Morgunblaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016
✝ Þórdís Sigurð-ardóttir fæddist
í Sandgerði 4. júní
1927. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 13. september
2016.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigurður
Einarsson verkstjóri
í Sandgerði, f. 8. nóv-
ember 1878, d. 26.
febrúar 1963, og Guðrún Sigríð-
ur Jónsdóttir húsfreyja, f. 27.
september 1889, d. 17. október
1980. Systkini Þórdísar voru Ein-
ar Guðjón, Svava Kristín, Jóna
Margrét, Einarína Jóna, Margrét
Sigurveig, Guðrún Sigríður,
Hulda og Jóna María sem lifir
systkini sín.
Þórdís giftist þann 7. júní 1950
Eiríki Þórðarsyni frá Norðfirði,
f. 7. júní 1927, d. 9. desember
2007. Foreldrar hans voru hjónin
Þórður Björnsson skipstjóri, f.
10. maí 1891, d. 23. nóvember
1974, og Stefanía Ármannsdóttir
húsfreyja, f. 16. maí 1889, d. 14.
september 1951. Börn Eiríks og
Þórdísar eru: 1. Sæmundur, f. 26.
desember 1949, sonur hans Sig-
Þórdís Lilja, Matthildur Rós og
Sara Sóley. c) Stefán Gunnar, f.
6. maí 1995. 5. Hrafnhildur, f. 3.
apríl 1964, sambýlismaður henn-
ar var Jónmundur Einarsson, f.
4. apríl 1960, d. 31. maí 1997.
Börn þeirra: a) Harpa Dís, f. 5.
september 1986, í sambúð með
Herði Garðari Björgvinssyni, f.
13. september 1980. b) Einar
Sævar, f. 25. febrúar 1990. c)
Anna Karen, f. 4. september
1991, í sambúð með Árna Heimi
Ingvarssyni, f. 5. ágúst 1987.
Tveir yngri synir Hrafnhildar
eru d) Anton Smári, f. 28. desem-
ber 2000, og e) Brynjar Örn, f.
19. apríl 2002.
Þórdís ólst upp með systrum
sínum og foreldrum en þau
bjuggu á Fagurhóli í Sandgerði.
Eftir grunnskóla var hún við
nám í Húsmæðraskólanum
Varmalandi í Borgarfirði. Á sín-
um yngri árum vann hún ýmis
störf, meðal annars við fisk-
verkun föður síns. Þau hjón, Þór-
dís og Eiríkur, bjuggu lengst af
við Álfhólsveg í Kópavogi og
framan af var heimilið vinnu-
staður hennar. Síðar fór hún að
vinna utan heimilis. Hún vann
lengi sem leiðbeinandi við skóla
Kópavogshælis og söng um ára-
bil með kirkjukór Kópavogs-
kirkju.
Útför Þórdísar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 19.
september 2016, og hefst athöfn-
in klukkan 11.
urður Þór, f. 15.
mars 1971, eig-
inkona Kolbrún
Sigurjónsdóttir, f.
17. mars 1975. Tví-
buradætur þeirra
eru Birna og
Nadía. 2. Guðrún
Sigríður, f. 14.
mars 1953. Eig-
inmaður Steinn G.
Ólafsson, f. 27.
október 1952. Syn-
ir þeirra: a) Eiríkur, f. 29. apríl
1977, kvæntur Margréti
Gunnarsdóttur, f. 4. júlí 1973.
Börn hennar Garðar og María
Guðmundsbörn. b) Ólafur, f. 19.
maí 1980. 3. Þórður Herbert, f.
27. maí 1957. Eiginkona Soffía
Björnsdóttir, f. 18. apríl 1960.
Börn þeirra: a) Arnar, f. 3. júlí
1984, b) Hákon, f. 6. apríl 1987, c)
Ásdís, f. 3. febrúar 1993. 4. Stef-
anía, f. 4. apríl 1960. Eiginmaður
Þorsteinn G. Guðnason, f. 9. nóv-
ember 1959. Synir þeirra: a)
Tómas Þór, f. 21. febrúar 1986, í
sambúð með Freyju Ágústs-
dóttur, f. 10. maí 1986. b) Bjarni
Viðar, f. 16. maí 1988, í sambúð
með Dagnýju Vermundsdóttur, f.
