hans úr flug-
inu kepptust við að drekka kaffi
og taka á veraldlegum málefn-
um. Ef einhver okkar lenti einn
á spjalli við afa var óumflýj-
anlegt að fá kennslustund í tón-
listarstefnu hans yngri ára og
eigum við hinn lága þolinmæði-
þröskuld okkar þeim tímum að
þakka. Hvort sem það var
Bluegrass, klarínettleikarar eða
hin víðfræga Edith Piaf – á
leiðinni heim af leikskólanum í
Twingoinum, nýkomnir úr
Garðabæjarlauginni í Benzan-
um eða á milli máltíða í mat-
arboðum: Afi elskaði þessa tón-
list og þráði að miðla henni til
barnabarna sinna. Þó svo að
tónlistarsmekkur og áhugamál
okkar væri mismunandi deild-
um við allir sameiginlegum
áhuga. Afi var aldrei yfir
áhugamál eða skoðanir annarra
hafinn og hvort sem hann
hringdi í þann elsta, næstelsta,
næstyngsta eða yngsta þá var
hann til í að hella sér út í um-
ræður um myndavélar, snjó-
bretti, bíla, gröfur eða ferðalög
af einlægum áhuga. Maðurinn
hafði séð margt og komið víða,
hvort sem það var sjóleiðis eða
í gegnum háloftin og smitaði
frá sér ævintýraþörf sem allir
mættu tileinka sér. Það fór því
afa illa að liggja uppi í rúmi síð-
ustu vikur lífs síns og allir sem
Ívar Hlújárn þekkja vita að
hann er betur settur á þeim
stað og í þeirri kyrrð sem hann
hefur í dag heldur en að vita til
þess að skútur sigla á sænum,
flugvélar fljúgi um loftin,
tækninni fleygi fram, börnin
vaxi úr grasi, umræður dýpki
og að kaffibollar séu drukknir –
og hann fái ekki að taka þátt í
ferlinu. Það er viðeigandi að
enda þessi minningarorð á upp-
rifjun þeirra orða sem hann lét
frá sér í byrjun veikindanna á
bráðamóttöku Landspítalans,
aðspurður hvað hann myndi
gera ef hann væri 25 ára þann
dag. „Ég myndi sigla frá Kúbu
til Íslands á stórri skútu.“
Ívar Örn Björnsson, Snorri
Björnsson, Finnur Björns-
son, Björn Ingi Björnsson.
Elsku afi okkar kvaddi þenn-
an heim laugardaginn 3. sept-
ember, allt of snemma að okkur
finnst. Afi var alltaf svo hress
og kátur að það var erfitt að sjá
það fyrir að hann yrði allt í
einu svona lasinn eins og hann
varð.
Afi var mikill húmoristi, allt-
af í góðu skapi og hafði gaman
af því að segja sögur frá æsku-
árum sínum og spila jazztónlist,
sem hann unni svo mjög. Hann
var einstaklega lífsglaður mað-
ur sem við systurnar litum upp
til. Þrátt fyrir erfiða æsku var
afi Ívar sterkur maður sem
hægt var að læra svo mikið af.
Við erum heppnar að hafa átt
svona góðan afa sem trúði á
okkur, var stoltur af okkur og
vildi gera allt til þess að hjálpa
okkur í hvaða erfiðleikum sem
var. Þrátt fyrir að það sé ótrú-
lega sárt að kveðja þennan ein-
staka mann og sorgin sé mikil
þá kveðjum við afa með hjörtun
full af yndislegum minningum,
ást og þakklæti.
Þínar afastelpur,
Lóa Mjöll og María Sól.
Ívar, elskulegur frændi minn
og vinur, er dáinn. Þar er far-
inn mikill vinur og baráttu-
félagi til margra ára. Ívar var
traustur og heiðarlegur maður.
Í áratugi höfum verið í sam-
bandi sem baráttufélagar í
mörgum málum og síðustu ár
töluðum við saman næstum
hvern dag. Hann var mikill at-
hafnamaður og ferðaðist um
allan heim. Hann bjó i Sviss og
lærði þar skrifvélavirkjun og
var mikill á markaði hér með
verslun og verkstæði áður en
tölvutíminn kom.