10. mars 1990. Dætur þeirra eru
Hún fer að engu óð
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
þessar ljóðlínur eftir Davíð
Stefánsson koma í huga mér þeg-
ar ég hugsa um mömmu. Henni
féll sjaldnast verk úr hendi og
sinnti verkum sínum af alúð. Allir
voru jafnir í hennar augum og
reyndi hún alltaf að gefa af sér allt
sem hún gat af gæsku og styrk.
Mamma var mjög söngelsk og
söng oft við störf sín. Það var sér-
lega áberandi að hún söng mikið
við þau störf sem voru leiðinlegri
en önnur t.d. þrif á salernum. Hún
söng um árabil með kirkjukór
Kópavogskirkju.
Mamma var óhrædd við að fara
með okkur systkinin út á land og
búa þar á sumrin til þess að við og
hún gætum verið nær vinnustað
pabba hverju sinni. Þá voru nú
þægindin ekki fyrir hendi og þvoði
hún í höndunum allan þvott og síð-
an var skolað í lækjum. Við bjugg-
um í eitt og hálft ár í gömlu vita-
varðahúsi við Horn á Hornafirði
þar sem ekkert rafmagn var og
allt vatn þurfti að hita á kolaelda-
vél. Mér finnst eins og þetta sé frá
fornöld þegar ég hugsa um þetta.
Alltaf gat hún þó bakað og eldað
eins og það væri ekkert mál.
Þarna þurfti einnig að klifra upp á
þak til þess að vinna sem sótari og
það var auðveldlega leyst.
Mamma virtist vera óhrædd við
að við værum að klifra í háu fjöll-
unum þarna í kring og leika okkur
við sjóinn. Hún bað fyrir okkur og
signdi okkur og treysti því að Guð
mundi vernda okkur gegn öllum
hættum. Við systkinin nutum því
mikils frjálsræðis og síðan var það
hennar verk að bæta fötin og
þrífa.
Hún var mikið sólskinsbarn og
það eru ófáar minningar tengdar
því þegar mamma var að útbúa
sér skjól úr teppum og fleiru við
ýmsar aðstæður. Ein minning er
mjög sterk í huga mér þegar
mamma var nú loksins lögst út í
sólina eftir að hafa gengið frá eftir
hádegismatinn, búin að búa sér til
skjól en þá kom mannýgur hrútur
sem stundum leitaði niður af fjöll-
unum og mamma varð að taka á
stökk og við á eftir og inn í hús og
læsa.
Mamma var ástrík, glaðvær og
gefandi. Hún sinnti fjölskyldu
sinni og þar með barnabörnum og
langömmubörnum af stakri alúð.
Síðustu tvö árin bjó mamma á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar
sem hún hélt áfram af gefa af sér
og syngja af innlifun.Þar leið
henni vel og naut lífsins. Hún
greindist með alzheimer fyrir
nokkrum árum og vonaði og bað
um að sjúkdómurinn færi um hana
mildum höndum og það gekk svo
sannarlega eftir. Hún tapaði aldr-
ei áttum og var með flesta hluti á
hreinu. Það var yndislegt að fylgja
henni þessi spor í gegnum sjúk-
dóminn og geta gefið henni örlít-
inn styrk til baka.
Hvíl þú í friði, elsku mamma.
Þín
Guðrún Sigríður
(Gugga Sigga).
Fallin er frá „heimsins besta
tengdamamma“, Þórdís, eða Dísa
eins og flestir kölluðu hana, var
einstök kona. Umhyggja og hlýja
gagnvart meðborgurum sínum
var henni ætíð efst í huga. Ég fékk
líka vel að njóta þess, mér var allt-
af boðið sæti í besta stólnum og
hvort ég vildi ekki eitthvað undir
fæturna svo ég hvíldist sem best.
Það var alveg sama hvað konan
mín, hún Gunna Sigga, sagði við
mömmu sína að ég þyrfti enga
dekrun, hún hélt áfram að bjóða
mér allt það besta sem hún átti og
vildi færa mér inn í stofu bæði
kaffi og meðlæti. Ef manni varð á
að hósta eða ræskja sig var hún
óðara tilbúin að bjóða manni heitt
að drekka, hunangsvatn eða te.
Ég mun ætíð minnast Dísu fyr-
ir glaðværð, jákvæðni og væntum-
þykju. Það var alveg sama hver
það var sem lenti í erfiðleikum,
alltaf var hún tilbúin að gefa af sér
og reyna af fremsta megni að
styðja og ræða við viðkomandi.
Dísa var mjög trúuð kona, henni
var afar illa við að einhver tæki sér
ljót orð í munn í hennar návist.
Söngur var henni mjög kær og
söng hún oft við heimilisstörfin,
þær eru ófáar minningarnar í
gegnum árin þegar þær Gunna
Sigga og Dísa sungu saman dæg-
urlögin og ættjarðarlögin hvert á
fætur öðru meðan þær sinntu
heimilisstörfum eða hannyrðum.
Þá er það einnig sterkt í minning-
unni þegar Dísa og systur hennar
frá Fagurhól í Sandgerði tóku lag-
ið í fermingum eða afmælum
barnabarnanna, lög eins og „Tíkin
hennar Leifu“.
Dísa hafði einstakt lag á að
hæna að sér öll barnabörnin og
veita þeim hlýju og ást með sinni
einstöku hjartfólgnu nærveru.
Hún hélt þessu svo áfram þegar
hún fluttist á Sunnuhlíð í Kópa-
vogi. Hún gaf sig ætíð að öðrum
vistmönnum sem henni fannst að
væru vansælir eða óánægðir með
tilveruna.
Það er huggun harmi gegn að
Dísa kveður sátt við Guð og menn,
enda kveið hún engu um framtíð
sína.
Steinn G. Ólafsson.
Það eru óteljandi minningar
sem koma upp í huga þegar ég
hugsa um Álfhólsveginn þar sem
amma og afi bjuggu þegar ég var
að alast upp. Kjötbollurnar henn-
ar ömmu með heimagerðu hrásal-
ati voru lengi vel uppáhaldsmat-
urinn minn. Ég var svo heppinn að
ég átti heima í Kópavogi svo það
var stutt ferðalag að kíkja í heim-
sókn, en þótt það hafi verið stutt
þá var alltaf eins og komið væri í
annan heim þegar maður kom í
heimsókn, einhvers konar frí frá
hinu daglega lífi. Það var líka eitt-
hvað ævintýralegt við garðinn
þeirra, enda var þar alltaf gott
veður sem gerði manni auðvelt
fyrir í hinum ýmsu leikjum; klifur í
trjám, stelast í óþroskuðu rifsber-
in, spila krokket eða að hjálpa
ömmu í garðinum. Ég viðurkenni
fúslega að hið síðast nefnda var
ekki í miklu uppáhaldi hjá mér og
ég hefði líklega mátt vera duglegri
við að hjálpa til.
Það voru ófáir dagarnir sem ég
eyddi hjá ömmu og afa, ýmist einn,
með mömmu og pabba eða í hópi
barnabarna, og ég man alltaf hvað
mér leið vel í návist þeirra. Amma
Dísa vildi allt fyrir barnabörnin
gera, svo mikið reyndar að ég býst
við að foreldrunum hafi stundum
þótt nóg um. En allt sem hún gerði
fyrir okkur var gert af svo mikilli
væntumþykju að ástúðin sem
amma bar til okkar var nánast
áþreifanleg. Ég vona bara að hún
hafi vitað hversu vel ég kann að
meta allt það sem hún kenndi mér,
einungis með því að vera hún sjálf.