Hann var hluti af lífi mínu
vegna sambandsins sem var á
milli okkar. Við fórum saman á
fundi og ráðstefnur, hann var
alltaf sammála mér í þeim mál-
um sem ég barðist fyrir.Við fór-
um mikið í bílferðir, aðallega
um Suðurland. Síðast í ágúst
síðastliðnum fórum við að veiða
í Þverá í Þjórsárdal. Síðasta
sumar er ég kastaði kom lax á í
fyrsta kastinu. Ef Hvammslón-
ið hefði verið komið hefðum við
verið á sex metra dýpi. Ívar var
svo heill og sannur að aldrei
hafði ég heyrt hann segja ljótt
orð. Hann hafði ákveðnar skoð-
anir á þjóðmálunum og vorum
við sammála um að breytingar
miklar þyrfti í íslensku þjóð-
félagi. Allan heiðarleika vant-
aði. Við vorum bundnir per-
sónulegum böndum, við vorum
eins og góðir bræður eiga að
vera en við vorum systkina-
börn. Nú er horfinn mikill mað-
ur og sannur vinur. Ég hef
misst mikinn félaga og vin. Ég
syrgi hann mjög. Ég votta eft-
irlifandi konu hans, Guðlaugu
Helgadóttur, dætrunum Ingu
og Lilju og barnabörnum inni-
lega samúð. Með þökk fyrir
þessi kynni og vináttu við frá-
bæran mann. Guð blessi ykkur
öll.
Árni Björn Guðjónsson.
Ívar Hlújárn
Friðþjófsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGUNN K. ÞORMAR,
lést á heimili sínu Hrafnistu í Hafnarfirði 10.
september.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 23. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
.
Sigfús Þormar, Þóra Steindórsdóttir,
Sigurður Þormar,
Sigfríð Þormar, Jón Pétursson,
Kristinn Þormar, Jónína Samúelsdóttir.
Útför okkar ástkæra
EIRÍKS SMITH FINNBOGASONAR
myndlistarmanns
verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 20. september klukkan 13.
.
Bryndís Sigurðardóttir,
Smári Eiríksson,
Tinna Smáradóttir,
Brynja Jónsdóttir,
Kolfinna Ósk Andradóttir,
Jón Axel Björnsson,
Birna Lísa Jensdóttir.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
HALLDÓR GUÐBRANDS BÁRÐARSON,
Hlévangi, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 13. september. Útför hans fer
fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn
23. september klukkan 13.
.
Guðlaug Bárðardóttir, Ólafur Þ. Guðmundsson,
Oliver Bárðarson,
Halldóra Jóna Guðmundsdóttir
og systkinabörn.
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ÁGÚST HELGI ÁGÚSTSSON,
andaðist á vökudeild Barnaspítala
Hringsins sunnudaginn 11. september.
Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 20. september klukkan 12.30.
Sérstakar þakkir til starfsfólks barna og vökudeildar á
Barnaspítala Hringsins fyrir góða umönnun og virðingu.
.
Telma Halldórsdóttir, Ágúst Hjálmarsson,
Júlía Mjöll Högnadóttir,
Þórhildur María Högnadóttir
og aðrir ástvinir.
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
VILHELM HEIÐAR LÚÐVÍKSSON
lyfsali,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
15. september. Jarðarför verður frá
Laugarneskirkju miðvikudaginn 21. september klukkan 13.
.
Kristjana J. Richter,
Hrönn Vilhelmsdóttir, Þórólfur Antonsson,
Lúðvík Vilhelmsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Björk Vilhelmsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson,
Jón Páll Vilhelmsson, Dóra Þórdís Albertsdóttir,
Ásmundur Vilhelmsson, Svanhvít Sveinsdóttir,
barnabörn og aðrir ástvinir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HULDA FILIPPUSDÓTTIR,
lést á Grund, deild A2 við Hringbraut 50,
síðastliðinn fimmtudag, 15. september.
.
Jóhanna Vigfúsdóttir, Þorbjörn Björnsson,
Ásgerður Vigfúsdóttir, Fjölnir Ernis Sigvaldason,
Aðalbjörg Vigfúsdóttir, Janus Þór Valdimarsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN BJÖRG ERLINGSDÓTTIR,
frá Þorgrímsstöðum í Breiðdal,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 12. september síðastliðinn,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 24.
september klukkan 14.
.
Kristín Ingadóttir,
Hulda Sigríður Ingadóttir,
Hjörtur Bjarnar Ingason,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.