Ég man eitt sinn þegar ég fór í
bústaðinn með ömmu og afa, við
sátum í gömlu Lödunni þeirra,
Eiki afi við stýrið, amma Dísa í
framsætinu og við barnabörnin í
aftursætinu. Amma fylgdist með
okkur spenna beltin og sagði svo:
Nú skulum við hugsa fallegar
hugsanir svo við komumst heilu og
höldnu á leiðarenda. Þó að ég hafi
verið mjög ungur þá festust þessi
orð í huga mér og hefur þessi boð-
skapur fylgt mér í gegnum árin.
Elsku amma Dísa, nú er ég að
hugsa fallega til þín svo þú komist
á leiðarenda á þínu ferðalagi.
Tómas Þór Þorsteinsson.
Þórdís
Sigurðardóttir
✝ GuðmundurSigurðsson
læknir fæddist 20.
júlí 1942 á Ísafirði.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 5. september
2016.
Hann var sonur
hjónanna Kristínar
Guðmundsdóttur og
Sigurðar Guð-
mundssonar bak-
arameistara.
Guðmundur lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1961, kandídatsprófi í
læknisfræði frá Háskóla Íslands
1967 og meistaraprófi í heim-
ilislækningum (M.Cl.Sc) frá Uni-
versity of Western Ontario í Kan-
ada 1987. Að loknu læknanámi á
Íslandi starfaði Guðmundur fyrst
sem aðstoðarlæknir á Landspít-
alanum og frá 1971 til 1982 sem
héraðs- og heilsugæslulæknir á
Egilsstöðum og víðar um Austur-
land. Hann var Clinical Teaching
staklingsbundinna upplýsinga
um heilsufar sjúklinga og tölvu-
færslu þeirra. Egilsstaðarann-
sóknin var brautryðjandaverk á
þessu sviði og varð víða til fyr-
irmyndar, ekki aðeins á Norð-
urlöndum heldur einnig annars
staðar í Evrópu. Guðmundur var
um árabil tilsjónarmaður Tölvu-
nefndar, fyrirrennara Persónu-
verndar, varðandi öryggi per-
sónuupplýsinga um heilsufar.
Hann var í stjórn Læknafélags
Íslands 1972-1979. Hann var for-
maður Rauðakrossdeildar Fljóts-
dalshéraðs og Borgarfjarðar
eystra 1974-1978. Hann var í
stjórn og jafnframt fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Austur-
lands frá stofnun þess til 1982.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Guðrún Þorbjarnar-
dóttir, BA í latínu. Dóttir þeirra
er Anna, læknir við Karolínska
sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Guð-
mundur var áður kvæntur Berg-
ljótu Jónsdóttur Eiríksson lækni.
Hún lést 1971. Börn þeirra eru
Jón, búsettur í Hveragerði, Sig-
urður, verkfræðingur í Reykja-
vík og Kristín, atferlisfræðingur,
lektor við Háskólann á Akureyri.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Neskirkju í dag, 19. sept-
ember 2016, klukkan 13.
Fellow í heim-
ilislækningum við
Victoria Hospital í
Ontario samhliða
eigin framhalds-
námi 1982-1984.
Guðmundur gegndi
alloft störfum sem
settur landlæknir
eða settur aðstoð-
arlandlæknir. Um
tíma var hann lekt-
or í heimilislækn-
ingum við Háskóla Íslands. Hann
var heilsugæslulæknir við
Heilsugæslustöðina á Seltjarn-
arnesi 1985 til 2004 og við Heil-
brigðisstofnun Vesturlands á
Hólmavík 2004-2016. Á meðan
Guðmundur starfaði á Egils-
stöðum hafði hann forystu í
rannsóknum til að undirbúa
tölvuskráningu sjúkraskráa fyrir
heilsugæslustöðvar. Verkefninu,
sem kennt var við Egilsstaði, var
ætlað að gera heilsugæsluna skil-
virkari og öruggari, með því að
byggja upp skráningarkerfi ein-
Faðir okkar, Guðmundur Sig-
urðsson, er látinn. Hann var mjög
góður maður. Okkur svo kær-
leiksríkur og góður, óendanleg
stoð og stytta í lífinu. Við kveðjum
þig, elsku pabbi, með sárum sökn-
uði og kærleika. Megir þú hvíla í
friði, blessaður í Jesú nafni. Jesús
segir: Ég er upprisan og lífið. Sá
sem trúir á mig mun lifa, þótt
hann deyi.
Jón Guðmundsson,
Sigurður Guðmundsson.
Mig langar til að minnast mágs
míns Guðmundar Sigurðssonar.
Guðmundur settist í 3. bekk
Menntaskólans á Akureyri haust-
ið 1957, ég var þá í landspróf-
sbekk. Í MA voru fyrir eldri
bræður Guðmundar, Þórir og
Jón, og má með sanni segja að
þeir settu svip á skólann allir þrír,
þessir bræður frá Ísafirði.
Guðmundur undi sér vel í MA.
Hann var framúrskarandi náms-
maður og jafnframt virkur í fé-
lagslífi skólans. Hann var vinsæll
meðal skólafélaga sinna og naut
þar sinnar góðu kímnigáfu og
hnyttni í tilsvörum. Guðmundur
sagði einstaklega skemmtilega
frá. Þessum hæfileikum Guð-
mundar kynntist ég betur eftir að
við Jón bróðir hans og ég
ákváðum að fylgjast að á lífsleið-
inni.
Það kom fáum á óvart að Guð-
mundur lagði stund á læknisfræði
að loknu stúdentsprófi. Hann
valdi að verða heimilislæknir og í
því starfi nýttust mannkostir hans
vel. Hlýleg framkoma og nær-
gætni við sjúklinga var hans að-
alsmerki. Guðmundur vildi leggja
sitt af mörkum til að lækna mann-
anna mein og gerði það sannar-
lega. Hann var afar vinsæll heim-
ilislæknir hvar sem hann starfaði.
Guðmundur varð mágur minn
öðru sinni þegar hann gekk að
eiga systur mína Guðrúnu. Hann
varð Önnu, móður okkar, einstak-
lega góður tengdasonur og sinnti
henni af alúð.
Fjölskylda okkar Jóns naut
þess í ríkum mæli að eiga Guð-
mund að sem lækni og vin. Börn-
um okkar Jóns og barnabörnum
þótti afar vænt um Guðmund
frænda sinn. Hann sinnti þeim af
alúð frá blautu barnsbeini.
Guðmundur og Guðrún gerðu
sér fallegt heimili í Skálatúni á
Seltjarnarnesi – úti sem inni. Þar
var gott að koma. Það er sárt til
þess að hugsa að þau fengu ekki
að njóta þessa fallega heimilis
saman lengur en raun ber vitni.
Fjölskylduböndin eru sterk.
Guðrún og Guðmundur höfðu for-
göngu um það að við systkinin
með öðrum úr fjölskyldunni eign-
uðumst æskuheimili okkar, Æg-
issíðu á Grenivík, á ný. Guðmund-
ur hafði yndi af því að
betrumbæta húsið. Hann hafði
ekki aðeins læknishendur heldur
líka smiðshendur. Þau Guðrún
dvöldu oft í Ægissíðu og áttu þar
góðar stundir.
Að leiðarlokum kveðjum við
Guðmund með söknuð í hjarta og
þökkum honum fyrir allt og allt.
Nú er hann horfinn sem við eigum
öll svo mikið að þakka – og lífið
verður aldrei samt.
Samúð okkar er öll hjá Guð-
rúnu og börnum Guðmundar.
Blessuð sé minning hans.
Laufey Þorbjarnardóttir.
Ægissíða kemur fyrst upp í
hugann, þegar ég minnist mágs
míns, Guðmundar Sigurðssonar.
Hann var þá ungur menntaskóla-
nemi og koma hans í foreldrahús
mitt á Ægissíðu, Grenivík, tengd-
ist Jóni, bróður hans, sem þá var
trúlofaður stóru systur minni,
Laufeyju. Mér er minnisstætt
hve mér kom á óvart að hann var
með dökkt, liðað hár; hann átti að
vera rauðhærður eins og Jón. Ég
veit að mömmu og pabba þótti
strax vænt um unga piltinn, eins
og bróður hans, en löngu síðar
átti það fyrir Guðmundi að liggja
að kvænast Gunnu, litlu systur
minni.
Guðmundur var um tíma lækn-
ir á Egilsstöðum og þar hófu þau
Gunna búskap sinn. Ég má segja
að ekki hafi brugðist að þau litu
ævinlega inn hjá okkur þegar
leiðin lá í kaupstað og fundum við
þá sérstaklega hve nærvera
beggja var hlý og notaleg. Sama
gilti þegar við áttum leið hjá Eg-
ilsstöðum, sem var reyndar
sjaldnar; alltaf lengra frá en til
Reykjavikur.
Undanfarin ár gegndi Guð-
mundur heilsugæslu á Hólmavík.
Mér er minnisstætt, eitt sinn er
við áttum leið hjá og hugðumst
líta við hjá Gunnu og Guðmundi.
Eitthvað hafði dregist hjá bíl-
stjóranum að draga nægilega úr
ökuhraða inn í bæinn, sem varð til
þess að löggæslu staðarins þótti
ástæða til að stöðva för og lesa
ökumanni pistilinn. Einhverra
hluta vegna kom þar tali að við
værum á leið í kaffi til Gunnu og
Guðmundar og var þá snarlega
gefin bending um að halda áfram,
á löglegum hraða samt. Í þessu
stutta spjalli við lögregluna fund-
um við glöggt hversu mikillar
virðingar hann naut.
Guðmundur og Gunna höfðu
forgöngu um að kaupa gamla
æskuheimilið, Ægissíðu, árið
2001, og gera það upp, laga og
betrumbæta í stopulum frístund-
um. Í Ægissíðu naut Guðmundur
sín vel, við vitum að þarna hugð-
ist hann eiga lengri dvöl í framtíð-
inni, sem því miður reyndist allt-
of, alltof stutt.
Komið er að kveðjustund, kæri
mágur og svili.
Við minnumst þín með hlýju og
þakklæti og biðjum góðan Guð að
hugga þína ástvini.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða.
Og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson)
Guðbjörg og Jónas.
Guðmundur föðurbróðir
minn var einstakur maður.
Hann var framúrskarandi
læknir og frumkvöðull í sínu
fagi. Hann hafði áhrif á líf fjölda
fólks til hins betra. Eftir andlát
hans hafa margir komið til mín
og sagt mér hversu vel Guð-
mundur hafi reynst þeim á erf-
iðum tímum. Sjálf varð ég líka
oftar en einu sinni vitni að því
hvernig hann með sinni skarp-
skyggni gat greint sjúkdóm á
örskotsstund og þannig bjargað
lífi.
Svo var hann líka minn kæri
frændi, sem hafði áhuga og
þekkingu á svo ótalmörgu.
Öll árin mín í menntaskóla
kom ég í kvöldmat í Skálatún
hjá Gunnu og Guðmundi hvern
fimmtudag. Guðmundur var
flinkur að elda og sérhæfði sig í
flóknum og vandasömum rétt-
um – oftar enn ekki bragð-
sterkum. Ég treysti mér líka
alltaf til að þekkja pönnukökur
sem Guðmundur hafði rúllað á
sinn hátt öðruvísi en aðrir í fjöl-
skyldunni.
Þegar ég fluttist til Eng-
lands, nýskriðin úr MR 1998 , þá
var það hinn tölvufróði Guð-
mundur sem stofnaði handa
mér minn fyrsta email-reikning.
Guðmundi þóttu öryggisstill-
ingarnar á hotmail ekki til fyr-
irmyndar þess vegna ég fékk
reikning hjá eudoramail. Afbök-
un á lykilorðinu sem við smíð-
uðum saman úti í Skálatúni nota
ég enn þann dag í dag.
Guðmundur yfirgaf okkur
allt of snemma. Ég sakna hans –
hans hlýju nærveru og hjálp-
semi. Það er lítill huggun en þó
einhver, að við sem þekktum
hann eigum ekkert nema góðar
minningar um hann.
Rebekka Jónsdóttir.
Guðmundur
Sigurðsson
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Sigurðsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.